Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 42

Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 42
42 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Gangi Ísland í ESB opn- ast ýmis sóknarfæri fyrir iðnaðinn, en mest munar um það ef evra verður tekin upp með fylgjandi stöðug- leika. Hagsmuna sjávarút- vegs þarf að gæta. Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar lítur á ESB sem „taplið“ en veit engan skárri kost. Þing- maður Sjálfstæðisflokks í iðnaðarnefnd sér engin jákvæð áhrif af ESB-aðild. Á dögunum greindi Norræna ráð- herranefndin frá því að nýsköpun á Íslandi mældist neðarlega miðað við önnur norræn ríki. ESB-ríkin þrjú, Danmörk, Finnland og Sví- þjóð, voru í efstu sætunum en EES-ríkið Noregur var fyrir neðan Ísland. Samtök iðnaðarins hafa um ára- bil mælt með aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusamband- ið. Hátækni- og hugbúnaðarfyrir- tæki eru hlynnt inngöngu. Meiri- hluti fyrirtækja innan Samtaka ferðaþjónustunnar er það einnig. Að mati þessara fyrirtækja munar mest um evruna, meiri stöðugleika og auðveldari fjármögnun, sem fólk sér sem afleiðingu aðildar. Ekki eru þó öll fyrirtæki jafn sannfærð. Innan samtaka iðnaðar- ins eru mörg fyrirtæki, sem þjón- usta sjávarútveginn á ýmsan hátt, sem hafa áhyggjur af því að hags- munir sjávarútvegsins verði fyrir borð bornir í aðildarviðræðum. Iðnfyrirtæki í landbúnaði, kjöt- og mjólkuriðnaði, eru heldur ekki hrifin af aðild. Sparnaður við rammaáætlanir „ESB aðild þýðir að gjald Íslend- inga fyrir aðgang að ramma- áætlunum ESB um rannsókn- ir og þróun og samkeppnishæfni og nýsköpun fellur að miklu leyti niður, og verður fært með öðrum kostnaði af aðildinni,“ samkvæmt upplýsingum úr stjórnarráðinu. Þessi aðgangur kostar núna rúman milljarð á ári hverju. „Þá verður Ísland fullgildur aðili að atvinnu- og svæðaþróunarstarfi ESB en undir merkjum þess eru bæði öflugir sjóðir og stuðningur við samþættingu áætlana,“ segja upplýsingar úr iðnaðarráðuneyti. Ráðuneytið kveður upptöku evru miklu skipta fyrir atvinnuþróun og nýsköpun á Íslandi. Engin jákvæð áhrif af aðild Jón Gunnarsson er fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í iðnaðarnefnd Alþingis. Hann er andsnúinn aðild að ESB, helst vegna þess að hann óttast að forræði Íslendinga yfir auðlindum geti skerst, að ESB breyti reglum um auðlindastýr- ingu þannig að erlendir aðilar geti keypt af Íslendingum aðgang að auðlindum: „Ég get ekki séð að aðild muni færa okkur nein jákvæð áhrif umfram það sem við höfum í dag. Við erum aðilar að þessum EES-samningi og ég held að [inn- ganga í ESB] sé ekki atriði sem muni laga samkeppnisstöðu okkar iðnaðar,“ segir hann. Jón vill ekki blanda umræðu um ESB við gjaldmiðilsskipti og stöð- ugleika efnahagslífsins. Aðild að myntbandalagi Evrópu taki enda mörg ár. Þangað til gæti krónan bætt samkeppnishæfni landsins. Í umsögn um þingsályktun um aðildarviðræðurnar segir Sam- orka, samtök orku og veitufyrir- tækja, hins vegar að eignarhald náttúru-auðlinda innan ESB sé alfarið á hendi aðildarríkjanna sjálfra, ekki ESB. Iðnaðarráðu- neytið segir að reglum um slíkt grundvallaratriði yrði ekki breytt í framtíðinni án samþykkis aðild- arríkja. Ferðaþjónusta einhuga um evru Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunn- ar, segir að nú þegar hafi mest allt regluverk ESB sem snýr að ferða- þjónustu og flugi verið fært í lög og aðild breytti ekki miklu um það. Könnun innan samtakanna, skömmu eftir hrun, hafi leitt í ljós að 70 prósent félagsmanna telji að aðild yrði mjög hagstæð ferðaþjón- ustunni og að 83 prósent þeirra vilji nota evru í stað krónu. „Og ég á ekki von á að þetta hafi breyst mikið síðan,” segir Erna: „Fólk er orðið óskaplega þreytt á þessum sveiflum í gengi krónu. Það er ekkert grín að verðleggja til dæmis ráðstefnu eftir tvö til þrjú ár. Þú veist ekkert hvað þú færð fyrir krónuna eftir þann tíma,” segir hún. Samtökin hafi kallað til ýmsa sérfræðinga og niðurstaðan sé sú að evran henti best og að hún verði ekki tekin upp með góðu móti án aðildar. Erna bendir á reynslu Finna. „Finnsk ferðaþjónusta telur að það hafi fyrst og fremst verið evran sem gerði þeim kleift að gera skynsamlegar áætlanir fram í tímann og búa við stöðugleika,“ segir hún. Þess skal getið að ekki eru allir sammála um árangur Finna eftir kreppu, svo sem í velferðarmál- um. Almennt hefur finnskum iðn- aði þó gengið vel og stöðugleiki náðst í efnahagslífi. Mikil skuld- setning og hátt gengi gjaldmið- ils til að berjast við verðbólgu er meðal þess sem angraði Finna áður. ESB er taplið Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, segir að mjög örvandi samskipti við ESB hafi opnast með EES-samningn- um og hjá sambandinu sé æ meir litið til nýsköpunar. Eftir hrun hafi bankar verið tregir til að lána í þennan málaflokk. „Þessi skilyrði til fjármögnunar myndu batna mikið með inngöngu í ESB og málaflokkurinn fengi meiri athygli,“ segir hann. Þó sé brýnt að gleyma ekki öðrum þjóð- um og halda í samninga við þær einnig. Þorsteinn segir umhugsunar- vert að ESB skilgreini sig ekki sem „vinningsliðið“ heldur finnist sem það sé alltaf undir í keppninni við Bandaríkin og Japan. „Viðmið okkar ætti því að vera heimurinn allur, frekar en einungis Evrópa. Við erum ekki endilega bættari af því að vera í tapliði.“ Hann sér þó engra betri lausn í hendi: „Við getum ekki staðið ein á báti gagnvart nýsköpunarfjár- mögnuninni.“ Samkvæmt iðnaðarráðuneyti hefði aðild að ESB ekki áhrif á viljayfirlýsingar eða tvíhliða samninga um rannsóknarsamstarf við ríki utan ESB. Forsenda nýsköpunar Þrjú iðnfyrirtæki hafa, að öðrum ólöstuðum, slegið í gegn á erlend- um mörkuðum síðustu ár. CCP, Marel og Össur. Í svörum við fyr- irspurn nefndar um þróun Evrópu- mála á vegum forsætisráðuneyt- is segir Össur líklegt að erlendir fjármögnunaraðilar geri kröfu um að fyrirtækið verði flutt í stöðugt umhverfi. CCP og Marel segjast styðja aðild „eindregið“. Marel gengur raunar lengra og segir aðild „eina af meginforsendum fyrir áframhaldandi stækkun fyr- irtækisins á Íslandi“. Hvað var sagt í aðdraganda EES-samningsins? FRÉTTASKÝRING: Hvaða áhrif hefði ESB-aðild á iðnað, ferðaþjónustu og nýsköpun? Klemens Ólafur Þrastarson klemens@frettabladid.is Fólk er orðið þreytt á sveiflunum Í áfangaskýrslu Samtaka iðnaðarins (2010) um aðild að ESB segir að fimmtungur landsmanna hafi atvinnu af iðnaði og þaðan komi þriðjungur af gjaldeyristekjum. Að umræða um ESB hverfist um of kringum hagsmuni sjávarútvegs og landbúnaðar. Ákall um stöðugleika sé hávært meðal félags- manna og flestir þeirra eigi erfitt að sjá iðnað vaxa og dafna með íslensku krónunni. Tekið er fram að mikilvægt sé að samningur um sjávarútveg verði hagstæður, enda snerti hann mörg iðnfyrirtæki. Mjólkur- og kjötiðnaður verði líklega fyrir miklum neikvæðum áhrifum. Það sjónarmið heyrist meðal félagsmanna að „nauðsynlegt sé að ganga í Evrópusambandið til að losna við spillingu og kunningjatengsl“. Vont fyrir mjólkur- og kjötiðnað „Það sem ég óttast kannski öðru fremur er aukin samkeppni erlendra fyrirtækja við íslensk fyrirtæki og aukin og ómæld fjárfesting erlendra aðila hér á landi. Við vitum auðvitað ekki hversu mikil hún verður, við vitum ekki hversu mikið menn munu leita eftir því að fjárfesta hér á landi. En staðreyndin er sú að við búum ekki í stóru iðnríki. [...] Ef við lítum á íslensk fyrirtæki þá eru öll íslensk fyrirtæki smáfyrirtæki. Þau eru meira að segja pínulítil fyrirtæki og við vitum að í hinum svokallaða innri markaði, sem á að taka gildi innan Evrópubandalagsins, er einn þáttur og mjög ríkur sá að stórfyrirtæki fá að njóta sín, að hagkvæmni stórfyrirtækja fái að njóta sín.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalista, í þingræðu um EES- samninginn, 5. nóvember 1991. Óttaðist ómælda fjárfestingu Engin miskunn í ESB - allir jafnir „Það er engrar miskunnar þaðan [frá Evrópu] að vænta gagn- vart tilburðum einstakra samningsaðila, til dæmis til að halda utan um sinn vinnumarkað, vera hliðhollur sinni framleiðslu, sínum vörum og svo framvegis. Ó, ekkí. Nei, aldeilis. Þvert á móti liggur hið gagnstæða fyrir að þar er engin miskunn hjá Magnúsi. Þar skulu sko allir vera jafnir hvort sem þar er mikið eða lítið atvinnuleysi [...] Því að það er nú einu sinni lögmál markaðarins og lögmál frelsisins, sem eru bara að birtast mönnum í slíku, að Írar fara halloka, að þeirra iðnaður stendur veikt og stórfyrirtækin á meginlandinu valta yfir þá.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Alþýðubandalags, í þingræðu um EES-samninginn, 9. janúar 1993. „Nei, við höfum staðið okkur illa í því, það verður að viður- kennast, að skapa íslenskum iðnaði viðunandi skilyrði. Við höfum haldið hér ýmsum sköttum og álögum sem ekki þekkjast annars staðar [...] Vitanlega áttum við að hafa manndóm til að lagfæra slíka hluti áður. Ég tek það fram að ég er alveg eins í sök að þessu leyti eins og aðrir sem að stjórnmálum hafa komið þennan tíma. Staðreyndin er vitanlega sú að við getum án nokkurs samnings skapað þessi skilyrði öll fyrir iðnaðinn hér.“ Steingrímur Hermannsson, þingmaður Framsóknar, í þingræðu um EES, 24. ágúst 1992. Áttum að hafa manndóm ERNA HAUKSDÓTTIR ÞORSTEINN I. SIGFÚSSON JÓN GUNN- ARSSON UNNIÐ AÐ ÚTFLUTNINGI Helstu nýsköpunarfyrirtæki eru fylgjandi aðild að ESB og segja hana jafnvel forsendu frekari starfsemi á Íslandi. Hefðbundnari framleiðsla, svo sem mjólkur- og kjötiðnaður, telur að aðild hefði neikvæð áhrif á starfsemi sína. MYND/ÖSSUR Að bæta umhverfi lítilla fyrirtækja „Iðnstefna ESB miðar að því að styðja við aðgerðir sem bæta samkeppnishæfni iðnaðar í aðildarríkjunum með því að hraða aðlögun að breyttum aðstæðum, stuðla að umhverfi sem hvetur til nýsköpunar og hagvaxtar alls staðar á innri markaðnum, og stuðli aukinheldur að innlendri jafnt sem erlendri fjárfestingu. Stefnan miðar enn fremur sérstaklega að því að bæta rekstr- arumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. [...] Aðild að [frumkvöðla- og iðnaðarstefnu ESB] myndi opna Íslandi leið til fullrar þátttöku í Lissabon-ferlinu svo- nefnda, sem miðar að því að gera Evrópusambandið að samkeppnishæfasta efnahagssvæði heims.“ Úr bókinni Inni eða úti - Aðildarviðræður við Evr- ópusambandið eftir Auðunn Arnórsson (2009).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.