Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 4
4 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 14° 13° 10° 14° 16° 10° 10° 21° 11° 20° 17° 25° 1° 14° 19° 5°Á MORGUN Hægur vindur, síst við A-ströndina. MÁNUDAGUR Vaxandi SA-átt einkum SV-til. -1 -3 -5 -3 -4 -3 0 3 2 4 -10 12 12 9 10 8 11 10 12 5 10 8 -4 -7 -9 -8 -3 2 0 -4 -2 3 KALT Í VEÐRI Kuldaboli bítur vel í kinnar þessa helg- ina og horfur eru á frosti nánast um allt land, einkum á morgun. Það dreg- ur úr vindi í dag og á morgun má búast við hæglæt- isveðri. Á mánu- daginn kemur lægð upp að landinu og þá hlýnar heldur í veðri. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður FRAMKVÆMDIR Runólfi Ólafs- syni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hugn- ast illa áform um að leggja veg- tolla á umferð til að fjármagna framkvæmdir á Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsvegi. „Það hefur verið þjóðarsátt um gjaldtöku til framkvæmda og hún hefur farið fram með sköttum á eldsneyti,“ segir Runólfur. Árlega séu 35 milljarðar innheimtir með þeim hætti en aðeins hluti fjárins renni til vegaframkvæmda. Þá gagnrýnir hann að í hug- myndum um gjaldtöku sé ekki gert ráð fyrir valleiðum, það er leiðum sem ekki þurfi að greiða fyrir að aka um. Fólk muni því ekki eiga val. Runólfur gagnrýnir líka framkvæmd- irnar sem ráð- ast á í. „Í þessu árferði vil ég frekar að farið verði í minni viðhaldsverkefni. Það er hægt, og þarf, að auka öryggi víða með litlum tilkostn- aði.“ Hann er líka andvígur tvöföldun Suðurlandsvegar. „Ég tel réttara að fara í 2+1 veg. Slíkir vegir eru öruggari en 2+2 vegir og við sjáum að sú leið hefur verið valin á fjöl- förnum vegum víða, til dæmis á Norðurlöndunum og í Bretlandi.“ Runólfur undrast líka þau áform, sem heimil eru með lögum frá í sumar, að stofna sérstakt félag utan um framkvæmdirnar. „Það stendur til að stofna Vegagerð ohf. til hliðar við Vegagerðina. Er þetta leið til að búa til ný störf?“ spyr hann. - bþs FÍB hafnar áformum um vegtolla á öllum leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu: Rof á þjóðarsátt um gjaldtöku RUNÓLFUR ÓLAFSSON DÓMSMÁL Reynt var að sætta ágrein- ing um meðferð nauðgunarmála í rannsóknar- og réttarkerfinu á fjöl- mennum, ríflega þriggja tíma sam- ráðsfundi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra boðaði til í ráðu- neytinu í gær. Alls voru 37 manns boðaðir á fundinn, meðal annars frá lögreglu, ríkissaksókn- ara, dómstólum, Stígamótum, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Jafnréttisstofu, Femínistafélagi Íslands, Rann- sóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Kvennaathvarf- inu, V-dags- samtökunum og öllum þingflokk- um. Tilefni fund- arins var meðal annars sú ólga sem skapaðist eftir ummæli Björgvins Björg- vinssonar, yfir- ma n ns k y n- ferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara um nauðgunarmál í DV. Björgvin sat fundinn en ekki Valtýr. Ögmundur Jónasson segir fund- inn hafa verið gagnlegan og skoð- anir manna ekki ýkja skiptar. „Ég held að kveikjan sé fyrst og fremst sú staðreynd að það eru ákveðnar vísbendingar um að fólk sem verð- ur fyrir kynferðisofbeldi beri ekki nægilegt traust til kerfisins,“ segir ráðherrann. „Það er gríðarlegt misræmi á milli meintra brota annars vegar og hins vegar úrlausna í dómskerfinu. Það eru alvarlegar brotalamir þar og þetta er skref sem við erum að stíga til að finna þær og laga.“ Hrafnhildur S. Gunn- arsdóttir, ráðskona Fem- ínistafélagsins, segir fundinn hafa verið hinn fróðlegasta og þátttak- endur hafi verið sam- mála um mikilvægi þess að skoða meðferð nauðg- unarmála og hvernig bæta megi ferlið. „Upp úr umræðunum komu alls kyns til- lögur um úrbætur, til dæmis að það væri mikilvægt að halda úti fræðslu fyrir dómara og aðra sem vinna að málunum svo að þolendur kynferð- isafbrota mæti ekki skilningsleysi eða fordómum. En svo er líka ljóst að það skortir þekkingu á mála- flokknum og að það þarf frekari rannsókna við.“ Daði Kristjánsson, fulltrúi Ríkissaksókn- ara, segir fundinn hafa verið mjög gagnlegan og málefnalegan. Það hafi verið mjög gott framtak hjá ráðherra að boða til hans. „Ég held að fund- urinn hafi fært aðila nær hverja öðrum og dreg- ið úr ágreiningi og menn hafi öðlast meiri skilning á sjónarmiðum hvers ann- ars,“ segir Daði. „Ég held að niðurstaðan sé sú að staðan sé ekki fullkomin en hún sé viðunandi og að við séum á réttri leið.“ Ögmundur segir að nú verði þær ábendingar sem fram komu teknar saman og unnið frekar úr þeim. „Og síðan reynt að hrinda í framkvæmd þeim sem augljóslega eru til góðs,“ segir hann. stigur@frettabladid.is Reynt að lægja öldur á fjölmennum fundi Óánægja með meðferð nauðgunarmála var rædd á tæplega 40 manna fundi í dómsmálaráðuneytinu í gær. Lögregla, saksóknarar, dómstólar, femínistar og Stígamót meðal þátttakenda. Almenn ánægja ríkir með andann á fundinum. Sjö saksóknarar og aðstoðarsaksóknarar hjá embætti Ríkissaksóknara hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðunni um meðferð nauðgunarmála hjá embættinu. Segja þeir meðferð naugðunarmála vandaða og í fullu samræmi við gildandi lög. Þeir segja að þótt spjótin hafi einkum beinst að Valtý sé mesti þunginn í afgreiðslu nauðgunarmála hjá þeim. „Um leið og við lýsum því yfir að við erum að sjálfsögðu viljug til að skoða alla málefnalega og rökstudda gagnrýni á störf okkar í því skyni að við getum gert betur, þá lýsum við því hér með yfir, með hliðsjón af ofangreindu, að Valtýr Sigurðsson nýtur fulls trausts okkar í starfi sínu sem ríkissaksóknari,“ segir í yfirlýsingunni. Undirmennirnir styðja Valtý ÖGMUNDUR JÓNASSON HRAFNHILDUR S. GUNNARSDÓTTIR Það er gríðar- legt misræmi á milli meintra brota annars vegar og hins vegar úrlausna í dómskerfinu. ÖGMUNDUR JÓNASSON DÓMSMÁLA- RÁÐHERRA KAJRAMÁL Kostnaður við rekst- ur landsliðs knattspyrnufélags kvenna, sem er í kringum 10. sæti yfir þau bestu í heimi, er rúmlega helmingi minni en við rekstur A-landsliðs karla árið 2010. Viðskiptablaðið greindi frá þessu nýverið. Heildarkostnaður við landslið- in innan Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er um 250 milljón- ir króna. Rúm 40 prósent af þeim kostnaði fara í rekstur A-lands- liðs karla, eða um 105 milljónir króna. - sv Rekstrarkostnaður landsliða: Kvennalandslið KSÍ fær minna STJÓRNMÁL Alls eru 34 prósent landsmanna enn óákveðin um þátttöku í kosningunum til stjórn- lagaþings sem fram fara 27. nóv- ember næstkomandi samkvæmt könnun MMR. Tæp 55 prósent hyggjast taka þátt en rúm 11 pró- sent ekki. Þá sögðust 57,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku enn ekki hafa kynnt sér neinn þeirra sem í fram- boði eru til stjórnlagaþingsins. Könnunin var gerð dagana 3. til 5. nóvember og svöruðu 813 ein- staklingar á aldrinum 18 til 67 ára spurningum um kosningarnar. - mþl Stjórnlagaþingskosningar: Margir óvissir um þátttöku MENNINGARMÁL Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi og setja kvöð á lóðirnar Mjóstræti 4 og Garðastræti 15 til að tryggja umferð um svokallaðan Skálda- stíg sem liggur að hinu sögu- fræga Unuhúsi. Eigendur lóðanna hafa um langt árabil leyft umferð um stíg- inn en leitað samvinnu við borg- aryfirvöld um framtíð hans. „Einnig er lagt til að stígurinn verði merktur báðum megin frá, til dæmis með skiltum þannig að sagan glatist ekki,“ segir í tillögu sem samþykkt var. - gar Ákvörðun í skipulagsráði: Skáldastígur verði verndaður SKÁLDASTÍGUR „Um þetta dimma sund; þar lá mín leið,“ orti Halldór Laxness um Skáldastíg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KOSOVO, AP Upp hefur komist um alþjóðleg glæpasamtök í Kos- ovó sem hafa stundað það að lofa fátækum Kosovóbúum peningum fyrir nýru úr sér. Fórnarlömbin fengu aldrei neitt fyrir líffærin sem voru seld fyrir jafnvirði tæp- lega 16 milljóna íslenskra króna. Sameinuðu þjóðirnar og ESB hafa veitt yfirvöldum í Kosovó stuðning við að halda uppi lögum og reglu frá því landið fékk sjálf- stæði. Ákæra yfir meintum líf- færasvikurum er runnin undan rifjum starfsmanna ESB. - mþl Glæpasamtök í Kosovó: Sviku líffæri út úr fátæku fólki SJÁVARÚTVEGSMÁL Engin niður- staða náðist um stjórn makrílveiða á næsta ári á fundi strandríkja í Lundúnum í gær. Gera á úrslita- tilraun til að ná samkomulagi í Ósló 25. til 26. nóvember. „Við höfð- um vænst þess að Evrópusam- bandið og Nor- egur legðu fram raunhæfari til- lögur á þessum fundi en á þeim síðasta, sem tækju mið af stóraukinni göngu makríls í íslensku lögsöguna á undanförn- um árum,“ segir Tómas H. Heiðar, formaður íslensku samninganefnd- arinnar. „Slíkar tillögur litu hins vegar ekki dagsins ljós á fundinum og því ber enn mikið í milli.“ Á síðasta fundi var lagt til að hlutdeild Íslands í veiðunum yrði 3,1 prósent en Íslendingar höfnuðu tillögunni sem algjörlega óraun- hæfri. - sh Úrslitatilraun í lok mánaðar: Engin lending um makrílinn TÓMAS H. HEIÐAR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 12.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,0163 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,65 112,19 179,29 180,17 153,00 153,86 20,524 20,644 18,835 18,945 16,359 16,455 1,3592 1,3672 174,43 175,47 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.