Fréttablaðið - 13.11.2010, Side 94

Fréttablaðið - 13.11.2010, Side 94
62 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. hreinsiefni, 6. tímabil, 8. gogg, 9. prjónavarningur, 11. í röð, 12. smáu, 14. rófa, 16. verslun, 17. af, 18. for, 20. persónufornafn, 21. slabb. LÓÐRÉTT 1. sleipur, 3. utan, 4. ávaxtatré, 5. þakbrún, 7. yfirmannslegur, 10. stykki, 13. mærð, 15. rótartauga, 16. hryggur, 19. guð. LAUSN ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Finndu þann sem á að keyra heim í kvöld Jájáá... láttu mig hafa byssuna Harry... Þessir stóru lífvarða- hattar eru flottir. Kannski ætti ég að fá mér svona til að klæðast við sundlaugina. Lít ég út eins og sundlaugar- vörður? Frekar eins og útihitari. Fyrstu orð barna eru oftast „mama“ eða „paba“ eða „kisa“ eða eitthvað slíkt. Já.Klap p Klapp Klapp Klapp Klap p Klapp Klapp Klapp Mér finnst að fyrsta orðið ætti að vera afsakið. LÁRÉTT: 2. sápu, 6. ár, 8. nef, 9. les, 11. rs, 12. litlu, 14. skott, 16. bt, 17. frá, 18. aur, 20. ég, 21. krap. LÓÐRÉTT: 1. háll, 3. án, 4. perutré, 5. ufs, 7. reistur, 10. stk, 13. lof, 15. tága, 16. bak, 19. ra. Umburðarlyndi er kjaftæði. Bókstaf-lega lýsir orðið eitt og sér ekki öðru en því lyndi að umbera. En enginn vill vera umborinn. Fólk vill vera samþykkt og við- urkennt, ekki umborið. Ef einhver ætlar að slá sjálfan sig til riddara fyrir þá góð- mennsku sína að umbera mig getur sá hinn sami tekið sitt umburðarlyndi og troð- ið því þangað sem sólin ekki skín. Þannig umburðarlyndi er ekkert annað en hroki og yfirlæti undir þunnu lagi af bleikri máln- ingu. UMBURÐARLYNDI er svo mikið í tísku um þessar mundir að því er jafnvel stillt upp sem andstöðu forræðishyggju, rit- skoðunar og alls annars sem setur frelsi einstaklingsins til að gera það sem honum sýnist, sjálfum sér til sálartjóns og öðrum til ama, einhverjar skorður. Fyrir vikið verður kynþáttahatur að skoð- un sem verður að umbera, því fólk á að hafa frelsi til að vera eins miklir kynþáttahatarar og það kýs. EN sumt á einfaldlega aldrei að umbera. Mannréttinda- brot á ekki undir neinum kringumstæðum að umbera. Heimsku, ofbeldi, grimmd og fáfræði á ekki að umb- era. Mannhatur á ekki að umbera, hvort sem það bein- ist að konum, útlendingum, hommum, guð- leysingjum, múslimum eða rauðhausum. Skoðanir sem byggja á heimsku og hatri á ekki að umbera. Skoðanir sem vega að mannréttindum, t.d. trúfrelsi og tjáningar- frelsi, á ekki að umbera. ÞAÐ á að samþykkja fólk án þess því fylgi að grimmd þess, fáfræði og heimska sé umborin. Skoðanir byggðar á þessu eru hættulegar og dæmin sýna að þeim vex fiskur um hrygg ef þær er umbornar. Þar sem slíkar skoðanir ná lýðhylli eru þær undantekningarlaust landinu og þjóðinni til mikils skaðræðis. Mér ber engin skylda til að umbera nýnasisma, útlendingahatur, trúar- eða vantrúarofstæki eða neitt annað sem vegur að grundvallarmannréttindum. Ég áskil mér rétt, reyndar er mér tryggður hann í Mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna, til að berjast gegn þessu öllu með kjafti og klóm – að því tilskyldu að sú barátta brjóti ekki réttindi annarra. Höfum hugfast að réttindum, s.s. ferðafrelsi, er hægt að fyrirgera með að misbeita þeim. EF við umberum samtök gegn grundvall- armannréttindum á borð við trúfrelsi, t. d. því að moska rísi í Reykjavík, verðum við á nákvæmlega sömu forsendum að umbera Ku Klux Klan og samtök helfararafneitara, svo fátt eitt af sama sauðahúsi sé nefnt. Það er umburðarlyndi andskotans. Umburðarlyndi andskotans Heimsfrumsýnd 22. október
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.