Morgunn - 01.12.1945, Side 77
M 0 R G U N N
155
ekki þorað að tala um þetta. Þetta er eins og ég sé bara
ekki með sjálfri mér.“ Ég sagði henni, að ég héldi, að þetta
væri einmitt eðlilegt, ég héldi að þessi undarlega sælu- og
léttleikatilfinning hennar, mitt í sorginni, væri í raun og
veru ástand barnsins hennar. Það væri vitanlega hjá henni,
og nú hefði því tekist að yfirfæra líðun sína, ástand sitt
vfir á hana. Með einhverjum hætti hefði hún þennan morg-
un orðið móttækileg fyrir áhrifin frá því. Ég get ekki stillt
mig um, að segja yður frá mjög líku dæmi, sem ég rakst á
í bók frú Leonards, hinni síðustu. Frásögn hennar er þessi:
„Móðir ein sagði mér, að hún vissi á hvaða augnabliki
hjartfólginn sonur hennar hefði fallið í styrjöldinni. Hún
sat við skrifborð sitt og var að skrifa bréf, hugurinn var
við það, en alls ekki hjá syni hennar þessa stundina. Skyndi-
lega fann hún sig eins og altekna skínandi fögnuði og
dásamlegri frelsiskennd og á sama augnabliki fann hún
sterka návist sonar síns. Hin tvímælalausa návist hans
fyllti hana svo lifandi tilfinning gleði og fagnaðar, að
hún hafði aldrei áður fundið annað eins, og hún heyrði
sjálfa sig hálfhrópa upp: „Hann er frjáls, Ernest er frjáls!
Likama hans hafa þeir myrt, en sál hans er frjáls!“ Þetta
heyrði hún sjálfa sig kalla, þar sem hún sat við skrifborð
sitt“.
Síðar kom fregnin um hið hörmulega andlát unga manns-
ins á vígvellinum, og þá hélt sorgin innreið sína í sál móður-
innar. En áður hafði hann getað yfirfært fögnuð sinn yfir
umskiptunum svo greinilega á móður sína. Hún var sann-
færð um, að hann hefði fallið á þessu augnabliki, þegar
hún varð fyrir hinum undursamlegu áhrifum
Vér erum ekki líkaminn, engu fremur en vér erum fötin,
sem vér klæðumst í eða húsin, sem vér búum í um stund.
Ég er sannfærður um, að þegar ég er farinn af jörðunni,
vei'ður jarðneski líkaminn mér ekki annað en húsið er mér
nú. sem ég flutti úr í Hafnarfirði fyrir fáum árum. Ég
hugsa raunar stundum um það, einkum um glaðar stundir
’þar. Annað gildi hefir það ekki fyrir mig lengur. Speking-