Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 81

Morgunn - 01.12.1945, Side 81
MORGUNN 159 Spurningarnar hafa verið margar og svörin einnig mörg, þótt mönnum finnist þau misjafnlega aðgengileg. En það er nú einu sinni svo, að sannleikurinn er ekki háður geð- þótta mannanna. Sannleikurinn Þá er það einnig á annars konar misskiln- sigro.r ingi byggt, að seint gangi sannleiksleitin í þessum efnum og á löngum tíma hafi lítið áunnizt. Þegar menn segja það, gleyma þeir, hve ótrúlega hægfara mannkynið er í þekkingarleitinni og hve seint miðar á því nær öllum sviðum. Menn verða að muna það, að það eru ekki nema fáir áratugir síðan farið var að spyrja um þessa hluti með hjálp miðlanna, og hvað eru fáir áratugir annað en örstuttur spölur, þegar um nýja þekkingargrein er að ræða? Vér erum og eigum að vera þakklát fyrir framfarir læknisfræðinnar, en gætum að hvern tíma það hefir tekið að ná því, sem þegar er náð í þeim efnum. Hippocrates, sem er talinn faðir nútíma læknislistar var uppi 460 árum fyrir Krists burð. Það var ekki fyrr en hálfri sjöundu öld síðar að Galen gaf út rit sitt um líffærafræðina, og það var ekki fyrr en 2000 árum síðar, að Harvey uppgötvaði blóðrásina í líkama manns- ins. Svo óralangan tíma taka framfarirnar á þesu sviði mannlegrar þekkingar. Af því er ljóst, að það er barna- skapur að gera mikið úr því, þótt ekki vinnist fullkomin þekking á jafn stórkostlega víðtæku rannsóknarsviði og heiminum fyrir handan gröf og dauða á örfáurn áratugum. Vér vildum fegin vita miklu meira, en vér verðum að be.vgja oss fyrir þeirri staðreynd, að sannleiksleitin er örðug og gata hennar ekki greiðfær mönnunum. En henni verður haldið áfram og alltaf er eitthvað að miða í áttma til meiri sannleiksþekkingar. Málefni vort er ungt, bar- áttan hefir verið hörð, en sannleikanum fylgir sigui'inn að lokum.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.