Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 12
 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Feðradagurinn er haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvember á hverju ári, nákvæmlega hálfu ári á eftir mæðradeginum. Veltu fyrir þér ábyrgð, siðgæði, uppeldi og fyrirmyndum. Hugsaðu um réttindi barna til föður síns og skyldur föðurins gagnvart börnunum. Allar götur síðan 1910 hefur feðra- dagurinn verið haldinn hátíðlegur, fyrst í Bandaríkjunum, þar sem hann varð viður- kenndur hátíðardagur árið 1972. Svíar héldu daginn hátíðlegan frá 1931 og Danir frá 1935. Gerðu pabba þínum dagamun og helltu upp á hressandi BKI kaffi. Fáðu þér ilmandi bolla af BKI kaffi og fagnaðu feðradeginum á Íslandi. Njóttu dagsins. Gríptu tækifærið, fáðu þér BKI kaffi. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Feðradagurinn er á morgun! Fagnaðu feðradeginum með BKI kaffi Feðradagurinn er á morgun Kauptu BKI fyrir feðradaginn Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu gott kaff i í dag á góðu verði Einnig til 250 gr á ennþá betra ver ði á meðan birgðir endast „Ég er nokkuð viss um að íslensk stjórnvöld hafi vitað af þessu,“ segir Luis E. Arreaga, sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi, þegar hann er spurður hvort íslensk stjórnvöld hafi verið upp- lýst um allar þær ráðstafanir sem bandaríska sendiráðið hefur gert í öryggismálum, meðal annars hið umdeilda eftirlit með nánasta nágrenni sendiráðsins. „Eðlilega get ég ekki farið út í smáatriði, en við höfum alltaf rætt þessi mál við íslensk stjórnvöld,“ segir hann. „Hins vegar gerist það oft, þegar rætt er við fólk í ein- hverjum hluta stjórnsýslunnar, að þá veit annar hluti stjórnsýslunn- ar kannski ekki af því. Ég held að við þurfum núna að taka tíma í að ræða þetta tiltekna mál nánar.“ Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg hefur á liðnum árum sætt gagnrýni fyrir öryggisráð- stafanir, sem hafa þótt fyrirferð- armiklar og valdið nágrönnum sendiráðsins óþægindum. Til að mynda hafa nágrannar krafist þess að hindranir á gangstétt og götu fyrir framan sendiráðið verði fjarlægðar. „Við erum sjálf ekkert ánægð með þessari hindranir heldur. Ef við ættum val þá myndum við ekki hafa neinar hindranir og enga öryggisverði. Því miður hafa aðstæður undanfarna áratugi gert okkur nauðbeygð til að taka örygg- ismálin alvarlega. Ég veit að stund- um mistúlkar fólk það sem við gerum og telur það fjandsamlegt, en allt slíkt er fjarri okkur. Við reynum eins og við getum að lág- marka allt rask fyrir nágrennið.“ Til greina kemur að flytja Hann segir að til greina hafi komið að flytja sendiráðið í hentugra hús- næði til þess að valda nágrönnum ekki ónæði. „Þetta er eitt af því sem alltaf kemur til álita.“ Nýlega bárust fréttir af því að sendiráð Bandaríkjanna hafi haft samband við lögreglu þegar maður stóð beint fyrir framan dyr sendiráðsins með skilti, sem á stóð „Friður“. Lögregla fjarlægði manninn af vettvangi. „Auðvitað höfum við ekkert á móti því að fólk segi hug sinn. Það segir sig sjálft. Við reynum hins vegar að tryggja að fólk sem kemur í sendiráðið eða fer frá sendiráð- inu geti gert það án þess að telja sér ógnað á neinn hátt eða telji sér ekki óhætt að koma í sendiráðið. Ef þessi einstaklingur hefur verið fjarlægður þá hefur það nákvæm- lega ekkert með skoðanir hans að gera.“ Hann segist ekki líta svo á að vægi samskipta Íslands og Banda- ríkjanna hafi minnkað eftir að bandaríska herliðið hér á landi var kallað heim. Samstarf um nýtingu jarðhita skipti bæði löndin miklu máli og meira að segja telur hann samstarf í öryggismálum enn vera mikilvægt. „Í öryggismálum hafa aðstæður allar breyst mjög. Kalda stríðinu er lokið og það sem krafðist nær- veru okkar hér er ekki lengur fyrir hendi. Það þýðir ekki að öryggis- mál séu ekki partur af samstarfi okkar heldur eru þau einn helsti kjarninn i þeim.“ Samstarfið í öryggismálum snýst nú um netöryggi, alþjóðlega glæpastarfsemi, peningaþvætti og annað sem lítil áhersla var áður lögð á. „Við tökum líka tvíhliða varnarsamning okkar við Ísland enn mjög alvarlega. Hann hefur verið í gildi í áratugum saman og er enn í fullu gildi.“ Athyglin hefur í auknum mæli beinst að norðurslóðum og opnun siglingaleiða yfir Norðurskautið. „Þarna opnast nýir samstarfs- möguleikar landanna á mjög víð- tæku sviði. Stefna Bandaríkja- stjórnar er í þessum efnum mjög svipuð stefnu Íslands. Við sjáum að bráðnun hafíss opnar mögu- leika fyrir skipaferðir og aðgang að náttúruauðlindum. Mikilvægast er að vinna náið með öðrum lönd- um, sérstaklega Íslandi og öðrum löndum sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu, og tryggja að allt sem við gerum, til dæmis í sam- bandi við náttúruauðlindir, sé gert af fullri ábyrgð.“ Arreaga er hagfræðimenntað- ur og fylgist af áhuga með þróun mála eftir efnahagshrunið hér á landi fyrir tveimur árum. „Það sem gerðist hér og það sem gerðist í Bandaríkjunum er að mörgu leyti líkt. Við lentum líka í fjármálahruni. Bandaríkjastjórn þurfti að grípa inn í til að koma í veg fyrir algjört hrun banka- kerfisins. Við erum enn að tak- ast á við afleiðingarnar. Það hafa verið sett lög og þið eruð að gera nákvæmlega það sama. Þið eruð að gera umbætur á bankakerfinu og íslenska þjóðin hefur þurft að færa fórnir.“ Íslensk stjórnvöld upplýst um eftirlit FRÉTTAVIÐTAL: Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Luis E. Arreaga, nýr sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi, segir íslensk stjórnvöld jafn- an hafa verið upplýst um öryggisráðstafanir sendiráðsins. Hann segir margt líkt með fjármála- hruninu hér og vestra. Luiz E. Arriega er fæddur og uppalinn í Gvatemala. Faðir hans vann á bíla- sölu og móðir hans var grunnskólakennari. Hann flutti átján ára til Banda- ríkjanna, fyrst sem skiptinemi og fór að læra hagfræði, en ílentist eins og margir. „Ég varð svo heillaður af Bandaríkjunum. Ef maður lætur sig dreyma um eitthvað þá er hægt að láta þá drauma rætast í Bandaríkjunum,“ segir hann. Hann gekk ungur til liðs við utanríkisþjónustuna og hefur starfað víða um heim, meðal annars í El Salvador þegar þar ríkti borgarastyrjöld og í Perú þegar skæruliðasamtökin Skínandi stígur og Tupac Amaro létu hvað mest til sín taka þar með bílsprengjum, mannránum og morðum. Hann starfaði í Genf þegar fjöldamorðin í Rúanda voru framin og fékk það hlutverk að samhæfa viðbrögðin, og heimsótti þá bæði Rúanda og nágrannalöndin Búrúndí, Tansaníu og Saír, sem nú heitir Lýðræðislega lýðveldið Kongó. „Þetta voru erfiðir tímar, en um leið mjög gefandi, því mér tókst að leggja mitt af mörkum til að útvega fólki í mikilli neyð aðstoð.“ Hann hefur ekki gegnt sendiherrastöðu fyrr, en hyggst gera sér far um að kynnast íslensku þjóðinni, meðal annars með því að læra tungumálið eins vel og kostur er. Innflytjandi í Bandaríkjunum LUIS E. ARREAGA Tók við sendiherrastöðu Bandaríkjanna á Íslandi síðastliðið vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.