Morgunn - 01.12.1945, Side 74
152
M 0 R G U N N
óskemmdan enn í dag, hefði raunverulega framleitt þær
háleitu hugsanir, sem forsetinn á lotningu vora og þakklæti
fyrir? Ef svo er, að það sé þessi heili, sem framleiddi þær
hugsanir, hvers vegna starfar hann þá ekki enn? Það er
vegna þess, að hann er ekki lifandi lengur, er oss svarað.
Og hversvegna er hann ekki lifandi lengur? Það er vegna
þess, að sálin, sem hugsanirnar skóp og notaði heilann
aðeins sem tæki til þess að koma hugsununum á framfæri
í efnisheiminum, er ekki hér lengur, notar þenna heila ekki
lengur, hún er farin. Ekki „dáin“, heldur farin „ meira að
starfa Guðs um geim“, þótt jarðneska heilann noti hún okki
lengur. Heilinn, sem í glasinu er geymdur skóp enga
hugsun, hann var aðeins miðillinn milli sálarinnar, sem
notaði hann, og efnisheimsins, sem hún lifði í um stund.
Ca'mso Allií kannast við söngvarann heimsfræga,
Caruso. Raddbönd hans eru sögð geymd
í safni einu fyrir vestan haf, en nú eru þau hljóðnuð, engmn
þeirra dásamlegu tóna, sem fyrir fáum árum fylltu hljóm-
leikasali stórborganna, berast frá þeim lengur. Sálin, sem
notaði þau um stutta stund, notar þau ekki lengur, og því
liggja þau í glasinu, sem geymir þau, eins og slitið fat,
eða minjagripur u.m horfna dýrð og daga, sem voru dýrð-
legir. Sálin, sem notaði þessi raddbönd, eins og fiðlusnill-
ingurinn strengina, er farin. Nú á hún sér annað heim-
kynni með list sína, tónar hennar fylla nú aðra sali. Og
þó er hún ekki fjarlæg með ö!lu. Ef skilyrðin eru fyrir
hendi, getur hún ennþá náð inn í jarðneska heiminn með
tónahaf, sem töfrar enn, eins og það gerði. Sálarrann-
sóknamaðurinn og rithöfundurinn Dennis Bradley, sem
fyrir nokkurum áium er farinn af þessum heimi, segir
frá því í annarri sinna merku bóka um sálarrannsóknir og
einkum um tilraunir sínar með hinn fræga, ameríska
miðil, Valiantine, hvernig Caruso söng af vörum miðilsins,
svo að þeir, sem viðstaddir voru, hlustuðu undrandi og
hugfangnir. Raddbönd hins mikla meistara sönglistarinnar