Fréttablaðið - 13.11.2010, Side 64
13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR10
Matvöruverslun-Bakarí
Til sölu glæsileg matvöruverslun og bakarí/kaffihús á
flottum stað í Reykjavík. Um er að ræða fyrirtæki sem
rekið er í leiguhúsnæði. Fyrirtækið er vel tækjum og
búnaði búið í alla staði og með fína viðskiptavild.
Allar nánari upplýsingar gefur Kristinn í síma 8200762
krk@stratum.is
LÖGFRÆÐINGUR
Hjá iðnaðarráðuneytinu er laust til umsóknar
starf lögfræðings.
Ráðuneytið fer með forræði á málum er varða
nýsköpun- og þróun, iðnaðarmál, byggðamál,
orkumál og ferðamál.
Leitað er að metnaðarfullum lögfræðingi með
góða samskiptahæfni og getu til að takast á við
krefjandi og áhugaverð verkefni. Um er að ræða
fjölbreytt starf sem m.a. felur í sér erlent sam-
starf og verkefni sem tengjast innleiðingu gerða
er heyra undir EES samninginn.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
Starfið krefst:
• Færni og lipurðar í mannlegum samskiptum.
• Góðrar íslensku- og enskukunnáttu og færni
í að tjá sig í ræðu og riti.
• Frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum og
skipulagshæfni.
Um er að ræða fullt starf og eru launakjör sam-
kvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra
starfsmanna stjórnarráðsins og fjármálaráðherra.
Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst. Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til
að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Skarphéðins-
son, ráðuneytisstjóri, í síma 545 8500.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu berast iðnaðarráðuneytinu,
Arnarhvoli, 150 Reykjavík, eða í tölvupósti á
póstfangið postur@idn.stjr.is eigi síðar en 1.
desember nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu liggur fyrir.
STARF VIÐ VEF- OG UPPLÝSINGAMÁL
Hjá iðnaðarráðuneytinu er laust til umsóknar
tímabundið starf við vef- og upplýsingamál.
Ráðuneytið fer með forræði á málum er varða
nýsköpun- og þróun, iðnaðarmál, byggðamál,
orkumál og ferðamál.
Leitað er að metnaðarfullum starfsmanni með góða
samskiptahæfni og getu til að takast á við fjölbreytt
og krefjandi verkefni. Starfið felur í sér þátttöku við
mótun og skipulagningu verkferla við ytri og innri
upplýsingamiðlun ráðuneytisins, vinnslu og miðlun
frétta og upplýsinga til birtingar á vef og í skýrslu-
formi. Jafnframt felst starfið í þátttöku í einstökum
átaks- og stefnumótunarverkefnum ráðuneytisins
og stofnana þess.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Starfsreynsla af fjölmiðlum eða upplýsingar- og
kynningarmálum.
Starfið krefst:
• Sjálfstæðis í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
• Ritfærni og góðrar tölvukunnáttu.
• Færni í notkun samfélagsmiðla.
• Lipurðar og færni í mannlegum samskiptum.
• Góðrar íslensku- og enskukunnáttu.
Um er að ræða fullt starf sem þó er tímabundið
til 1. júlí 2011. Launakjör verða samkvæmt kjara-
samningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna
stjórnar ráðsins og fjármálaráðherra. Nauðsynlegt er
að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Karlar, jafnt
sem konur, eru hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Skarphéðinsson,
ráðuneytisstjóri, í síma 545 8500.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf skulu berast iðnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli,
150 Reykjavík, eða í tölvupósti á póstfangið postur@
idn.stjr.is eigi síðar en 25. nóvember nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu liggur fyrir.
Nr. 4965
Fullbúið skrifstofuhúsnæði óskast á leigu
fyrir Vinnumálastofnun
Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði fyrir
Vinnumálastofnun. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á
leigu til 10 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar.
Gerð er krafa um góða staðsetningu miðsvæðis á höfuðbor-
garsvæðinu, gott aðgengi og næg bílastæði. Æskilegur
afhendingartími er 1. mars 2011.
Húsrýmisþörf stofnunarinnar fyrstu fimm árin er áætluð um
1800 fermetrar , en að þeim tíma liðnum mun stofnunin
áskilja sér rétt til að minnka stærð hins leigða um a.m.k.
300-500 m2.
Húsnæðið skal vera hefðbundið skrifstofuhúsnæði, þó með
óvenju stóru móttökusvæði.
Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að
uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa www.
rikiskaup.is mánudaginn, 15. nóvember nk.
Fyrirspurnir varðandi verkefni 14965 skulu sendar á net-
fangið: www.utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef
Ríkiskaupa.
Fyrirspurnarfrestur rennur út 25. nóvember 2010, en svar-
frestur er til og með 29. nóvember 2010.
Leigutilboðum þar sem fram kemur stærð, ástand og stað-
setning húsnæðis, ásamt leiguverði, skal skila til Ríkiskaupa,
Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en miðvikudaginn 1.
desember 2010.
Útboð skila árangri!
Útboð skila árangri!
Útboð nr. 14953
Bifreiðakaup ríkisins 2011
Ríkiskaup standa fyrir þessu útboði fyrir hönd þeirra
stofnana og ríkisfyrirtækja er þurfa að kaupa eða leigja
bifreiðar á rekstrarleigukjörum árið 2011.
Áætlun um bifreiðaþörf næsta árs liggur ekki fyrir en gera
má ráð fyrir allt að 100 bifreiðum til kaups/leigu á tíma-
bilinu þó sú tala sé ekki bindandi.
Samningar eru gerðir um tiltekna bifreiðaflokka í eitt ár án
þess að magntölur séu þekktar. Um er að ræða kaup/leigu
á bifreiðum af ýmsum stærðum og gerðum í samræmi við
lýsingar á einstökum flokkum bifreiða og er bjóðendum
heimilt að bjóða í einstaka flokka útboðsins.
Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem verða
aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is
miðvikudaginn 17. nóvember nk.
Tilboð verða opnuð 13. janúar 2011, kl. 14.00 hjá Ríkis-
kaupum að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Ríkisjörðin Teigasel II á
Jökuldal, Fljótsdalshéraði
er laus til ábúðar.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir til ábúðar
ríkisjörðina Teigasel II á Jökuldal, Fljótsdalshéraði. Um er
að ræða lífstíðarábúð.
Á jörðinni hefur verið rekið lítið fjárbú og er framleiðslu-
réttur jarðarinnar 58,5 ærgildi. Á jörðinni eru loðdýrahús,
sem ekki hafa verið nýtt í nokkur ár. Aðrar byggingar eru
íbúðarhús og fjárhús.
Umsóknarfrestur er til 30. nóvember nk. Áformað er að
nýr ábúandi taki við jörðinni sem fyrst, samkvæmt nánara
samkomulagi við landeiganda og fráfarandi ábúanda.
Frekari upplýsingar birtast á heimasíðu ráðuneytisins,
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is /jarðeignir/auglýsingar.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ráðuneytisins og liggja
frammi í afgreiðslu á 5. hæð Skúlagötu 4, Reykjavík. Fyrir-
spurnir sendist á netfangið postur@slr.stjr.is, upplýsingar
eru einnig veittar í síma 545 8300.
Útboð á laxveiði í Krossá
á Skarðströnd
Veiðifélag Krossár á Skarðsströnd leitar hér með tilboða
í lax- og silungsveiði á starfssvæði félagsins fyrir árin
2012, 2013 og 2014, samkvæmt fyrirliggjandi út-
boðsskilmálum og upplýsingum.
Krossá á Skarðsströnd í Dalabyggð er í fögru umhverfi og
rúmlega 200 km fjarlægð frá Reykjavík.
Veitt er á flugu og maðk og er veitt á tvær stangir frá
1. júlí til 25. september.
Útboðsgögn má nálgast hjá Landssambandi veiðifélaga
og á skrifstofu Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni
v/Hagatorg, 107 Reykjavík, sími 563 0300. Einnig má
nálgast útboðsgögn hjá formanni Veiðifélags Krossár,
Trausta V. Bjarnasyni, sími 434 1420 eða 663 1420.
Áskilið er að tilboðum sé skilað á tilboðsformi sem fylgir
útboðsgögnum.
Tilboðum skal skilað til formanns Veiðifélagsins, Trausta
V. Bjarnasonar, Á, 371 Búðardal.
Frestur til að skila tilboði rennur út þriðjudaginn
30. nóvember 2010.
Tilboðin verða opnuð lagardaginn 4. desember 2010, kl.
13:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Fh.
Veiðifélags Krossár,
Trausti V. Bjarnason
Tilkynningar
Útboð
Til sölu