Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 6

Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 6
6 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Ellefu vikna árangurmælt námskeið Kvíðameðferðarstöð- varinnar þar sem kenndar eru leiðir til að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Kennsludagar: Fimmtudagar frá 15:00-17:00, alls 22 klst. Kennarar: Sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 25. nóvember 2010 Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is Nánari upplýsingar: www.kms.is Öryggi í samskiptum -námskeið við félagsfælni steinn úr djúpinu Steinn Kárason og gestir Páll Rósinkrans, Haukur Hauksson, Íris Guðmundsdóttir, Guðmundur F Benediktsson, Hreindís Ylva Holm Söluaðilar: BRETLAND Lítill kínverskur post- ulínsvasi frá 18. öld var sleginn nýjum eiganda fyrir 43 milljónir punda á miðvikudag, eða 7,8 millj- arða íslenskra króna. Um heims- met er að ræða fyrir kínverskan forngrip af þessu tagi. Kaupandi vasans er óþekktur. „Eigendurnir höfðu ekki hug- mynd um að vasinn væri einhvers virði“, er haft eftir Helen Porter, forsvarsmanni Bainbridge upp- boðsfyrirtækisins, sem fær 1,5 milljarða króna að auki fyrir sína aðkomu að málinu. Vasinn, sem er fjörutíu senti- metrar á hæð, fannst í heimahúsi í norðurhluta Lundúnaborgar þegar eigendurnir, systkini sem ekki vilja láta nafns síns getið, voru að ganga frá eigum foreldra sinna, en þau erfðu vasann ásamt öðrum eigum þeirra. Söluverðið var tölu- vert yfir mati uppboðs- fyrirtækisins. Vonir stóðu til þess að salan myndi skila 160 til 200 milljón- um króna. Ekkert er vitað um hvern- ig vasinn endaði á háalofti verkamannafjölskyldu í Bretlandi, en talið er að hann hafi verið fluttur frá Kína um 1860. Vasanum er lýst sem ein- stöku meistaraverki sem beri handverksmanni sínum fag- urt vitni. Vasinn er frá tíma keisarans Qianlong en hann ríkti í Kína á árun- um 1735 til 1796. - shá Kínverskur postulínsvasi fannst á háalofti og reyndist drjúg búbót: Vasi sleginn á átta milljarða MILLJARÐA VIRÐI Upphafs- boð var 500 þúsund pund en vasinn var sleginn á 43 milljónir punda eftir hálftíma „slagsmál“ um dýrgripinn. KÖNNUN Um þriðjungur þeirra sem afstöðu tóku í könnun telja utan- þingsstjórn ákjósanlegasta ríkis- stjórnarkostinn miðað við núver- andi kringumstæður. Aðeins rúmur fimmtungur telur sitjandi ríkis- stjórn besta kostinn. Alls sögðust 33,7 prósent þeirra sem þátt tóku í könnun MMR vilja utanþingsstjórn, en 21,7 pró- sent núverandi ríkisstjórn áfram. Svipaður fjöldi, 21,1 prósent, vill samstjórn allra flokka sem eru á Alþingi. Alls sögðust 16,0 prósent vilja nýja ríkisstjórn undir forystu ann- arra flokka en þeirra sem nú sitja í stjórn. Þá sögðust 7,5 prósent vilja að fleiri flokkar komi að núverandi stjórnarsamstarfi. Í tilkynningu frá MMR er bent á að samtals 50,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilji að núver- andi stjórnarflokkar komi áfram að stjórn landsins með einhverjum hætti. Könnunin var gerð dagana 3. til 5. nóvember. Svarendur voru á aldrin- um 18 til 67 ára, valdir af handahófi. Alls svöruðu 813 könnuninni, þar af tóku 82 prósent afstöðu til spurning- arinnar. - bj Aðeins fimmtungur vill að ríkisstjórnin starfi áfram óbreytt samkvæmt könnun: Um þriðjungur vill utanþingsstjórn LÖGREGLUMÁL „Það er ólýsanlegt þrekvirki að ná hrossunum út úr brennandi hesthúsinu,“ segir Þorlákur Sveinsson, sonur Sveins Inga Grímssonar sem átti hest- húsið í Mosfellsbæ sem varð eldi að bráð í fyrrakvöld. Í húsinu voru þrír vel ættað- ir stóðhestar, tveir reiðhestar, 1. verðlauna hryssa og tvö folöld. Ljóst er að mikil verðmæti voru í hrossunum sem tókst með snar- ræði að bjarga á síðustu stundu. Þrír menn komu að björgun- inni, Gunnar Valsson, kunningi eiganda hesthússins, og tveir lögreglumenn. Þegar þeir komu að hesthúsinu um ellefu leyt- ið í fyrrakvöld var húsið læst, þannig að þeir urðu að brjótast inn í það. „Inni var mikill reykur, svartamyrkur og eldur logandi í vegg milli hesthúsanna,“ lýsir Gunnar aðkomunni. „Hrossin voru prjónandi inni og reyndu að komast út úr stíunum. Um leið og við vorum búnir að koma þeim út í gerði gaus eldurinn upp. Allt gerðist þetta hratt. Það var eins við hefðum átt að vera þarna nákvæmlega á þessum tíma. Þetta gekk eins og í lygasögu.“ Gunnar vissi ekki af folöldun- um í hlöðunni, en kveðst hafa kallað til lögreglumannanna og beðið þá um að kíkja inn í hana. Þá hefði komið í ljós að tvö folöld hefðu verið þar í stíu. Lögreglu- mennirnir gengu í að bjarga þeim út. Gunnar hrósar mönnunum mjög fyrir framgöngu þeirra við að bjarga hrossunum úr eldinum. „Þeir voru algjörir snillingar þessir lögreglumenn,“ segir hann. Svo mikill var reykurinn að mennirnir þrír urðu að þreifa eftir klinkunum til að geta opnað stíurn- ar. Eldur snarkaði í gólfi kaffistofu fyrir ofan þá. „Svo þurftum við að slá hrossin niður því þau prjónuðu alltaf upp á milligerðin,“ útskýrir Gunnar og segir mennina varla hafa greint hver annan í mekkinum. Þegar hrossunum hafði verið komið út fóru Gunnar og lögreglu- mennirnir inn í öll hús í lengjunni til að athuga hvort hross væru í fleiri húsum. Svo reyndist ekki vera. Mennirnir þrír fóru á slysadeild að björgunarafrekinu loknu. Gunn- ar kveðst hafa fengið reykeitrun, en sé orðinn góður. „En það var fyrst á slysadeildinni sem við sáum hver framan í annan,“ segir hann og er ánægður með björgunarstörf- in. jss@frettabladid.is Þrekvirki að bjarga hrossum úr eldinum „Ólýsanlegt þrekvirki,“ segir sonur eiganda hesthúss um framgöngu þriggja manna sem björguðu átta hrossum úr eldi í fyrrakvöld. Mennirnir þurftu að þreifa sig áfram inni í logandi hesthúsinu og enduðu kvöldið á slysadeildinni. BRRENNANDI HESTHÚSIÐ Þrír menn börðust við að bjarga hrossunum í reykmekki og myrkri. Þegar búið var að koma þeim út í gerði gaus eldurinn upp af miklum krafti og húsið varð alelda á svipstundu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANIEL LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í ljósmyndabúðina Pedromyndir á Akureyri í gærmorgun. Þjófarnir höfðu á brott með sér fjölda Canon Eos myndavéla og skiptimynt upp á 40 þúsund úr búðarkassanum. Þórhallur Jónsson, eigandi Pedromynda, segir þjófana hafa spennt upp hurðina baka til og komist þannig inn í verslunina. Engar öryggismyndavélar eru á staðnum og ekkert þjófavarnar- kerfi, en Þórhallur segir þó að því verði breytt hið snarasta. Tjónið er um 5 milljónir króna. - sv Innbrot á Akureyri: Milljóna tjón í ljósmyndabúð Ákjósanlegasti ríkisstjórnarkosturinn 21,7% Núverandi ríkisstjórn 7,5% Fleiri flokkar komi að sitjandi ríkisstjórn 16,0% Ný ríkisstjórn undir forystu annarra flokka en nú sitja í ríkisstjórn 33,7% Utanþingsstjórn 21,1% Samstjórn allra flokka á Alþingi Hver af eftirfarandi möguleik- um telur þú að sé ákjósanleg- asti ríkisstjórnarkosturinn miðað við núverandi kringumstæður? Heimild: MMR Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Hugnast þér vegatollar á þjóð- vegum að höfuðborgarsvæðinu? Já 24% Nei 76% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt ákvörðun að hætta við að reisa samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.