Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 38

Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 38
38 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Skrifræði, yfirstétt, völdMisrétti, árekstrar, ásakanirSpilling, græðgi, ofbeldi Við ráðum ekki við veruleikann Rannsóknir Bjarna Snæbjörns Jónssonar hjá Capacent á grunngildum þjóðarinnar benda til að íslenskt samfélag sé hugarfars- lega á bjargbrúninni. Svavar Hávarðsson og Jónas Unnarsson komust að því að rannsóknin sýnir mikla neikvæðni, ójafnvægi og óreiðu. Niðurstaðan er að þau grunngildi sem Íslendingar hafa í hávegum eru ekki þau sömu og ráða ferðinni í samfélaginu. Hugarfar þróast í tilteknum þrepum í einstaklingum og samfélögum sem eru til þess gerð að fást við mismunandi aðstæður. Með tímanum bætist ný hugsun við þá sem fyrir er og gerir mann hæfari til þess að fást við sífellt meira flækjustig í tilverunni eftir því sem við náum auknum þroska við að fást við nýjar áskoranir og erfiðar aðstæður. Ný hugsun er jafnframt andsvar við því sem fyrir er, og því er innbyggður ágreiningur milli samliggjandi gildismats á fyrstu sex þrepunum. ■ Árangur. Markaðshagkerfi. Áhersla á persónulegan árangur. Grundvallaratriði að vera öðrum óháður og sjálfstæður. Kosti þekkingar og tækni á að nýta til fulls. Lífið er fullt af tækifærum og áskorunum. Mælanlegur árangur (venjulega fjárhags- legur) skiptir mestu máli. Tilgangurinn helgar meðalið. ■ Halda lífi. Stuðningsbandalög. Áhersla á að komast af. Lífið er bardagi og barátta um aðföng. Aðstæður eru taldar fjandsam- legar og óreiða ríkjandi. Það er ekki rúm fyrir samvinnu. GILDISMAT OG LÍFSSÝN: HVERNIG VIÐ HUGSUM ER MIKILVÆGARA EN HVAÐ VIÐ HUGSUM ■ Fólk í fyrirrúmi. Sterk samfélagsleg gildi. Áhersla á samskiptahegðun og framkomu við annað fólk. Hér vinnur fólk saman og ákvarðanir eru teknar sameiginlega. Hluttekning og hæfi til að setja sig í spor annarra er mikils metin. Samstaða og eining eru kjarnahugtök. ■ Æðri máttur. Regluveldi. Áhersla á röð og reglu. Það eru „réttar” og „rangar” persónur og skoðanir. Lífinu á að lifa „samkvæmt bókinni”; biblíunni, handbókinni o.s.frv. Leit eftir tilgangi með lífinu. Fórna í núinu til þess að njóta í framtíðinni. ■ Einræði: Hugarfar sem leggur áherslu á vald sem grundvöll alls annars. Þeir sterkustu lifa af. Skömm eða samviskubit óþekkt tilfinning. Öllu og öllum sem standa í vegi fyrir fyrirætlunum er rutt til hliðar. Eftirlit er betra en traust. „Strax-veiki” – fá núna, fórna síðar (aldrei). ■ Fjölskyldan. Ættbálkasamfélag. Áhersla á öryggi. Fólk (fyrirtæki) sameinast um ímyndaðan ytri óvin. Tilllit til hópsins er æðra tilliti til hvers einstaklings. Myndast þegar menn hafa aðferð til að sjá fyrir stærri hópi. Ættarsamfélagið/fjölskyldan/ klíkuskapur. Þetta gildismat lýsir kunn- ingjasamfélaginu. ÁHERSLUBREYTINGAR Í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI 1 Afkoma SJÁLFBÆR HEIMUR Mannréttindi, ókomnar kyn- slóðir, vistfræðilegur styrkur. STEFNUMIÐUÐ BANDALÖG OG SAMSTARF Svæðisbundið samstarf, umhverfisvitund, lífsgæði. STERK SAMEIGINLEG ÞJÓÐARVITUND Traust, opin tjáskipti, gegnsæi, sameiginleg sýn og gildi, sanngirni. LÝÐRÆÐISFERLIÐ Jafnrétti, tjáningarfrelsi, sátt, aðlögunarhæfni, ábyrgðar- tilfinning. SKILVIRKNI MEGIN- STOÐA SAMFÉLAGSINS Lög og reglur, þjóðarstolt, skilvirk opinber stjórnsýsla SAMFÉLAGSLEGUR STÖÐUGLEIKI Lausn ágreinings, gott samband mismunandi hópa, samkomur EFNAHAGSLEGUR STÖÐUGLEIKI Velmegun, heilsa, varnir, öryggisnet samfélagsins SJÖ ÞRÓUNARSTIG ÞJÓÐARVITUNDARINNAR Jákvæðar áherslur Neikvæðar áherslur B jarni Sæbjörn Jónsson, sér- fræðingur hjá Capacent, hefur síðan árið 2005 kynnt sér fræði- grein sem snýst um hvernig fyrir tæki og samfélög þrosk- ast í gegnum tíðina og tengist þroskaferli einstaklinga; hvernig maðurinn hefur hægt og bítandi orðið hæfari til að fást við sívaxandi flækjustig í lífinu og hefur um leið skapað og þróað samfélagsleg fyrirbæri sem eru sífellt flóknari og margslungnari að uppbyggingu og tæknilegum innviðum. Hér er horft til þess hvernig mannskepnan lærir og tileinkar sér nýja hluti. Tilgangurinn er að reyna að átta sig á því hvernig viðkom- andi heild (fyrirtæki eða þjóð) er innréttuð; úr hverju hún er samansett og hvernig á því stendur að samfélög lenda í aðstæðum sem þau ráða einfaldlega ekki við. Það er nefni- lega lærdómsríkt að geta greint hvað það er sem leiðir samfélög í ógöngur og hvaða ástæður liggja þar að baki. Hugmyndafræðin gengur út frá því að við höfum öll innbyggt gildismat sem gerir það að verkum að við bregðumst við ytri aðstæðum með tilteknum hætti. Hægt er að taka sem dæmi íþróttaleik þar sem okkur er innbyggt að ná árangri með þeim aðferðum sem eru líklegastar til að bera árangur. Eins að við bregðumst við hættu eða erfiðleikum á ákveðinn hátt. Án þess að það sé meðvitað kviknar í okkur einhvers konar forrit sem stillir saman eins konar „hugarfars kóða“ sem eru viðeigandi eftir aðstæðum. Þótt grunnurinn, eða „stýrikerfið“, sé sameigin- legt er birtingar myndin breytileg allt eftir því hvernig einstaklingurinn eða samfélagið skynjar umhverfi sitt. Þessi hugmyndafræði á uppruna sinn í sálfræði og félagssálfræði og gengur út á það hvernig mismunandi mannlegar þarfir kalla fram viðbrögð og hegðun til þess að uppfylla þessar þarfir, og móta þar með hugarfarið sem endurspeglast í gildum og áherslum. Capacent gerði rannsókn árin 2005 og 2007 út frá þessu grunnmódeli. Þar var spurt um ákveðna þætti í samfélaginu og hvort fólki fyndist vera vaxandi eða minnkandi tilhneiging fyrir ákveðnu hugarfari. Á myndinni hér til hliðar sést að sjálfmiðað gildismat ræður öllu: Geri eins og mér sýnist, og það strax (rautt) annars vegar og árangur er aðalatriði (appelsínugult) hins vegar. Þetta er á kostnað samfélagsmiðaðra gilda, fjölskyldu og uppruna (fjólublátt), aga og reglu (blátt) og félagshyggju (grænt). Árið 2009 var gerð ný könnun sem sýndi greinilega að samfélagsmiðaða gildismatið (grænt) var í vexti og sjálfmiðað gildismat (rautt og appelsínugult) viku nokkuð. 2 0 0 7 2 0 0 7 2 0 0 9 Fjöl- skyldan, félags- legt bakland Geri eins og mér sýnist, völd Regla og agi Efnis- legur árangur, peningar Sam- hjálp og jöfnuður Jafnvægi grunn- gilda Heims- sýn 2 0 0 9 2 0 0 7 C apacent hefur einnig rannsakað gildismat þjóðar innar með sérstakri aðferðafræði við-skiptaráðgjafans Richards Barrett, sem hefur skrifað fjölda bóka um vinnustaðamenningu og svo- kallaða gildismiðaða stjórnun (Values Based Manage- ment). Þessi aðferðafræði byggir á þeim grunni sem Abraham Maslow þróaði á sínum tíma um mannlegar þarfir, en Barrett hefur jafnframt yfirfært aðferða- fræði sína á samfélagið í heild (sjá skýringar myndina hér til hliðar). Rannsóknirnar gefa innsýn í hver persónu- leg gildi Íslendinga eru og viðhorf þeirra til þess hverjar megináherslur eru í íslensku samfélagi í dag. Rannsóknin beinist jafnframt að því hvaða áherslur þjóðin telur æskilegt að ríki í samfélaginu til framtíðar. Þar er leitast við að svara spurningum um hvernig gildi móti menningu samfélaga og hver séu grunngildi íslensku þjóðarinnar. Bjarni segir Barrett tengja með ákveðnum hætti þjóðarvitund við mannlegar þarfir eins og afkomu, heilsu og öryggi, tengsl við annað fólk og sjálfs- mynd og viðurkenningu, svo eitthvað sé nefnt. Þetta yfirfærir hann myndrænt yfir í einfalt skema sem sýnir áherslur hjá einstaklingnum. Eins og í skýringar myndunum að ofan ferðast einstaklingur- inn frá grunnpunkti (1) og upp eftir því sem hann „þroskast“ (7). Um sjö þróunarstig þjóðarvitundar- innar er að ræða. Rannsókn á gildismati þjóðarinnar 2 Tengsl 3 Sjálfsmynd 4 Umbreyting 5 Innra samræmi 6 Ytra samræmi 7 Þjónusta FRAMHALD Á SÍÐU 40 Þjónusta Ytra samræmi Innra samræmi Lífsfylling Þörf fyrir sjálfsvirðingu og virðingu annarra Þörf fyrir félagsskap og ást Öryggisþarfir Frumþarfir 2007-09 Ofangreind mynd sýnir hvernig fólk mat forgangsröðun í samfélaginu í janúar 2009 í samanburði við sams konar könnun sem gerð var árið 2007. Sú breyting sem stingur mest í augu er hversu mjög hefur dregið úr forgangi á hluti sem tengjast aga, reglufestu, hlýðni og ábyrgðartilfinningu (bláa súlan), sem falla úr 4. sæti í það síðasta. 2 0 0 7 2 0 0 9 FORGANGSRÖÐUN Í GILDISMATI SAMSPIL MANNLEGRA ÞARFA OG VITUNDAR ■ Margbreytileiki og sveigjanleg nálgun. Veruleikinn er flókið fyrir- bæri sem krefst ólíkra en innbyrðis samhæfðra lausna. Skýr tilfinning fyrir frelsi samfara ábyrgð og skiln- ingur ríkir á ólíkum áherslum. ■ Tilveran byggist á viðkvæmu jafnvægi samverkandi krafta jarðar. Allir hlutir eru hver öðrum háðir. Umhyggja fyrir móður jörð rís ofar þröngum sérhagsmunum hópa og þjóða. Heimssýn sem byggist á hagsmunum allra jarðarbúa. 1. stigs grunngildi 2. stigs grunngildi Sjálfsmynd Tengsl Afkoma Umbreyting 2 0 0 7 2 0 0 7 2007-09
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.