Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 72

Morgunn - 01.12.1945, Page 72
150 MORGUNN þeirra manna, sem héldu fjarhrifunum fram, þeir töldu það ósamboðið virðing vísindamanns að gefa gaum slíkum hlutum. Nú segir ekki ómerkari maður en dr. H. H. Price, prófesor í rökfræði við Oxford-háskóla, að „sannanir fyrir fjarhrifunum séu góðar og fullnægjandi". Hann gerir það að tillögu sinni, að menn hættu.loks að spyrja: „Hvers vegna gerast fjarhrifin stundum?", en fari í þess stað að spyrja: „Hvers vegna gerast fjarhrifin ekki alltaf?“. Fyrir nokkuru las ég grein í ensku tímariti eftir merkan mann, sem staðhæfði, að merkustu uppgötvanir vorra tíma væru ekki þær, sem daglega væri verið að gera í rannsóknar stofunum í sambandi við hernaðinn í véltækni og öðru slíku, merkustu uppgötvanirnar væri nú verið að gera við Harward-háskólann í Bandaríkjunum í sambandi við víð- tækar rannsóknir á fjarhrifunum, sem þar hafa nú verið reknar í nokkur ár og merkileg niðurstaða hefir fengizt af. Rökfræðisprófessorinn í Oxford, dr. Price, segir, að vér ættum að spyrja: „Hvers vegna gerast fjarhrifin ekki allt- af ?“. Það lítur út fyrir, að vitund vor hafi þroskað með sér hæfileika til þess að verjast blátt áfram áhrifum utan að Til þess sýnist sú staðveynd benda, að hugsanir, sem berast að oss annarsstaðar frá (fjarhrif), komast lang- oftast að oss, þegar eigin vitundarstarfsemi vor hvílist og vér erum sjálf ekki að brjóta heilann um neitt. Þá er eins og vitund vor hafi sofnað á verðinum og gesturinn, hugsun frá einhverjum fjarlægum manni, hafi þess vegna komizt að oss. 1 bókinni „Lífið eftir dauðann", eftir Drayton Thomas, er staðhæft, að hugsun frá fjarlægum manni komist ævin- lega inn í „auru“ eða ljósblik þeirrar persónu, sem hugs- uninni er beint að, en hún komist sjaldan lengra, sjaidan inn í vitund persónunnar. I sömu átt hnígur það, sem sálar- rannsóknamaðurinn dr. phil. Wills segir. Þegar hann var á transfundi, sagði miðillin við hann: „Segið frá því, sem þeir (ósýnilegu fundargestirnir) eru búnir að koma inn í yður“. Dr. Wills svaraði, að hann væri sér ekki meðvitandi

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.