Fréttablaðið - 13.11.2010, Side 18

Fréttablaðið - 13.11.2010, Side 18
18 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Eftir bankahrunið hefur fjöldi fólks misst heimili sín eða er við það að missa þau vegna óyfir- stíganlegrar greiðslubyrði sem fall krónunnar og aukin verðbólga hafa orsakað. Þörfin fyrir leigumarkað hefur því aukist til muna og í mörg- um tilfellum er ekki hægt að vænta þess að fólk ráði við að greiða mark- aðsverð á húsaleigu. Leigumarkaðurinn á Íslandi er að mörgu leyti vanþróaður og óskipu- lagður og ekki er hugað nógu vel að málefnum leigjenda, enda er hlut- fall þeirra sem eiga eigið húsnæði mjög hátt. Víða erlendis, t.d. í Dan- mörku, er málum öðruvísi háttað og margir kjósa að leigja allt sitt líf í stað þess að fjárfesta í fasteign. Almennar leiguíbúðir (Almene boliger) í Danmörku eru nokkurs konar félagslegar leiguíbúðir í eigu leigufélaga eða leigufyrirtækja. Byggingarkostnaður við þær er fjármagnaður með styrk frá sveit- arfélögunum (14%), í gegnum íbúða- lánasjóði (84%) og af tryggingarfé frá leigjendum (2%). Sveitarfélögin ábyrgjast íbúðalán umfram 65% og fá á móti ráðstöfunarrétt yfir 25% af íbúðunum til félagslegs húsnæð- is. Í öllum sveitarfélögum í Dan- mörku eru almennar íbúðir ætl- aðar öllum, en sérstaklega þeim sem ekki ráða við að greiða mark- aðsleigu. Húsaleigan skal einungis fjármagna afborganir lána og við- haldskostnað leiguhúsnæðisins. Það þýðir að ekkert félag eða fyrirtæki má hagnast á útleigu íbúðanna. Þar ríkir íbúalýðræði, sem þýðir að íbú- arnir ákveða sjálfir hvaða viðhald eða betrumbætur skal farið í hverju sinni. Húsaleiga hækkar því einung- is í takt við það. Almenna leigukerfið hefur það markmið að tryggja framboð af húsnæði fyrir fólk í mismunandi tekjuhópum á viðráðanlegu leigu- verði. Kerfið gefur líka lágtekju- fólki möguleika á að setjast að á svæðum þar sem mikil eftirspurn er eftir húsnæði. Því má segja að almenna leigukerfið sé hornsteinn í lausn á félagslegum hús- næðisvanda dansks sam- félags. Það er þó aðeins lausn ef íbúarnir eru blanda af efnalitlum og efnasterkum fjölskyld- um. Þegar flutt er í almenna leiguíbúð greiðist trygg- ing sem samsvarar 3 mán- aða húsaleigu. Hafi leigj- andi ekki efni á henni er hægt að fá lán hjá sveit- arfélaginu sem þarf fyrst að greiða af eftir 5 ár, ef tekjur eru undir ákveðnu viðmiði. Mjög misjafnt er hve langur biðlisti er eftir húsnæði en hægt er að skrá sig á biðlista frá 15 ára aldri. Einungis er hægt að rifta leigusamningi ef um vanefnd- ir á samningi með ákveðnum hætti er að ræða, til dæmis síendurtekið ónæði, skemmdir á húsnæðinu eða vanskil á leigu. Samkvæmt húsaleigulögum á Íslandi er aðilum frjálst að semja um upphæð leigunnar og því er í raun ekkert þak á upphæðinni. Algengt er að samið sé um að leiga breytist í takt við vísitöluhækkan- ir. Húsaleiga er í mörg- um tilfellum svo há að ákveðnir hópar í sam- félaginu ráða ekki leng- ur við að greiða hana og oft ekki í neinu samræmi við uppfærslukostn- að, viðhald og ávöxtun eignarinnar. Sjá má að þrátt fyrir umtalsverða aukningu leiguhúsnæðis frá bankahruninu helst leiguverð ennþá mjög hátt. Leiguverð á Íslandi þarfnast einfaldlega aðhalds. Í Danmörku er sér- stök nefnd sem metur hvað geti talist eðlilegt og sanngjarnt húsa- leiguverð, þar sem ekkert félag eða fyrirtæki má hagnast á útleigunni. Með þessu er spornað við óeðlilega hárri húsaleigu. Nefndin getur úrskurðað að leigusali skuli lækka leigu og endurgreiða ofgreidda leigu ef það á við. Með þessu er gripið fyrir hendur markaðarins, en ástandið í íslensku samfélagi er þannig að það er nauðsynlegt. Almenn niðurfærsla lána er of kostnaðarsöm og leysir ekki vanda þeirra verst stöddu. Lagt hefur verið til að Íbúðalánasjóður megi selja yfirteknar íbúðir á kaupleigu til 3 ára. Eftir 3 ár býðst leigjanda að kaupa íbúðina og leiga síðustu þriggja ára gengur upp í kaupverð- ið. Hugmyndin er ekki slæm, en hér er ekki gert ráð fyrir því að leigu- verði sé stillt í hóf. Ef fólk vill ekki eða ræður ekki við að kaupa hús- næðið eftir 3 ár er frumvarpið ein- ungis skammtímalausn á húsnæðis- vanda þeirra verst stöddu. Almenna leigukerfið í Dan- mörku gæti hins vegar verið betri lausn fyrir ríkið til að ráða fram úr vanda skuldsettra heimila, svo ekki sé talað um Íbúðalánasjóðs. Þannig gæti ríkið yfirtekið fjölbýlishús og breytt þeim í almennar íbúðir á við- ráðanlegu leiguverði. Á þann hátt væri verið að skapa öryggisnet fyrir fjölskyldur sem ekki ráða við skuldbindingar sínar og eru búnar að missa heimili sín eða eru á barmi þess. Leigumark- aðurinn á Íslandi er að mörgu leyti vanþróaður og óskipu- lagður Mennta- og menningarmálaráð-herra hefur í þremur greinum í Fréttablaðinu kynnt nýja stefnu í háskólamálum og í frumvarpi til fjárlaga, þar sem frekari niður- skurður í fjármögnun háskóla er boðaður ásamt breytingum á reikni- líkani sem notað er til að skipta fjár- veitingum milli háskólanna, kemur einnig fram ákveðin stefna. Af sumu sem hefur verið ritað í kjöl- farið mætti ætla að nú eigi að flytja fé í stórum stíl úr „hörðum“ grein- um yfir í „mjúkar“ og að þetta muni draga úr samkeppnishæfni þjóðar- innar og valda samfélaginu varan- legu tjóni. Kennsluframlög til háskólanna eru reiknuð út miðað við áætlað- an fjölda nemenda á fræðasviðum háskólanna og hvað hver nemandi er talinn kosta á einu ári að meðaltali. Nú er augljóslega misdýrt að mennta nemendur eftir því í hvaða námi þeir eru og þeir eru því flokkaði í mis- háa reikniflokka. Þannig er ódýrara að halda úti námi sem byggist nær eingöngu á fyrirlestrum sem marg- ir nemendur geta sótt í einu en námi sem byggist á verkefnavinnu, þjálf- un á rannsóknastofu eða vettvangi eða námi sem mjög fáir nemendur stunda, að ekki sé talað um listnám sem fer jafnvel fram í einkatímum. Tækjakostur og aðbúnaður er auð- vitað misdýr en munur á kostnaði skýrist að miklu leyti af eðli kennsl- unnar og hópastærð. Tannlæknanám er í dýrasta reikniflokki vegna þess að þar eru einungis teknir inn örfáir nemendur á hverju ári. Nám í hugvísindum og félagsvís- indum er metið langódýrast og það hefur lengi verið vitað að lægsti reikniflokkurinn er of lágur. Hann virkar þar sem hægt er að kenna í stórum hópum en nám á þessum sviðum fer alls ekki allt þannig fram. Vandamálið hefur verið sérstaklega áberandi í hugvísindum þar sem eru margar mikilvægar námsgreinar með fáum nemendum, sérstaklega í tungumálum. Kennsluaðferðir hafa líka þróast á undanförnum árum og á seinni stigum náms er meira gert úr verkefnavinnu, málstofum og öðru sem skilar mun betri árangri en fyrirlestrar en getur ekki farið fram í stórum hópum. Reikniflokk- arnir hafa ekki fylgt þessari þróun eftir. Af þessum sökum þurftu hug- vísindin við Háskóla Íslands þegar árin fyrir hrun að hagræða mjög í rekstri. Endurskoðun á vægi reikni- flokka var því nauðsynleg en er von- andi bara fyrsta skref í stærri end- urskoðun á reiknilíkaninu þar sem kennslufyrirkomulag á öllum fræða- sviðum verður skoðað. Síðustu daga hefur mikið verið gert úr breyttum áherslum í háskóla- málum sem koma fram í leiðréttu reiknilíkani, þar sem lægsti flokk- urinn hækkar hlutfallslega (þó hann lækki í krónutölu) en hærri flokk- arnir lækka til að mæta mismun- inum (fyrir utan hjúkrunarfræðina sem er eini flokkurinn sem hækk- ar). Kennarar í Raunvísindadeild Háskóla Íslands mótmæla þessum breytingum, málið fær talsverða umfjöllun í utandagskrárumræðu um háskólamál á Alþingi 18. október sl. og í nokkrum aðsendum greinum í Fréttablaðinu hefur breytingunum verið mótmælt. Mótmælin byggjast á þeirri skoðun að með þessu sé verið að grafa undan nýsköpun og þekk- ingariðnaði í landinu og þar með draga úr samkeppnishæfni þjóðar- innar. Nú er engin ástæða til að efast um mikilvægi raunvísinda, verkfræði og tæknigreina en vert að benda á að án öflugs háskólanáms og rannsókna í hugvísindum verður samfélagið ekki bara menningarlega fábreyttara heldur mun það líka draga úr hæfni okkar til nýsköpunar og gera hana fátæklegri. Við þurfum fólk með góða þekkingu á erlendum tungu- málum og þjóðum meira en nokkru sinni fyrr til að styrkja okkur í sam- félagi þjóðanna sem og þekkingu á menningu okkar og sögu, m.a. til að menningartengd ferðaþjónusta – sem er einn af vaxtasprotunum í atvinnulífi Íslands – velti sér ekki upp úr yfirborðsmennsku og tómu sjálfshóli. Við þurfum umfram allt fólk sem kann að lesa, túlka og gagnrýna til að við komumst áfram á styrkari grunni en við byggðum á síðastliðin ár. Til að þetta verði þarf öflugt nám og rannsóknir í hugvís- indum. Enn um styrk fræðasviða og mikilvægi hugvísinda Háskólastarf Eiríkur Smári Sigurðarson rannsóknastjóri á Hugvísindasviði HÍ Við þurfum fólk með góða þekkingu á erlendum tungumálum og þjóðum meira en nokkru sinni fyrr. Að leigja eða eiga – jöfnum réttinn Húsnæðismál Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Hilmar Ögmundsson hagfræðingur BSRBv Kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 Kjörstaðir Kjörstaðir í Reykjavík við kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember nk. verða sem hér segir: Reykjavíkurkjördæmi suður: Reykjavíkurkjördæmi norður: Hagaskóli Ráðhús Hlíðaskóli Kjarvalsstaðir Breiðagerðisskóli Laugardalshöll Ölduselsskóli Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi Íþróttamiðstöðin Austurbergi Borgaskóli Árbæjarskóli Ingunnarskóli Ingunnarskóli Klébergsskóli Kjörfundur hefst laugardaginn 27. nóvember kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður munu á kjördag hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á kjördag verður símanúmer yfirkjörstjórnar suður 411 4920 og yfirkjörstjórnar norður 411 4910. Kjörskrá Kjörskrá í Reykjavík vegna kosninga til stjórnlagaþings mun liggja frammi í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 17. nóvember nk. fram á kjördag. Einnig er hægt að slá inn kennitölu á www.kosning.is og fá upp- lýsingar um hvar viðkomandi á að kjósa. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum vegna kjörskrár í Reykjavík skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Borgarstjórinn í Reykjavík Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður AF NETINU Tvíeggja persónukjör Til viðbótar við að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu, virkja beint lýð- ræði með aukinni notkun þjóðaratkvæðagreiðslna, semja alhliða borgara- lega réttindaskrá og lækka kosningaaldurinn í sextán myndi ég vilja skoða það að viðhafa persónukjör í einhverri mynd í þingkosningum. Margar útfærslur koma til greina í þeim efnum. En vandinn sem við er að etja er einkum sá að völd hafa smám saman en jafnt og þétt safnast að stjórnmálaflokkunum, sér í lagi að fjórflokknum sem öllu ræður í íslenskum stjórnmálum. Vísir.is Eiríkur Bergmann Einarsson Skuldsetning framtíðarinnar Það er ólíðandi að hið opinbera geti skuldsett framtíðarkynslóðir án þess að brýn nauðsyn standi til. Ég held að það sé orðið tímabært að taka til fullrar skoðunar hvort ekki sé orðið nauðsynlegt að binda hendur fjárveit- ingarvaldsins í stjórnarskrá. Hugmyndin sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort ekki sé hægt að koma sér saman um reglu sem kæmi í veg fyrir óþarfa skuldsetningu án þess að binda hendur fjárveitingarvaldsins um of. Það væri til að mynda hægt að hugsa sér að skuldsetning yfir ákveðnu hlut- falli þjóðarframleiðslu yrði einungis heimil ef brýna nauðsyn bæri til í þágu allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða að almannahagsmunir þess krefðust. Að auki væri hægt að hugsa sér að til þyrfti aukinn meirihluta Alþingis til samþykktar á skuldsetningu sem færi yfir tiltekið (hærra) hámark þjóðar- framleiðslu ársins, eða áranna, á undan. Vísir.is Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson Fréttamenn sofa hér og þar Hafi Jóni Bjarnasyni verið hótað ráðherramissi, á hann að segja það sjálfur. Einskis virði eru fullyrðingar Ásmundar Daða Einarssonar um það. Hann sagði einu sinni, að sér hefði verið hótað í símboðum, en gat þó ekki sýnt boðin. Fjölmiðlar lepja vænisýki hans, tala ekki við Jón. Minnir á frétt sjón- varps um bóndann, sem var hissa á sæg geisladiska í vegköntum. Frétta- maðurinn kunni ekki fagið, aflaði ekki upplýsinga um, hvaða músík væri þar. Eiríkur Jónsson er eitt bezta fréttanef landsins og vakti athygli á þessu. Fórn- ardýr tónlistar vilja sjá lista yfir tíu efstu í brottkasti tónlistar á vegköntum. Jonas.is Jónas Kristjánsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.