Fréttablaðið - 13.11.2010, Side 22

Fréttablaðið - 13.11.2010, Side 22
22 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbún- aðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnu- líf. Skynsamleg og sjálfbær nýt- ing auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands. Efasemdarmenn í Evrópumál- unum hafa fullyrt að aðild að Evr- ópusambandinu fæli í sér afsal auðlinda, og að forræði yfir eigin auðlindum myndi færast til Brus- sel. Ekkert er fjarri sanni. Af hverju fullyrði ég það? Í fyrsta lagi eru lög Evrópusambandsins einkar skýr þegar kemur að auð- lindum. Þar segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna. Þetta var undirstrikað í skriflegri yfirlýsingu sem Ísland lagði fram við upphaf samningaviðræðnanna í júlí sl. Þar segir orðrétt: „ESB getur ekki undir neinum kring- umstæðum ákvarðað eignarhald á þessum auðlindum eða nýtingu þeirra umfram það sem er kveðið á um í umhverfisverndarreglum á hverjum tíma.“ Þetta er óumdeil- anleg staðreynd og allt tal um afsal orku- eða vatnsauðlinda því orðin tóm. Í öðru lagi þarf einungis að líta til reynslu annarra ríkja sem geng- ið hafa í ESB. Misstu Finnar yfir- ráðin yfir sinni miklu náttúru- auðlind, skógunum? Nei. Misstu Bretar eða Hollendingar yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norð- ursjó? Nei. Hefur ESB sölsað undir sig jarðvarmaauðlindir Ítala, Ung- verja og Þjóðverja? Enn er svar- ið nei. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp orð græningjans og Evrópuþingmannsins Evu Joly, sem sagði afdráttarlaust að regl- ur Evrópusambandsins tryggðu Íslendingum auðlindir sínar. Staðreyndin er sú að það er vita- skuld ekki markmið Evrópusam- bandsins að sölsa undir sig auðlind- ir Íslands, eða aðildarríkja sinna, og koma íbúum þeirra á vonarvöl. Evrópusamvinnan grundvallast á sameiginlegum hagsmunum, en ekki því að hinir sterku hafi hina veiku undir í baráttu um auðlind- ir. Kenningin um að Ísland sé í umsátri Evrópusambandsins á ekki við rök að styðjast, og gildir einu hversu oft hún er endurtekin. Ísland hefur meiri sérstöðu í sjávarútvegi en nokkur Evrópu- þjóð. Hún felst meðal annars í afar þungu efnahagslegu mikil- vægi greinarinnar fyrir Ísland, og þeirri staðreynd að efnahagslög- saga okkar liggur ekki að lögsögu neins af ríkjum Evrópusambands- ins. Á grundvelli sérstöðunnar mun samningasveit okkar leggja höfuðáherslu á að hagsmunir Íslendinga sem sjávarútvegsþjóðar verði í gadda slegnir í aðildarvið- ræðunum. Efalítið verða samning- arnir um sjó erfiðastir. Menn ættu þá ekki að gleyma, að af Íslands hálfu fer saman traustur faglegur undirbúningur og festa þjóðar sem hefur gríðarmikla reynslu af erfið- um fiskveiðisamningum. Gleymum því heldur ekki að Evrópusambandið hefur í fyrri stækkunarlotum sýnt vilja í verki til að koma til móts við sérstöðu nýrra aðildarríkja. Sambandið hefur nálgast þau með því sem Stefán Fule stækkunarstjóri lýsti fyrir skömmu í Fréttablaðinu sem „opnum huga og jákvæðni að lausnum …“ Í því samhengi er rétt að minna sérstaklega á þau orð stækkunarstjórans af sama til- efni, að Evrópusambandið myndi „… taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga“. Evrópusamvinnan grundvallast á sameiginleg- um hagsmunum, en ekki því að hinir sterku hafi hina veiku undir í baráttu um auðlindir Í fjölmiðlaumræðu að undanförnu hafa kaup Frumherja og rekst- ur á orkumælum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur verið gerð tortryggi- leg. Í því ljósi er rétt að fara yfir tildrög þess að Frumherji gerði tilboð í kaup og rekstur orkumæl- anna á sínum tíma. Samningar þeir sem gerðir hafa verið um prófun og skráningu mælanna voru gerð- ir áður en núverandi eigendur eign- uðust Frumherja. Á árinu 2000 var tekin sú ákvörð- un hjá Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða út sölu á svokölluðum mæla- prófunarstofum Orkuveitunnar. Samhliða var ákveðið að bjóða út samning um prófun og skráningu mæla og loks var ákveðið að selja allan mælaflota Orkuveitunnar til óháðs aðila sem jafnframt átti að sjá um þjónustu og viðhald mæl- anna. Með því að flytja ábyrgð á orku- mælingum alfarið til óháðs aðila taldi Orkuveitan sig loks geta upp- fyllt allar kröfur sem fram komu í lögum um mál, vog og faggildingu (nr.100/1992) um hlutleysi mælinga. Þá fullyrtu stjórnendur Orkuveit- unnar á þessum tíma að í verkefn- inu fælist sparnaður fyrir Orku- veituna. Verkefnið var í kjölfarið boðið út. Allmargir aðilar tóku þátt í útboð- inu en Frumherji bauð lægsta verðið í þjónustuna og hæsta verð- ið fyrir mæla Orkuveitunnar. Frá árinu 2001 hefur því verið í gildi samningur á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Frumherji tekur að sér umsýslu mæla veitunnar á líftíma þeirra frá innkaupum til förgunar. Fyrir hinn almenna notanda hafði samn- ingurinn enga breytingu í för með sér enda samskipti hans vegna mælanna áfram alfarið við Orku- veituna. Stór hluti starfsmanna Orku- veitunnar sem störfuðu við próf- anir, viðgerðir, lagerhald og mæla- vinnu hjá Orkuveitunni réð sig til Frumherja eftir breytinguna. Þeir sem ekki eru hættir vegna ald- urs starfa þar flestir enn. Nokk- ur smærri veitufyrirtæki hafa á undanförnum árum fetað í fótspor Orkuveitunnar og nýtt sér þjónustu Frumherja við orkumælingar með það m.a. að markmiði að uppfylla ákvæði laga. Orkuveitan bauð verkefnið út að nýju snemma árs 2007. Þrír aðilar buðu nú í verkið og aftur átti Frum- herji lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 70% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru 50-100% hærri en tilboð Frumherja. Eins og áður sagði áttu bæði þessi útboð sér stað áður en núver- andi eigendur félagsins keyptu það í kjölfar sölumeðferðar hjá Glitni árið 2007. Því má bæta við að hingað til hafa núverandi eig- endur Frumherja ekki tekið arð út úr félaginu og þ.a.l. ekki haft fjár- hagslegan ávinning af Orkuveitu- verkefninu eða annarri starfsemi fyrirtækisins. Þegar fjallað er um rekstur er mikilvægt að horft sé til jafns á rekstrartekjur og rekstrargjöld. Það hefur ekki verið gert í umfjöll- un fjölmiðla um verkefnið upp á síðkastið. Á móti þeim tekjum sem Frumherji hefur af verkefninu þarf fyrirtækið vitanlega að standa straum af rekstrargjöldum. T.d. starfa 12-13 tæknimenn við verkefnið á ársgrundvelli við upp- setningu og niðurtektir mæla og aðra umsýslu. Þá er líftími mæl- anna skilgreindur í opinberum reglum og endurnýjunarþörf mæla- safns Frumherja er mörg þúsund mælar á ári. Fyrirtækið kaupir því á hverju ári mæla erlendis frá fyrir marga tugi milljóna króna og setur upp hjá neytendum. Upphaflegt kaupverð mælanna endurspegl- ar því einungis lítinn hluta þeirra fjármuna sem Frumherji kostar til verkefnisins á samningstímanum. Hjá Frumherja starfa á annað hundrað einstaklinga um allt land á hinum ýmsu sviðum eftirlits, mælana og prófana. Þeir hafa með störfum sínum og faglegri nálg- un í gegnum árin áunnið sér verð- skuldað traust viðskiptavina fyrir- tækisins. Í ljósi þess er fyrirtækinu mikilvægt að fjallað sé um verk- efni þess af þekkingu og sanngirni í fjölmiðlum. Þjónusta Frumherja við OR Orkuveita R .víkur Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri Frumhverja “… tillit til sérstöðu Íslands og væntinga …“ Ísland og ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Það eru slæmar fréttir að fyrir-huguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hug- mynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkur- flugvelli. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum aukalegum skatti á áfengi og tóbak sem selt er í Fríhöfninni. Samkvæmt fréttum treysta stjórnendur Flugstöðvar- innar sér ekki til að setja fyrirhug- aðan skatt á áfengi og tóbak í Frí- höfninni af samkeppnisástæðum. Í staðinn eru þeir með hugmyndir um að ná í tilskyldar viðbótartekj- ur með því að hækka gjöld fyrir aðra þjónustu sem ekki er í sam- keppni, svo sem lendingar- og far- þegagjöld. En hvar á þetta að stoppa? Hvað ætla menn að gera ef Ísland gengur í Evrópusambandið, þar sem toll- frjáls sala verður bönnuð. Við það yrði Fríhöfnin væntanlega af tölu- verðum tekjum. Megum við búast við stórum hækkunum á þjónustu Keflavíkurflugvallar vegna þess? Við verðum að gera þá kröfu til fyrirtækja sem ekki eru í sam- keppni, að aðhalds sé gætt í gjald- skrárhækkunum. Ekki er líðandi að tekjumissir úr einni rekstrar- einingu sé bættur með gjaldskrár- hækkunum í öðrum rekstrareining- um. Öll fyrirtæki þurfa að hagræða og finna nýjar leiðir til tekjuöflun- ar. Keflavíkurflugvöllur er stórt fyrirtæki sem hefur væntanlega ýmsa möguleika til hagræðingar og tekjuöflunar s.s með nýsköpun. Þar má t.d. benda á þá möguleika að hleypa að rekstraraðilum sem bjóða aukna þjónustu sem getur gefið tekjur fyrir Flugstöðina. Ef tekjuskerðing og aukinn kostnað- ur Flugstöðvarinnar næst ekki til baka með nýjum tekjustofni og/eða hagræðingu verður ríkisjóður, sem eigandi félagsins, að öðrum kosti að bæta upp tekjumissinn með pening- um skattgreiðenda. Ferðaþjónustan er að skila 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári og væntingar eru um að þær tekjur aukist um a.m.k. 15 millj- arða á næsta ári. Viljum við fórna þeim ávinningi með því að okra svo á ferðamönnum að þeir hætti við að koma hingað? Fyrirhuguð aukning Icelandair í áætlunarflugi skapar 200 störf. Þar til viðbótar má áætla að viðbótar- störfum í ferðaþjónustu fjölgi veru- lega, auk betri nýtingar hjá ferða- þjónustufyrirtækjum hérlendis, sem bætir þar með afkomu þeirra. Viljum við fórna því? Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Að kasta krónunni til að hirða aurana er léleg fjármálastjórnun. Það er sársaukafullt til þess að hugsa að þegar búið er að tæma bæði hægri og vinstri vasana sjái fjármálaráðherra enga aðra leið en að troða klónum í þrönga rassvasa svo undan blæði. Með puttann í rassvasann Ferðaþjónusta Þórir Garðarsson markaðsstjóri Iceland Excursions Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Upplestur og jólagleði í Bókabúð Máls og menningar Þorgrímur Þráinsson Kl. 14:00 Þorgrímur Þráinsson les úr nýjum bókum sínum, Ertu guð a ? og Þokunni. Opið til 22:00 öll kvöld Kl. 15:00 Jólavörur Unicef eru komnar í Bókabúð Máls og menningar. Léttar veitingar á boðstólum og allir velkomnir.Jólakúlan 2010 2.900 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.