Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 100

Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 100
folk@frettabladid.is 68 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Bíó ★★★★ Gnarr Leikstjóri Gaukur Úlfarsson. Jón Gnarr var einu sinni nörd. Nú er hann borgarstjóri í Reykja- vík. Kosningaslagur hans í vor er ógleymanlegur en aðferðir Jóns og Besta flokksins í baráttunni um borgina þóttu nýstárlegar og flestir töldu að um grínframboð væri að ræða. En Jón og félag- ar voru ótvíræðir sigur- vegarar kosninganna og ráða nú ríkjum í Reykja- vík, sumum til gleði en öðrum til armæðu. Í heimildarmynd- inni Gnarr fylgjumst við með Jóni frá því hann tilkynnir um framboð flokksins og alveg fram á sjálfan kjördaginn. Jón er afskap- lega sjarmerandi maður og útgeislun hans virðist aukast með aldrinum. Hann á erf- itt með að venjast lífi stjórnmála- mannsins en virðist þó skemmta sér í félagsskap flokkssystkina sinna. Mest áberandi er Heiða Kristín, kosningastjóri flokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra. Heiða skartar einu fegursta brosi höfuðborgarsvæð- isins, og við sjáum nóg af því í myndinni enda er Jón ávallt á útopnu í brandara- deildinni. Þar liggur helsti styrkur myndarinnar. Jón er svo hrikalega fyndinn. Honum leiðist oft innan um mótfram- bjóðendur sína og virðist hafa afar lítið þol fyrir pólitísku karpi. Hann reynir að beina umræðunni í skemmtilegri áttir og tekst það að vissu leyti. Keppinautarnir virðast stundum fá sig fullsadda af fífla- látum Jóns, en þegar líða tekur á myndina er eins og lund þeirra léttist. Húmor og gleði Jóns er nefnilega svo bráðsmitandi. Það er óhætt að mæla með Gnarr fyrir stuðningsmenn Jóns en jafnvel enn frekar fyrir þá sem hafa engan húmor fyrir setu hans í borgarstjórastólnum. Mynd- in sýnir það glögglega að Jón var ekkert að grínast. Mér fannst þó koma kafli fyrir miðja mynd þar sem stytta-og-sleppa deildin hefði mátt láta betur til sín taka. En ég ætla ekki að kvarta yfir neinu öðru því myndin er stórskemmtileg og líkt og Suðu-Sigfús sagði eftir- minnilega: Maður biður ekki um mikið meira. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Fyndin mynd og vel gerð. Framhaldsmynd er óumflýjan- leg. Gleði og grátur í Gnarrenburg SJARMERANDI STJÓRNMÁLAMAÐUR Kvikmyndin um Jón Gnarr og framboð Besta flokksins er bæði fyndin og vel gerð að mati gagnrýnanda. Heimildarmyndin Gnarr var frumsýnd í Sambíóinu í Grafarvogi í gær. Eftir myndina hittust aðstandendur og velunnarar myndarinnar á Hótel Borg og skemmtu sér eins og konungborið fólk. Gnarrfólkið skemmtir sér VINKONURNAR MÆTTAR Tobba Marinós mætti úr eigin útgáfuhófi í partýið og sést hér ásamt Írisi, vinkonu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÁTIR PILTAR Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson var að vonum kátur. Það var Sigvaldi J. Kárason líka. ÞVÍLÍKT STUÐ Berglind Häsler og Hug- leikur Dagsson tóku orð ljósmyndara bókstaflega þegar hann bað þau að stilla sér upp. FYRIR OG EFTIR? Sindri Freyr og Sölvi Blöndal sýna hér áhrifamátt rakvéla á afar myndrænan hátt. VINNUFÉLAGARNIR Óttarr Proppé og Jón Gnarr eru aðalstjörnurnar í Gnarr. Þeir klæddu sig upp á í tilefni dagsins. REFFILEG Björn Blöndal og Svanborg Sigurðardóttir sýndu hvernig á að gera þetta. Í GÓÐU STUÐI Hrafnkell Kaktus Einars- son og Karl Sigurðsson fóru í störu- keppni við ljósmyndara. Keppnin er enn þá í gangi. Daniel Radcliffe fékk ekki heitustu ósk sína uppfyllta þegar honum var tilkynnt að hann fengi ekki eitt af þeim gulleggjum sem notuð voru í Harry Potter and the Goblet of Fire. Honum var nefnilega til- kynnt að eggið yrði gefið á safn. Breski leikarinn, sem senn kveður Harry Potter-æðið, vildi eiga eggið til minningar um vinnu sína. Radcliffe var þegar búinn að ná sér í eitt þegar hann var vin- samlegast beðinn um að skila því. Enda fékk hann að vita að eggið kostaði tíu þúsund pund. „Ég lenti í smá vandræðum af því að ég var gripinn með drekaeggið. Ég vissi ekki hversu dýrmætt það var og heldur ekki að það væri að fara á safn. Ég varð þess vegna að skila því.“ Radcliffe var ekki sá eini sem reyndi að stela gulleggi því Rupert Grint var einnig gert að skila einu slíku sem hann stal af tökustað. Gripinn glóðvolgur 1 RIHANNA SKAUST BEINT Á TOPP bandaríska Billboard-listans í vikunni með nýja lagið sitt, What‘s My Name. Hún er einnig í fjórða sæti listans með lagið The Only Girl (In the World). Spennandi SAGA MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI „Myndin var framúrskarandi vel gerð. Hún náði heljartökum á manni strax á fyrstu mínútu.“ PLÚS: 60 MÍNÚTUR AF AUKAEFNI Örlagasaga fólksins um borð í Goðafossi þegar skipið var skotið niður af þýskum kafbáti árið 1944. Saga sem aldrei má gleymast. NÝTT á DVD OPO Morgunblaðinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.