Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 69

Morgunn - 01.12.1945, Page 69
MORGUNN 147 heilla heimsvelda hégómi og annað ekki. Fvrsti atbuvður- inn var það, að hugmyndin um einn guð í alheiminum kom fram. Annar var, þegar það siðalögmál kom fram, sem finna má raunar víða, en er einkum bundið við nafn Jesú frá Nasaret, siðalögmálið, sem greinir .manninn frá dýr- inu. Hinn þriðji mesti atburðurinn var sá, að tjaldið rofn- aði, sem skilur lífssvið vort frá hinu komanda. Þessa síð- ustu, miklu opinberun erum vér að flytja. Blessaður sé sá, sem þau forréttindi hlýtur. að vinna að framgangi þessa verks.. sem augljóst er, að er frá Guði. Gætið yðar, gætið yðar, að þér vinnið ekki gegn honum. ■J. A. þýddi. Frú Thit Jensen. Frú Thit Jensen er ein af kunnustu og merkustu rithöfundum Dana. Um hana stóð löngum mikill styrr, enda er hún bardagakona með afbrigðum og ótrauð, að leggja inn á nýjar brautir, ef hún telur til heilla. Um ritverk hennar eru menn engan veginn sammála, frekar en annað, sem hana snertir, en ýmsir merkustu bókmennta- menn og rithöfundar hafa á henni hinar mestu mætur og bera á hana mikið lof, er þeir rita um hana, eins og t. d. Kaj Munk. Um þjóðfélagsmál tekur frú Thit Jensen til máls, hefir flutt mikinn fjölda fyrirlestra um kvenréttindamálið, og einnig um sálarransóknarmálið, sem hún ann af heilum huga. Síðustu ritverk hennar eru mestmegnis sögulegs efnis, tekin úr miðaldasögu Danmerkur, og er nú verið að lesa eitt hið merkasta þeirra í Ríkisútvarpinu hér, Stygge Krumpen, sem segir frá átökum siðabótaraldarinnar í Danmörku. Um þessi ritverk sín farast sjálfri henni orð á þessa leið: 10

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.