Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 62

Morgunn - 01.12.1945, Page 62
140 MORGUNN honum hina ný.ju leyndardóma og hinar nýju skyldur, sem honum ber að rækja. Ég hefi minnzt á hinar náttúrulegu, já, segja má hinar heimalegu aðstæður í nýja heiminum. Oss kann að virðast, að andalíkaminn og umhvei*fi hans séu nokkuð óverulegir og loftkendir hlutir, en það er misskilningur. Ef fólk, sem lifði heimi þar sem allt væri úr blýi, sæi vorn heim, mundi því finnast hann óverulegur og loftkenndur. Allt er undir því komið, að umhverfið sé úr samskonar efni og líkaminn, sem vér lifum í og skynjum með. Sé svo, finnst oss um- hverfi vort vera fast og áþreifanlegt. Ef vér höfum þetta í huga, sjáum vér, að það er aðeins vegna þess, að vér höfum grófari skynjun, að oss finnst andaheimurinn vera loft- kenndur og óverulegur, hann er þeim, sem þar lifa, eins áþreifanlegur og fastur og oss er sá heimur, sem vér lifum í. Það er ekki til neins, að ætla sér að gera samanburð á aðstæðunum á einu tilverusviði og öðru. Hvert tilverusvið á sinn eigin mælikvarða, sem ekki er hægt að leggja á önnur. Vér erum nú komnir að því, þegar andinn, sem hefir fengið lausn frá jarðneska likamanum, er að ganga inn til hins nýja lífs. Hið ytra umhverfi er ósegjanlega unaðs- fullt og sálin finur djúpa hamingju, dýpri cn hún þekkti áður á jörðunni. Hún dvelur með þeim, sem hún elskar, og ekkert ósamræmi þekkist. Þeir, sem elskuðu hinn fram- liðna og farnir voru undan honum, hafa útbúið heimili fyrir hann. Það er nákvæmlega eins og hann hefði kosið. í öllum efnum hefir verið farið eftir smekk hans. Þarna finnur hann fyrir garða, blóm, skóga og vötn, og allt er uppljómað eins og af gulinu skini. Bráðlega er honum sagt, að velja sér starf, svo að hann geti fundið sem best not hæfileika sinna. Hafi maðurinn margskonar hæfileika, kann honum verða jafn erfitt þarna eins og á jörðunni að taka ákvörðun um starf sitt. Þannig kemur það í ljós af því, sem Lester Coltman skrifaði í gegn um miðil eftir andlátið, að honum varð erfitt, að veija

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.