Fréttablaðið - 13.11.2010, Side 112

Fréttablaðið - 13.11.2010, Side 112
 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Hádegisleikurinn í enska boltanum er viðureign Aston Villa og Man. Utd. Lærisveinar Sir Alex Ferguson hjá Man. Utd hafa ekki enn tapað leik í vetur og eru búnir að spila 25 leiki í röö án þess að tapa. Síðast tapaði liðið fyrir Chel- sea í apríl á þessu ári. United mætir í dag stjóra sem gekk vel með United er hann stýrði Liverpool á sínum tíma. Sá heitir Gerard Houllier og hann mætir nú Ferguson í fyrsta skipti í sex og hálft ár. Alls mættust Man. Utd og Liver- pool tólf sinnum er Houllier stýrði Liverpool. Ferguson vann fimm leiki, Houllier fimm og tveir end- uðu með jafntefli. Aðeins Ars- ene Wenger, stjóri Arsenal, hefur unnið fleiri leiki gegn Ferguson. Þó svo árangur Houllier gegn Man. Utd sé góður verður ekki það sama sagt um Aston Villa. Villa hefur aðeins unnið einn af síðustu 29 viðureignum liðanna. Það hjálpar ekki til fyrir Villa að níu leikmenn liðsins eru meidd- ir og gætu misst af leiknum í dag. Man. Utd verður klárlega án Paul Scholes sem er í leikbanni eftir að hafa fengið fimm gul spjöld það sem af er vetri. Patrice Evra og Rafael eru einnig tæpir vegna meiðsla. Liverpool sækir Stoke heim þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verð- ur ekki í byrjunarliði Stoke frekar en fyrri daginn. Liverpool hefur verið að sækja í sig veðrið í síðustu leikjum þó svo það hafi gert jafntefli við Wigan í vikunni. „Ég er að vonast til þess að leik- mennirnir verði ferskir í leiknum. Við byrjuðum tímabilið skelfilega og þurfum að hrista þann skrekk af okkur,“ sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool. „Útileikir í þessari deild eru allt- af erfiðir og við verðum að leggja mikið á okkur til þess að ná góðum úrslitum. Ég veit hvernig Stoke spilar og vonast eftir að ná góðum úrslitum í þessum leik. Hin víðfrægu innköst Rory Delap, leikmanns Stoke, munu lík- lega skapa usla eins og venjulega en Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, segir að vörnin sé klár í slaginn. „Við þurfum allir að vera á rétt- um stað á réttum tíma. Það er ekki auðvelt að verjast þessum löngu innköstum og við verðum að vera varkárir og vinna vel með Pepe í markinu,“ sagði Skrtel. - hbg Leikir helgarinnar Laugardagur: Aston Villa - Man. Utd Man. City - Birmingham Newcastle - Fulham Tottenham - Blackburn West Ham - Blackpool Wigan - WBA Wolves - Bolton Stoke - Liverpool Sunnudagur: Everton - Arsenal Chelsea - Sunderland Man. Utd hefur ekki tapað í síðustu 25 leikjum: Fornir fjendur mætast á Villa Park MÆTAST Á NÝ Gerard Houllier gekk vel gegn United með Liverpool. Endurtekur hann leikinn með Aston Villa? NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Naustabryggja 14 110 Reykjavík Falleg og rúmgóð íbúð á góðu verði Stærð: 112,5 fm Fjöldi herbergja: 4 Byggingarár: 2002 Fasteignamat: 24.100.000 Verð: 23.900.000 RE/MAX SENTER KYNNIR: Fallega og stílhreina 4ja herbergja íbúð á jarðhæð ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í hol með parketi og fataskáp, sjónvarpshol sem er stúkað af frá stofu, samliggjandi stofu og borðstofu með parketi og stórum gluggum. Eldhúsið er opið við stofu, með vandaðri Maghony innréttingu og efri skápum upp í loft. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og þar er innrétting og baðkari með sturtu. Hjónaherbergi er parketlagt, með góðum fataskápum og útgengi út á sérverönd í bakgarði. Tvö barnaherbergi með parketi og fataskápum. Þvottahús með flísum og hvítri innréttingu með góðu skápaplássi.Í kjallara er góð sér geymsla með hillum og sameiginleg geymsla fyrir dekk ofl. Einnig er góð sameiginleg hjólageymsla. Stæði í upphitaðri bílageymslu. Góð sér timburverönd er í vel hirtum og fallegum bakgarði þar sem einnig er stór sameiginleg verönd. Sameign er öll mjög snyrtileg og vel umgengin. Allar upplýsingar um eignina gefur Ástþór Reynir í síma 8996753 eða á arg@remax.is og Gunnar Sverrir 8622001 eða á gunnar@remax.is Senter Ástþór Reynir Lögg. fasteignasali arg@remax.is Gunnar Sverrir Sölufulltrúi gunnar@remax.is Opið Hús Opið hús á sunnudaginn kl 15.00 - 15.30 899 6753 8622001 FÓTBOLTI Ian Jeffs er kominn „heim“ sögðu Eyjamenn í gær er Ian Jeffs skrifaði undir samning við félagið. Hann var hjá félaginu frá 2003 og til 2008 er hann gekk í raðir Fylkis. Þaðan fór hann í Val en er nú kominn aftur til Eyja. „Það er mjög gaman að vera kominn aftur til Eyja og spenn- andi. Þetta var ekkert rosalega erfitt val. Það voru nokkur félög sem vildu fá mig en mér leist best á ÍBV. Mér leið alltaf vel í Eyjum og því var ég til í að fara þang- að,“ sagði Jeffs við Fréttablaðið í gær en það skemmdi ekki fyrir að konan hans er frá Eyjum og var því vel til í að fara aftur til Eyja. „Það er líka mjög spennandi tímabil fram undan í Vestmanna- eyjum enda er liðið í Evrópu- keppni. Mér líst líka vel á Heimi en ég spilaði undir hans stjórn á sínum tíma. Hann er mjög góður þjálfari. Þetta verður virkilega skemmtilegt,“ sagði Jeffs. Hann gerir aðeins eins árs samning við ÍBV þar sem ekki er loku skotið fyrir að hann fari í nám erlendis á næsta ári. Jeffs er að vonast til þess að útskrif- ast sem íþróttafræðingur næsta vor og hann íhugar mastersnám erlendis í framhaldi af því. Hann tekur þó aðeins eitt ár í einu og útilokar ekki að vera lengur en þetta eina ár í Eyjum. Jeffs er sannfærður um að næsta sumar verði skemmtilegt og sérstaklega hlakkar hann til að mæta aftur á Þjóðhátíð sem leik- maður ÍBV. „Ég fór á Þjóðhátíð í fyrra en það er miklu skemmtilegra að fara á Þjóðhátið þegar maður er leikmaður ÍBV,“ sagði Jeffs og hló dátt. - hbg Ian Jeffs gerði eins árs samning við ÍBV í gær: Skemmtilegra á Þjóðhátið er maður spilar fyrir ÍBV AFTUR TIL EYJA Jeffs spilar með ÍBV á nýjan leik næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.