Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 61

Morgunn - 01.12.1945, Side 61
M 0 R G U N N 139 En nú skulum við athuga annað iriáll. Hverjar eru þessar góðu sálir, se.m koma til móts við andann, þegar hann hefir mesta þörf fyrir hjálp og leiðsögn? Allir vitnisburðir eru sammála um, að það séu sálir, sem elska oss. En ef vér höfum ekki unnið til neinnar elsku hjá neinum, hver á þá að koma til móts við oss? Hver á að koma til móts við grimma manninn, sjálfselskusegginn, sem aldrei hefir hugsað um neinn nema sjálfan sig? Þar stoðar ekki lengur að ætla að kaupa sér neitt með auðlegð eða veraldarvaldi. Frægur framliðinn maður sagði einu sinni við mig með mikilli beiskju: „Ég gat ekki tekið ávísanaheftið mitt með mér hingað. Við höfum látið okkur svo títt um hluti, sem eru einskis virði, að við höfum vanrækt hlutina, sem máli skipta“. Fyrir slíka menn er það dapurleg og einmanaleg stund, þegar þeir eiga. að fara að skera upp það, sem þeir sáðu til. Ég ætla nú að sinni að hverfa frá því, sem vér vitum um dapurleg örlög slíkra óþroskaðra sálna, sem sjaldnast eru smælingjarnir á jörðunni, heldur oftast hinir ríkustu og gáfuðustu, sem ekki hafa notað auðævi sína eða gáfur í þjónustu Guðs, eða hafa e. t. v. þroskað heila sinn á kostnað hjartans. Ég ætla nú heldur að rekja feril góð- láts miðlungsmanns, sem er farinn yfir landamærin. Oss er sagt, að atvikin fylgi hvert öðru í hinni eðliieg- ustu röð. Örstutta stund eru vinirnir, sem standa um- . hverfis hinn framliðna mann, að samfagna honum og uppörfa hann, og það er á þessu stigi, að hugsanir hins framliðna hvarfla oft til jarðnesku vinanna og geta stund- um verknað, eins og fjarhrif, á hugi þeirra. Það eru til heil- ar bókmentir u.m sýnir í dauðanum, eða fyrst eftir dauðann, svo að vér getum fengið staðfesting með því að bera saman það, sem deyjandi segja oss, og hinir, sem eru komnir yfir landamærin. Þessu næst kemur hvíld um stundarsakir. Það fer eftir þörfum hvers og eins, hve langur bessi hvíldartími er. Þegar sá tími er liðinn, sér hinn framiiðni aftur sömu verndarverurnar við hlið sér, þær eiga að kynna

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.