Morgunn - 01.12.1945, Qupperneq 70
148
MORGUNN
„Hugsunin er skattffrjáls, segir gamalt orðtæki, —•
en þetta er ekki satt, við berum ábyrgð á hugsunum
okkar, því að þær verka lengi eftir að við höfum hugsað
þær. Otvarpið hefir opnað oss sýn inn í alheiminn.
Fyrst svo er, að rúmið umhverfis oss er fullt af öldum
og við verkum á þessar öldur með orðum og hljóðum,
megum við ekki gleyma því, að hugsun okkar gerir
það einnig, því að hugsunin er efni.
Mér hefir alltaf verið ljóst, að á sunnudögum gengur
mér bezt að semja skáldverk. Ég veit, að ástæðan er
sú, að þá hvílast flestir hinir störfum hlöðnu heilar
mannanna, öldurnar í rúminu eru ekki eins hlaðnar
af hugsunum þeirra og endranær og manni gengur betur
að fá innblástur í gegn um ljósvakann. Þá getur næm-
leikinn orðið svo mikill, að maður snúi ósjálfrátt höfð-
inu til ákveðinnar áttar í herberginu, þar sem maður
situr einn, og spyrji ósjálfrátt: Er nokkur hér?
Þegar rithöfundurinn situr og skrifar, sokkinn niður
í líf löngu liðinna kynslóða, getur hann aldrei ábyrgzt,
hvað mikið af því, sem hann skrifar, er ávöxtur af
hans eigin hugsun, og hvað mikið hann fékk með því
að hlusta, — því að hugsanir fjarlægra kynslóða eru
til enn. Hvað er hugmyndaflugið annað en þjálfaður
hæfileiki til þess að hlusta, — veita viðtöku hugsunum
frá hinu óranngakaða rúmi.
Ég sendi nú bók mína „Drotten" til lesendanna, og
ég vona að þeir muni skilja þetta: margra ára erfiði
mitt til þess, að setja mig inn í líf kynslóðanna, sem
lifðu á jörðinni fyrir 600 árum, hefir komið mér á
bylgjulengd með fólki, sem ég trúi, að lifi ennþá, og
hafi andað inn í skáldrit mín tilfinningum sínum, vonum
sínum og sorgum, gleði sinni og ósigrum, því lífi, sem
það lifði. Vélrænir hlutir breytast, hjarta mannsins er
eilíflega hið sama“.