Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 82

Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 82
50 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR H vorugur hefur ráð- ist í kerfisbundna talningu en saman- lagt skjóta þeir Þor- steinn Eggertsson og Bragi Valdimar Skúlason á að þeir beri ábyrgð á rétt undir þús- und dægurlagatextum sem gefnir hafa verið út á hljómplötum. „Líklega eru þetta allt í allt tæplega tvö hundruð textar sem ég hef samið, svo ég á enn langt í land með að ná Þorsteini sem á rúmlega sjö hundruð,“ segir Bragi, en Þorsteinn bendir að bragði á að ekki sé öll nótt úti enn. „Ég hef auðvitað margra áratuga forskot á þig, þannig að við sjáum hvað setur,“ segir þessi eldri full- trúi tveggja kynslóða dugmikilla textahöfunda. Sparkað í klisjurnar Hafið þið fylgst hvor með öðrum í gegnum tíðina? Bragi: „Já, heldur betur. Ein af þessum innrætingum kemur frá Þorsteini. Ég er gegnsósa af lýríkinni hans, enda hafa text- arnir hans náð þvílíkum vinsæld- um að varla er hjá því komist að heyra þá. Það er víst hlutskipti poppskáldanna.“ Þorsteinn: „Já, en aftur móti fékk ég þessa innrætingu frá Jónasi Árnasyni, sem samdi heil- an helling af söngtextum. Íslend- ingar eru annaðhvort skandin- avískir eða írskir, eða keltneskir öllu heldur, og ég hef alltaf verið hrifnari af írsku undirstöðunni. Íslenskir Skandinavar skrifa um sjóinn og sveitina, en þeir írsku yrkja frekar um mannlífið á húmorískan og jafnvel kaldhæð- inn hátt. Jónas Árnason var mjög írskur og ég sé svipaða hluti hjá Braga.“ Bragi: „Ég hef nú ekki kynnt mér írskan húmor, en þetta er alveg örugglega rétt.“ Þorsteinn: „Ég hef lengi haft gaman af því sem Bragi hefur gert og er reyndar á þeirri skoð- un að vinsældir Baggalúts byggist fyrst og fremst á textunum hans. Svo víða eru textarnir aukaatriði, en alls ekki í þessu tilfelli.“ Bragi: „Já, ég er að sjálfsögðu sammála því. Um það bil 97 pró- sent vinsældanna eru mér að þakka.“ (Báðir skella upp úr) Bragi: „En svona í fullri alvöru þá erum við allir miklir textakall- ar. Það verður einhver að vera í því. Varðandi húmorinn, þá finnst mér nánast eins og popptextar þurfi að vera dálítið kjánalegir í eðli sínu til að virka. Höfundarn- ir eru oft að fást við svo miklar klisjur og ekki mörg umræðuefni sem eru undir fyrir utan ástina og lífið. Þess vegna reynir maður að klæða klisjurnar í ný föt, að snúa upp á þær og sparka í þær þar til þær lifna við á nýjan leik.“ Enginn ætlar sér að verða söng- textahöfundur Báðir segjast þeir hafa byrjað að semja dægurlagatexta fyrir hálf- gerða tilviljun. Þorsteinn rekur upphafið til þess að hann átti erf- itt með að greina orðaskil í vinsæl- um lögum í útsendingum gömlu gufunnar í Keflavík á sjötta ára- tugnum. Hann neyddist því til að semja nýja texta á íslensku fyrir hljómsveitina sem hann söng með. Bragi hóf sinn höfundaferil hins vegar á því að þýða texta ensku bárujárnssveitarinnar Iron Maid- en yfir á íslensku og breyta þeim í jólalög. „Ég hef reyndar alla tíð haft áhuga á því að setja saman vísur, sem er auðvitað mjög óeðlilegt. Það er ákveðin fötlun að hrífast af þessu,“ segir Bragi og Þor- steinn tekur í sama streng. „Ég held að enginn ætli sér að verða söngtextahöfundur. Þetta gerist bara óvart.“ En nú eruð þið báðir mjög iðnir höfundar eins og fjöldi textanna ber vitni um. Tekur þetta ekki gríðarlegan tíma og hvernig fer maður að því að halda sér fersk- um í þessum bransa? Bragi: „Það er góð spurning og ætli maður haldi sér nokkuð ferskum? Þetta gengur örugglega ekki mikið lengur, allavega ekki hjá mér.“ (Þessu hlær Þorsteinn að.) Bragi: „En ætli lykillinn sé ekki bara að vera kátur og drekka nóg af kaffi. Þetta plötustúss kemur auðvitað í skorpum. Maður vinn- ur textana á löngum tíma en svo hrúgast þetta allt á sama tíma inn í plötubúðirnar, þannig að það lítur út fyrir að maður sé svaka- lega duglegur.“ Þorsteinn: „Já, og nú eru síma- fyrirtækin að breytast í plötu- verslanir. Þetta gerist svo hratt.“ Bragi: „Og búið að skera lögin niður í hringitóna. Maður veit ekki hvar þetta endar. Það verð- ur væntanlega lítið að gera fyrir textaskáld framtíðarinnar. Við erum að breytast í hringitóna- skáld.“ Þorsteinn: „Fara skáldin ekki bara að vinna á auglýsingastofun- um? Ert þú ekki annars að vinna í auglýsingabransanum, Bragi?“ Bragi: „Jú, jú. Alltaf að finna upp á einhverju nýju. Ég var nú svo heppinn að komast í fæðing- arorlof nýlega og það hjálpaði til við textasmíðina.“ Þorsteinn: „Ég var svo heppinn að vera blaðamaður á sínum tíma og hafði því nokkuð sveigjanleg- an vinnutíma. Ég þekki því þessa níu til fimm vinnu ekki af eigin raun.“ Bragi: „Þegar maður sendir frá sér svona marga texta er í raun óhjákvæmilegt að eitthvað fljóti með sem maður er ekki alveg nógu ánægður með.“ Þorsteinn: „Það er rétt. Í gamla daga þurftu alltaf að vera tólf til fjórtán lög á hverri plötu og þá lét ég texta flakka sem voru eingöngu uppfyllingarefni. Og ég komst upp með þetta. Einu sinni var konan mín að aka mér úti á landi þegar lag kom í útvarpinu. Ég fór að hlusta á textann og sagði við hana að textinn hljómaði eins og hann væri eftir einhvern sem væri að reyna að líkja eftir mínum text- um, í svipuðum stíl og mínum. Ég fann ýmislegt að textanum, sagði að ég hefði aldrei notað þessi orð og þar fram eftir götunum, en svo afkynnti þulurinn lagið og þá kom í ljós að lagið var eftir mig.“ Samkynhneigðir sjómenn Setjið þið ykkur í sérstakar stellingar við textasmíðina eftir því fyrir hvaða söngvara þið semjið? Þorsteinn: „Já, ég geri það stundum. Sérstaklega ef einhver sterkur karakter kemur til með að syngja lagið, þá reyni ég að fylgjast með honum og ímynda mér hvernig sá listamaður myndi tjá sig. Til dæmis þegar Shady Owens var að syngja með Hljóm- um, þá þurfti ég að sveigja fram- hjá ýmsum hljóðum sem hún átti erfitt með að bera fram því hún ólst upp í Texas. Ég þurfti að passa upp á að taka út öll órödd- uð R til að Shady gæti sungið textann almennilega.“ Bragi: „Já, þetta er kúnst. Stundum kemur fyrir að ég er með karakterinn í huga þegar ég sem textana. Til dæmis að láta Pál Óskar syngja lagið Það geta ekki allir verið gordjöss. Maður lætur ekki hvern sem er syngja svona texta.“ Þorsteinn: „Oftar en einu sinni hef ég lent í því að útgefandinn neitar hreinlega að setja ákveðna texta eftir mig á plötu. Ég man til dæmis eftir einum texta sem byrjaði eitthvað á þessa leið: „Það er svo gasalega lekkert úti á sjón- um,“ og fjallaði um sjómenn sem voru greinilega hommar. Svavar Gestsson, sem var aðalútgefand- inn á þessum tíma, sagðist aldrei ætla að gefa þennan texta út.“ Bragi: „Þessi texti hlýtur að bíða útgáfu. Stundum fylgja ákveðnir skilmálar, þá er ég beð- inn um að gera texta um eitthvert ákveðið efni, og það hjálpar gjarn- an til. En svo þverbrýt ég auðvitað alla skilmála og sem um eitthvað allt annað.“ Safnast þegar saman kemur Er einhver peningur í dægurlaga- textageiranum? Þorsteinn: „Maður veltir sér ekkert upp úr aurunum eins og Jóakim Aðalönd sem textahöfund- ur hérna á Íslandi.“ Bragi: „Nei, en ef við byggjum í útlandinu værum við ekkert að tala við blaðamann núna, heldur væri hann að tala við blaðafull- trúana okkar. Maður ríður ekki feitum hesti frá þessu en safnast þegar saman kemur. Það er auð- vitað ágætis kostur að vera temm- ilega lítillátur í þessu djobbi.“ Þorsteinn: „Mér finnst fínt að vera utan sviðsljóssins, en samt er ég ekkert sérstaklega lítillátur.“ Hringitónaskáld framtíðarinnar Líkindin eru mikil með þeim Þorsteini Eggertssyni og Braga Valdimar Skúlasyni, en á mismunandi tímum hafa þeir verið einna ötulastir höfunda íslenskra dægurlagatexta. Kjartan Guðmundsson settist niður með skáldunum og varð margs vísari um starfið. TVÆR KYNSLÓÐIR Þorsteinn segir sinn helsta blómatíma í dægurlagatextagerð hafa verið á áttunda áratugnum og tiltekur sérstaklega vinsældir Ðe Lónlí Blú Bojs í því sam- bandi. Bragi Valdimar hefur samið marga af eftirminnilegustu textum síðustu ára og þarf af við tvö af vinsælustu lögum ársins til þessa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bragi hefur látið til sín taka í textasmíðum fyrir hljómplötur fjöllista- og æringja- hópsins Baggalúts, sem hann er meðlimur í og raunar oft kenndur við, en einnig vakið athygli fyrir bráðskemmtilega texta á tveimur barna- plötum sem hann hefur gert ásamt Memfis- mafíunni, Gilligill og Diskóeyjunni. Þá hefur Bragi samið texta fyrir ýmsa aðra listamenn, allt frá reggísveitinni Hjálmum til Björg- vins Halldórssonar, og samdi meðal annars textana við tvö af vinsælustu lögum ársins til þessa, Gamla grafreitinn með Klass- art og Það geta ekki allir verið Gordjöss sem Páll Óskar syngur á Diskóeyjunni. Ég aldingarðinn Eden fann og ég endurinnréttaði hannÞorsteinn var titlaður hirðskáld Hjóma á sínum tíma og drjúg- ur hluti þeirra rúmlega sjö hundr- uð hundruð texta sem hann hefur samið var fluttur af meðlimum þeirrar sveitar eða afsprengjum á borð við Trúbrot og Ðe Lónlí Blú Bojs. Má þar nefna lög á borð við Ástarsælu, Hlustaðu á regnið, Heim í Búðardal og ótal fleiri, en auk þess samdi Þorsteinn ofan í margar fleiri af forvígissveitum íslenskrar popptónlistar á sjöunda og áttunda áratugnum, til að mynda texta við lögin Slappaðu af og Glugginn með Flowers og Gvendur á Eyrinni og Leyndarmál með Dátum sem flestir ættu að kannast við. Það mun verða veislunni margt í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.