Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 98

Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 98
66 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 13. nóvember 2010 ➜ Tónleikar 16.00 Sólstafir og XIII halda fjöl- skyldu- og unglingatónleika í dag á Sódómu Reykjavík frá 16-18. Aðgangs- eyrir er 500 krónur. ➜ Opnanir 12.00 Í Listasal Mosfellsbæjar opnar í dag sýning Dóru Árna „Mitt land“. Sýn- ingin stendur til 4. desember, en safnið er opið frá 12-19 virka daga, 12-15 laug- ardaga. Aðgangur er ókeypis. ➜ Opið hús 13.00 Í dag verður sameiginleg opnun 16 skjalasafna vítt og breitt um Ísland. Borgarskjalasafn, Tryggvagötu 15, verð- ur opið frá 13-17. Dagskráin er hluti af norrænum skjaladegi. ➜ Málþing 13.00 Í Gerðubergi verður haldið rit- þing um líf og feril Péturs Gunnarsson- ar. Ritþingið hefst kl. 13 og stendur til 16. Stjórnandi er Torfi H. Tulinius. ➜ Leiðsögn 14.00 Í dag verður boðið upp á leiðsögn á pólsku um grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands „Þjóð verður til- saga og menning í 1200 ár“. Leið- sögn hefst kl. 14.00 og er öllum að kostnaðarlausu. ➜ Útivist 10.15 Hjólaferð frá Hlemmi á vegum LHM.is. Lagt er af stað kl. 10.15 og hjól- að í 1-2 tíma um borgina. Allir velkomn- ir og þátttaka ókeypis. Sunnudagur 14. nóvember 2010 ➜ Tónleikar 15.15 Caput-hópurinn heldur tónleika í 15.15 tónleikasyrpunni í Norræna hús- inu í dag kl. 15.15. Miðaverð er 1.500 krónur en 750 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og nemendur. 17.00 Hljómsveitin Pollapönk verður með útgáfutónleika í Salnum í Kópa- vogi í dag. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Miðaverð er 2.000 krónur. ➜ Opnanir 14.00 Sýning Ísaks Óla Sævarssonar, „… og svo verð ég í Norræna húsinu“ opnar í anddyri Norræna hússins í dag kl. 14. Sýningin stendur til 2. janúar. ➜ Síðustu forvöð 14.00 Sýning Geirþrúðar Finnbogadótt- ur Hjörvar „Heimsendingarþjónusta“ í Suðsuðvestur lýkur í dag. Suðsuðvestur, Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ, er opið frá 14-17. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni verður að Stangarhyl 4, sunnudagskvöld kl. 20-23. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Sálin og Stórsveit Reykja- víkur spila í Laugardalshöll í kvöld. Aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld í tilefni af útgáfu sinnar nýj- ustu plötu, Upp og niður stigann. Hún er fyrsta hljóðsversplata þess- arar ástsælu sveitar í fimm ár. Stórsveit Reykjavíkur með Sam- úel J. Samúelsson fremstan í flokki spilar á plötunni og hún verður Sál- inni að sjálfsögðu til fulltingis á tónleikunum. Samúel útsetti lúðra- blásturinn á plötunni og segist hafa skemmt sér vel við verkefnið. „Það er alltaf gaman að fá að krukka í annarra manna músík. Ég hef unnið töluvert með þeim í gegnum tíðina, gert strengjaútsetningar og brass- dót en þetta var dálítið meira núna, sem var bara mjög gaman.“ Samúel fékk fyrst að heyra prufu- upptökur með nýjum lögum Sálar- innar þegar hann dvaldi í Brasilíu í byrjun ársins. „Ég var hlustandi á demó af nýrri Sálarplötu liggjandi á ströndinni í Ríó. Það var mjög súrrealískt,“ segir hann. Sálin vildi víkka út hljóm sinn á plötunni með því að fá Stórsveitina til liðs við sig. „Ég held að það hafi alveg tekist. Það er stórt brasssánd komið á þetta en þetta er samt Sál- arplata. Þeir eru trúir sjálfum sér,“ útskýrir Samúel. Hann býst við skemmtilegum tónleikum í kvöld. Rennt verður í gegnum nýju plötuna og einnig verða um tíu lög til viðbótar á efn- isskránni, þar á meðal eldri slagar- ar á borð við Krókurinn og Ábyggi- lega. „Fyrir aðdáendur Sálarinnar verða þetta mjög skemmtilegir tón- leikar. Það á líka bara að gera þetta einu sinni, þannig að fólk má ekki missa af þessu.“ freyr@frettabladid.is Sálin er trú sjálfri sér LEIÐA SAMAN HESTA SÍNA Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar, og Samúel J. Samúelsson verða í góðum gír í Höllinni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Ég er maður orðsins og málsins, hef haft áhuga á því frá því að ég var ungur maður,“ segir Hann- es Hólmsteinn Gissurarson um nýkomna bók, Kjarna málsins, þar sem hann hefur tekið saman fleyg orð á íslensku, sem og það- sem mestu andar Vesturlanda hafa sagt. „Ég hef ekki bara áhuga á því sem er fyndið og smellið, heldur líka því sem er viturlega sagt.“ Hannes hefur verið að vinna að bókinni undanfarin fimmtán ár og segist hafa haft það fyrir reglu að fara ekki í manngreinarálit við val á tilvitnunum, heldur þjóna les- andanum, sem „nennir ekkert að lesa einhverja sérvisku í mér“. Orðsnilld dreifist tiltölulega jafnt á stjórnmálaflokka, að mati Hannesar, nema hvað sennilega sé hún meiri hjá vinstri mönnum. „Ég held að það sé vegna þess að vinstri menn lifa í heimi orðs- ins og njóta þess að lesa ljóð og Íslendingasögur. Einu bækurnar sem hægri menn lesa eru banka- bækur; þeir vilja græða á daginn og grilla á kvöldin, eins og ég hef áður sagt, þótt þau fleygu orð hafi ekki ratað í bókina. Hægri menn mættu taka vinstri mennina sér til fyrirmyndar að þessu leyti og huga betur að því hvernig á að koma fyrir sig orði. Ég held því að þetta sé bók sem hægri menn þurfa að lesa, en vinstri menn njóta að lesa.“ Hannes segist einnig hafa greint mun á því hvernig kynin orða hugsanir sínar. „Auðvitað á maður ekki að alhæfa, en mér finnst eins og konum láti betur að orða sorg sína en körlum; það má oft greina meiri þjáningu í til dæmis ljóðum kvenna en karla.“ - bs Vinstri menn eru orðsnjallari en hægri menn HANNES HÓLMSTEINN Telur að konum láti betur að túlka sorg sína en körlum og oft megi greina meiri þjáningu í ljóðum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Listaháskóli Íslands heldur opinn dag í dag frá klukkan ellefu til 16. Þar gefst áhugasömum tæki- færi til koma í skólann og kynn- ast starfsemi hans. Allar deildir skólans verða kynntar á einum stað, í húsnæði skólans í Laugarnesi, Laugar- nesvegi 91. Nemendur, kennar- ar, námsráðgjafi og fleiri verða til viðtals og upplýsingagjafar. Fjölbreytt dagskrá og kynning verður á deildum skólans og má þar nefna uppákomur, sýnishorn af inntöku, tónleika, sýningar á verkefnum nemenda og fleira. Opið hús í LHÍ ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR! Viðbrögð áhorfenda á Facebook: „Stórkostlegur Rigoletto! Þetta kvöld verður lengi í minnum haft“ - Eyþór Eðvarðsson „Fórum á fimmtudaginn var og þessi sýning er stórkostleg :) takk kærlega fyrir frábæra Óperu“ - Svandís Gudmundsdóttir „Takk fyrir magnaða kvöldstund“- Bryndís Blöndal „Sá sýninguna 14. október og einfaldlega BRAVÓ!! Takk kærlega fyrir mig :)“ - Vilborg Sigurðardóttir „Algjörlega stórkostlegur Rigoletto“ - Guðbjörg Tryggvadóttir „Þetta var ekkert minna en Rigoletto í heimsklassa! Þvílíkur leikur, söngur og umgerðin öll. Hrífandi tilfinningarússibani allt kvöldið“ - Ragna Erwin „Algerlega frábært“ - Berglind Guðmundsdóttir „Þessu kvöldi mun ég aldrei gleyma…ég var gjörsamlega stjarfur allan tímann“ - Kristján Þorgils Guðjónsson „Glæsileg sýning. Gangi ykkur sem best og haldið áfram að slá í gegn.“ - Ómar Þór Guðmundsson „Er alveg í skýjunum eftir sýningu kvöldsins. Mögnuð uppfærsla. Takk fyrir mig.“ – Sigurveig Hjaltested „B R A V Ó !!!!!!“ - Sigurður Sumarliðason WWW.OPERA.IS SÍMI MIÐASÖLU 511 4200 Í kvöld – UPPSELT Sunnudagskvöld – UPPSELT. Síðustu aukasýningar 19. og 21. nóvember. Nokkur sæti laus. RIGOLETTO ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON · ÞÓRA EINARSDÓTTIR JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.