Fréttablaðið - 13.11.2010, Side 30
30 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
skilið fræðimenn sem finnst erfitt
að verða umsvifalaust við beiðni
fréttamanna um örstutt komment
um mikilvægt málefni. Það verður
að finna milliveginn.“
Velþóknun umfjöllunarefnisins á
ekki að ráða för
Guðni skrifaði bókina um Gunnar
Thoroddsen sem fyrr segir að beiðni
og í sátt við fjölskyldu hans. Því var
aftur á móti ekki að heilsa þegar
hann skrifaði sína fyrstu bók 1999,
Kári í jötunmóð; sögu Kára Stefáns-
sonar og Íslenskrar erfðagreining-
ar, sem var skrifuð í óþökk Kára og
varð umdeild fyrir vikið.
„Það var í sjálfu sér synd að Kári
var á móti gerð hennar því það hefði
verið gaman að vinna hana, ja ekki
undir handarjaðri hans en á svona
hlutlausu einskismannslandi. Saga
Kára og ÍE var auðvitað lyginni lík-
ust á þeim tíma og er að vissu leyti
enn. Í Bretlandi, þar sem ég lærði,
er miklu sterkari hefð en hér heima
fyrir því að menn skrifi „unauthor-
ized“ bækur eða ævisögur í óþökk.
Mér fannst bara svo sjálfsagt að við
gerðum þetta hér heima. Ég held að
sá hasar sem varð út af þessu fyrir
rúmum áratug myndi ekki verða
eins mikill núna. Þá var það fyrsta
frétt í sjónvarpinu að til stæði að
skrifa bók um ÍE og Kára Stefánsson
í óþökk Kára. Ætli það yrði fyrsta
frétt núna að til stæði að skrifa sögu
Kaupþings og Sigurðar Einarsson í
óþökk hans? Ætti þá ekki jafnframt
að taka fram í fjölmiðlum: þessi
frétt um Bjarna Ármannsson er
skrifuð í óþökk hans? Ef við höfum
bara bækur sem eru skrifaðar með
velþóknun, samþykki og fyrir pen-
inga viðkomandi fyrirtækis eða ein-
staklings, þá fáum við bara ímynd-
ina, auglýsingabæklinginn.“
Guðni bendir á að það sé lítil hefð
hér á landi fyrir blaðamennskubók-
um, sem Kári í jötunmóð var, og
finnst að blaðamenn sem búa yfir
ákveðinni sérþekkingu ættu að vera
duglegri að koma henni á framfæri
í bókaskrifum.
„Í hinum fullkomna heimi þyrftu
blaðamenn að vera bæði sérhæfð-
ari og ættu beinlínis að
fá tilmæli frá yfirmönn-
um, um að taka hálfs
árs frí til að skrifa bók
um þetta magnaða efni
sem væri á þeirra sér-
sviði. Um leið og ég segi
þetta kemur upp í hug-
ann bókin sem Þórhall-
ur Jósepsson er að skrifa
um Árna Mathiesen, en
þar er staðan flóknari
en það sem ég er að lýsa.
Hið almenna sjónarmið á
að vera að blaðamenn og
fréttamenn með sérþekk-
ingu eiga að geta kom-
ist út fyrir hinn þrönga
ramma tveggja mínútna
og eins dálks fréttanna
og kafað dýpra. Þetta er
það sem er gert svo mikið
í Bretlandi, Bandaríkjun-
um og á Norðurlöndunum
– þeir sem eru að skrifa
um samtímasögu eru
oftar en ekki blaðamenn.
Þessa vídd vantar hér.“
Áhersla á ímynd frekar
en gæði
Auk þess að skrifa bækur
kenndi Guðni við Háskól-
ann í Reykjavík um
þriggja ára skeið, þótt
engin sagnfræðideild sé
við skólann.
„Ég hóf störf í HR
2007, sem er kannski
kaldhæðnislegt því
ártalið er orðið nokkurs
konar samnefnari fyrir
ofurbjartsýnina og bruðlið sem var
í gangi. En þetta var að mér fannst
ágætt og djarft skref hjá HR. Hug-
myndin var sú að í fögum eins og
viðskiptafræði og lögfræði væri
fengur að þessari gerð af hugvís-
indamanni; að laganemar og við-
skiptafræðinemar hefðu gott af
því að kynnast fagi eins og sagn-
fræði og hún gæti komið þeim að
gagni.“
Eftir hrun þurfti skól-
að draga saman seglin
og Guðni var einn þeirra
sem var sagt upp í sparn-
aðaraðgerðum. Hann skil-
ur þörfina á hagræðingu
en gagnrýnir forgangs-
röðunina.
„Það var auðvitað fúlt
að missa vinnuna. En
mér finnst líka sárt að
viðbrögðin hjá HR, og
líklega víðar, við hrun-
inu voru að skríða inn í
ákveðna skel. Hjá HR er
þetta núna bara kennsla
og aftur kennsla og rann-
sóknirnar líða fyrir. Ég
skil vissulega að stofn-
anir þurfi að hagræða og
að það verði að velja og
hafna. Og í Háskólanum
í Reykjavík eru flottustu
gluggatjöld í háskóla í
Evrópu og þótt víðar væri
leitað.“
Spurður hvað hann eigi
við, segir Guðni að í HR
sé of mikil áhersla lögð á
ímyndina.
„Það má alls ekki ger-
ast eins og gerðist á árun-
um fyrir hrun, að falla í
þá freistni að telja að
ef ímyndin sé góð hljóti
innihaldið að vera það
líka. Ef við lærðum eitt-
hvað á hruninu, þá er það
þetta. Og sem fyrrver-
andi starfsmanni Háskól-
ans í Reykjavík, með það
frelsi sem því fylgir, finnst mér oft
fullmikið úr því gert þar á bæ að
búa til góða ímynd frekar en að tala
um hlutina eins og þeir eru í raun
og veru.“
Langar að skrifa um Einar Odd
Guðni kveðst óviss um hvað taki nú
við. Hann starfar sem sjálfstæður
sagnfræðingur hjá Reykjavíkur-
Akademíunni og er upp á sjálfan sig
kominn með leit að næsta verkefni.
„Það eru ýmis verk sem mig lang-
ar til að vinna. Vandinn sem blas-
ir við er hvort maður getur fengið
nógu mikið borgað fyrir þau. Rann-
sóknir á nýliðinni tíð hafa sjald-
an verið jafn mikilvægar og nú en
það er bara fjandanum erfiðara, því
peninga vantar. En það má auðvitað
ekki leggjast í einhvern barlóm.“
Eitt af þeim verkefnum sem
Guðni vonast til að komast í áður en
langt um líður er að skrifa ævisögu
Einars Odds Kristjánssonar.
„Það yrði öðruvísi verk en saga
Gunnars. Einar Oddur var allt
öðruvísi karakter og afskaplega
jarðbundinn og heill, þótt hann
hefði auðvitað sína galla. Það væri
gaman að geta dregið upp mynd af
honum. Ég held að það myndi leiða
í ljós að það er fólk eins og Einar
Oddur sem við Íslendingar viljum;
maður sem þoldi ekki falsímynd-
ir og vildi bara segja frá hlutunum
eins og þeir voru. Fyrir vikið rakst
hann stundum illa í flokki og það er
kannski svoleiðis fólk sem við þurf-
um núna. Það væri sannarlega verk-
efni sem væri gaman að kljást við
og hver veit nema það verði fyrr en
seinna.“
FRAMHALD AF SÍÐU 28
Deildarás 11
110 Reykjavík
Fjölskylduhús á vinsælum stað
Stærð: 269,8 fm
Fjöldi herbergja: 7
Byggingarár: 1981
Fasteignamat: 50.850.000
Verð: 59.600.000
RE/MAX SENTER KYNNIR: Glæsilegt einbýlishús 269,8fm við Deildarás í Árbæjarhverfi.
Húsið er á tveimur hæðum og skiptist svo: Á neðri hæð er innbyggður flísalagður bílskúr og er innangengt í
hann frá forstofu. Forstofan er flísalögð, stórt parketlagt forstofuherbergi, rúmgott fjöslkyldurými
(sjónvarpssalur) og geymsla þar innaf. Rúmgott þvottahús og sturtuklefi, salerni og handlaug í eru
þvottahúsinu. Efri hæð: Parketlagður stigi upp á efri hæðina. Á hæðinni er rúmgóð, parketlögð stofa og
borðstofa. Útfrá stofu er útgengt á flísalagðar svalir, mikið útsýni til suð- vesturs frá svölum. Eldhús með
góðum borðkrók, 4 parketlögð svefnherbergi, skápar í öllum herbergjum. Frá hjónaherbergi er útgengt á
hellulagða, afgirta verönd og garðinn. Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, baðkar og sturtuklefi.
Innrétting er undir vaski. Allar innréttingar og klæðning í loftum eru frá JP- innréttingum úr mahoní. Húsið er
allt ný málað að utan og garður afar snyrtilegur. Hellululögð upphituð aðkeyrsla að bílskúr. Vel um gengið hús
sem hefur fengið góða umhirðu gegnum árin.
Senter
Ástþór Reynir
Lögg. fasteignasali
arg@remax.is
Gunnar Sverrir
Sölufulltrúi
gunnar@remax.is
Opið
Hús
Opið hús á sunnudaginn kl 16.30 - 17.00
899 6753
8622001
Skipasund 85
104 Reykjavík
Snyrtileg íbúð " aðveld kaup"
Stærð: 78,8 fm
Fjöldi herbergja: 3
Byggingarár: 1958
Fasteignamat: 18.900.000
Verð: 20.900.000
RE/MAX SENTER KYNNIR: Fallega 3ja herbergja íbúð við Skipasund í Reykjavík. Íbúðin er með sérinngangi
og skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og stofu. Íbúðin er undir súð svo grunnflötur
íbúðarinnar er stærri en skráð er hjá Fasteignamati ríkisins. Úr stofu er gengið út á svalir. Nánari lýsing:
Sérinngangur er fyrir þessa íbúð aftan við húsið, lítið hol er við inngang. Úr holi er gengið upp tepplagðan
stiga inn í íbúðina. Holið er parketlagt. Herbergin eru parketlögð. Stofan er parketlögð og með útgangi út á
svalir. Eldhúsið er dúklagt með eldri hvítri innréttingu og viðarborði. Baðherbergið er flísalagt og með sturtu.
Húsið hefur verið mikið lagfært í sumar það var skipt um járn á þakinu, gert við sprungur og málað, einnig er
búið að skipta um rafmagn. Þetta er eign sem vert er að skoða.
Fallegt hús og góður garður. Björt og falleg íbúð á frábærum stað.
Eignin er skráð 78,8 fm hjá Fasteignamati ríkisins. Á eigninni hvílir lán frá Arion ca. 20m. Allar upplýsingar um
eignina gefur Gunnar Sverrir í síma 8622001 eða á gunnar@remax.is og Ástþór Reynir í síma 8996753 eða á
Senter
Ástþór Reynir
Lögg. fasteignasali
arg@remax.is
Gunnar Sverrir
Sölufulltrúi
gunnar@remax.is
Opið
Hús
Opið hús á sunnudaginn kl 15.00 - 15.30
899 6753
8622001
Gunnar Sverrir
862 2001
Ástþór Reynir
899 6753
Skráðu fasteignina þína hjá okkur og við seljum hana!
Guðni Th. Jóhannesson sagn-fræðingur er fæddur í
Reykjavík 1968. Hann er dokt-
or í sagnfræði frá Queen Mary,
University of London og stund-
ar ritstörf og rannsóknir við
ReykjavíkurAkademíuna. Guðni
hefur skrifað fjölda greina og
bóka um sögu og sagnfræði.
Guðni er kvæntur Eliza Reid.
Þau eiga tvo syni en Guðni á dótt-
ur frá fyrra hjónabandi.
■ GUÐNI Í HNOTSKURN
Fyrri bækur Guðna:
➜ Kári í jötunmóð. Saga Kára Stef-
ánssonar og ævintýrið um Íslenska
erfðagreiningu. (1999)
➜ Völundarhús valdsins. Stjórnarmynd-
anir, stjórnarslit og staða forseta Íslands
í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968-
1980 (2005)
➜ Óvinir ríkisins. Ógnir og innra öryggi í
Kalda stríðinu á Íslandi. (2006, tilnefnd
til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.)
➜ Þorskastríðin þrjú – saga landhelgis-
málsins 1948-1976. (2006)
➜ Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og
upplausnar. (2009)
Ég skil
vissulega
að stofnan-
ir þurfi að
hagræða og
að það verði
að velja og
hafna. Og í
Háskólanum
í Reykjavík
eru flottustu
gluggatjöld
í háskóla í
Evrópu og
þótt víðar
væri leitað