Morgunn - 01.12.1945, Síða 63
M 0 R G U N N
141
milli hljómlistarinnar og vísindastarfa, en hann kaus vís-
indin sem starf en hljómlistina sem tómstundaiðju. Það er
þar eins og hér, að til eru tæki fyrir þá, sem óska að vinna
með höndum sínum, bókasöfn fyrir lærdómsiðkendur,
rannsóknastofur fyrir þá, sem vísindin iðka, musteri,
fyrirlestrasalir og miðstöðvar fyrir kennslu og nám í
málaralist, hljómlist, leiklist o. s. frv.. Þeir segja oss, að
borgarar þessarar veraldar séu lengra komnir en jarð-
neskir menn í öllum þessum greinum, já, þeir segja oss, að
öll viðleitni vor í þessum efnum sé ekki annað en eftir-
myndir þess, sem gerist hjá þeim.
Oss er sagt frá hinum dásamlegu leikvöllum f.vrir
böirnin, einföldum, saklausum skemmtunum þeirra og upp-
eldi við undursamleg skilyi'ði. Móðirin kann að harma
likamlegan missi barnsins síns, en þegar hún veit allt það,
sem vér getum sagt henni, munu tárin þorna og hjarta
hennar hljóta huggun, þegar henni er ljóst, hvað barnið
hennar hefir fengið og við hverju því hefir verið hlíft með
því að taka það af jörðunni.
Trúarkenndin vaknar og hún örfast af þeirri dýrð, sem
er umhverfis hina nýkomnu sál. Tilbeiðslan eykst og kær-
leikurinn i sálimni, þegar henni verður ljóst, hve ósegjan-
lega góður skaparinn hefir verið og þegar henni lærist að
einhverju leyti að leysa þá flækju af ranglæti og grirnmd,
sem henni fannst jarðlífið vera vafið í. Og þó er þetta engan
veginn líf, sem ekki geymir annað en eintóma tilbeiðslu.
Þar eins og hér ættu menn að hafa Guð í hjartanu, er. lif
þeirra er samfelld kveðja af friði heimilislífsins og nyt-
sömum störfum, sem hver getur valið eftir hæfni sinni og
’óskum.
Þessi er sú mynd, sem oss er gefin af lífinu hinu megin
dauðans, í sínu geðþekkasta formi. Er nokkuð óeðlilegt
við þessa mynd? Er hún ósennileg? Öll þróun er hægfara,
•og vér ættum að geta skilið, að sálin tekur engum róttækum
breytingum við það eitt að skiljast frá jarðneska líkam-
anum. Hún flytur með sér hneigðir sínar og eftirlanganir,
k