Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 20
20 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
Ég er stoltur af að hafa heimsótt Evrópu sex sinnum sem for-
seti, að meðtöldum leiðtogafund-
um NATO, og Bandaríkjanna og
Evrópusambandsins, í Lissabon
í þessari viku. Þetta endurspegl-
ar varanlegan sannleika um utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna – sam-
bandið við bandamenn okkar og
félaga í Evrópu er hornsteinninn
að samskiptum okkar við heiminn
og hvati að hnattrænni samvinnu.
Enginn heimshluti er jafn samstiga
Bandaríkjunum hvað varðar gildis-
mat, hagsmuni, getu og markmið.
Stærsta efnahagssamband í heimi
skapar með viðskiptum yfir Atlants-
hafið milljónir starfa í Bandaríkj-
unum og Evrópu og er grundvöllur-
inn að viðleitni okkar til að viðhalda
efnahagsbata um allan heim.
Sem bandalag lýðræðisþjóða
tryggir NATO sameiginlegar
varnir okkar og stuðlar að því að
styrkja ung lýðræðisríki. Evrópa
og Bandaríkin vinna saman að því
að takmarka útbreiðslu kjarnorku-
vopna, stuðla að friði í Austurlönd-
um nær og vinna gegn loftslags-
breytingum. Og eins og við höfum
séð á nýlegum öryggisviðvörunum
í Evrópu, og upprættu sam særi
um að sprengja fraktflugvélar yfir
Atlantshafinu, vinnum við náið
saman á hverjum degi til að koma
í veg fyrir hryðjuverkaárásir og
viðhalda öryggi borgaranna. Við
erum einfaldlega nánustu sam-
starfsmenn hver annars. Hvorki
Evrópubúar né Bandaríkjamenn
geta tekist á við áskoranir okkar
tíma án hins aðilans. Þessir leið-
togafundir eru þannig tækifæri til
að auka samvinnu okkar enn frekar
og tryggja að NATO – árangursrík-
asta bandalag mannkyns sögunnar –
verði áfram jafn mikilvægt á þess-
ari öld og það var á þeirri síðustu.
Þess vegna höfum við ítarlega dag-
skrá í Lissabon.
Í fyrsta lagi, varðandi Afganist-
an, getum við stillt saman tilraunir
okkar til að koma stjórn landsins í
hendur heimamanna um leið og
við viðhöldum varanlegum skyld-
um okkar við afgönsku þjóðina.
Bandalag okkar í Afganistan, undir
forystu NATO, samanstendur af 48
þjóðum – þar með töldum öllum 28
aðildarríkjum NATO og 40 þúsund
manna herliði frá bandalags- og
vinaþjóðum, og við virðum þjón-
ustu þeirra og fórnir. Sameiginleg
viðleitni okkar er nauðsynleg til að
koma í veg fyrir að hryðjuverka-
menn öðlist öruggt skjól, alveg eins
og það er nauðsynlegt að bæta líf
afgönsku þjóðarinnar. Eftir komu
viðbótarherafla bandalagsþjóðanna
á síðustu tveimur árum höfum við
loksins úrræði og mannafla til að
brjóta framsókn talíbana á bak
aftur, svipta uppreisnarmenn vígj-
um sínum, þjálfa fleiri afganskar
öryggissveitir og aðstoða afgönsku
þjóðina. Í Lissabon munum við
stilla saman strengi okkar svo
við getum byrjað að fela ábyrgð-
ina í hendur Afgönum snemma á
næsta ári, og innleiða þau markmið
Karzais forseta að afganski herinn
taki að sér öryggisgæslu í Afgan-
istan í lok árs 2014. Og þótt Banda-
ríkin byrji að fækka í herliði sínu í
júlí á næsta ári getur NATO – eins
og Bandaríkin – stofnað til varan-
legrar samvinnu við Afganistan til
að það sé ljóst að þegar Afganar
standa upp og taka við stjórninni
munu þeir ekki standa einir.
Um leið og okkur miðar áfram í
Afganistan mun NATO einnig taka
breytingum í Lissabon með nýrri
stefnumótun sem viðurkennir þá
möguleika og samstarfsaðila sem
við þörfnumst til að mæta nýjum
hættum á 21. öldinni. Þetta verð-
ur að hefjast á því að ítreka undir-
stöðu þessa bandalags – þá skuld-
bindingu í 5. grein að árás á eina
bandalagsþjóð sé árás á þær allar.
Til að tryggja að þessi skuldbind-
ing hafi þýðingu verðum við að
styrkja það bolmagn sem nauðsyn-
legt er til að vernda fólkið okkar í
dag og undir búa verkefni morgun-
dagsins. Um leið og við nútíma-
væðum hefðbundinn herafla okkar
verðum við að endurbæta stjórn-
kerfi bandalagsins til að gera hann
áhrifa ríkari og skilvirkari, fjár-
festa í þeirri tækni sem gerir herj-
um bandalagsins kleift að starfa
saman á árangurs ríkan hátt, og
þróa nýjar varnir gegn ógnum eins
og netárásum.
Annað sem nauðsynlegt er að
bandalagið hafi yfir að ráða eru eld-
flaugavarnir NATO-svæðisins, sem
þarf til að mæta raunverulegri og
vaxandi ógn af skotflaugum. Stig-
bundna aðlögunarnálgunin (PAA)
í eldflaugavörnum Evrópu, sem ég
kynnti í fyrra, mun veita sterka og
áhrifaríka vörn fyrir landsvæði
og íbúa Evrópu og bandaríska her-
menn sem þar eru. Enn fremur
eru þær grundvöllur frekari sam-
vinnu – með hlutverki og vörn fyrir
öll bandalagsríkin, og tækifæri til
samstarfs við Rússland sem einnig
stafar ógn af skotflaugum.
Auk þess getum við unnið að
því að skapa aðstæður fyrir fækk-
un kjarnorkuvopna og færst nær
þeirri framtíðarsýn sem ég lýsti
í Prag á síðasta ári – kjarnorku-
vopnalausum heimi. En á meðan
þessi vopn eru til verður NATO
að búa yfir kjarnorkuvopnum, og
ég hef gert lýðum ljóst að Banda-
ríkin munu viðhalda áreiðanlegu,
öruggu og áhrifamiklu kjarnorku-
vopnabúri til að halda aftur af and-
stæðingum okkar og til að tryggja
varnir bandamanna okkar.
Að endingu: Í Lissabon getum
við haldið áfram að móta samstarf
út fyrir raðir NATO, sem stuðlar
að því að gera bandalagið okkar
að máttarstólpa öryggis í heimin-
um. Við verðum að halda dyrunum
opnum fyrir lýðræðisríki Evrópu
sem uppfylla skilyrði NATO-aðild-
ar. Við verðum að auka samstarf við
samtök sem fullkomna styrkleika
NATO, eins og Evrópusambandið,
Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis-
og samvinnustofnun Evrópu. Og
með setu Dmitris Medvedev forseta
á leiðtogafundi NATO og Rússlands
getum við haldið áfram hagnýtri
samvinnu NATO og Rússlands til
hagsbóta fyrir báða aðila. Því rétt
eins og Bandaríkin og Rússland
hafa endurbætt samband sitt geta
NATO og Rússland það líka. Í Lissa-
bon getum við sýnt að NATO lítur
á Rússland sem félaga, ekki and-
stæðing. Við getum aukið samvinnu
okkar varðandi Afganistan, varn-
ir gegn eiturlyfjum og öryggismál
21. aldar – allt frá útbreiðslu kjarn-
orkuvopna til útbreiðslu ofbeldis-
fullra öfgastefna. Og með því að
hefja samvinnu í eldflaugavörnum
getum við snúið spennu fyrri tíma
upp í samvinnu gegn sameiginleg-
um ógnum.
Í meira en sex áratugi hafa
Evrópubúar og Bandaríkjamenn
staðið hlið við hlið, því samvinna
okkar styrkir hagsmuni okkar
og ver frelsið sem við metum svo
mikils sem lýðræðisleg samfélög.
Heimurinn hefur breyst og á sama
hátt hefur bandalag okkar breyst
og þess vegna erum við sterkari,
öruggari og efnaðri. Þetta er verk-
efni okkar í Lissabon – að blása einu
sinni enn nýju lífi í bandalagið og
tryggja öryggi okkar og velmegun
á komandi áratugum.
Evrópa og Bandaríkin – samstiga til framtíðar
Leiðtogafundur
NATO
Barack
Obama
forseti Bandaríkjanna
Við verðum að auka samstarf við samtök
sem fullkomna styrkleika NATO, eins og
Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar
og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.
Í nútímasamfélagi er umræða um trú oft álitin forboðin. Yfirleitt
er talið að ekki sé til neitt eitt rétt
svar og trú og trúrækni u oftast
talin vera af hinu góða en þeir sem
andmæla eru oft úthrópaðir öfga-
menn. Miðað við mína reynslu er
það að vera trúleysingi yfirleitt
talið vera nokkuð slæmt.
Öfugt við það sem flestir telja er
trú hins vegar ekki kjarni umræð-
unnar um aðskilnað ríkis og kirkju.
Meira að segja eru helstu stuðn-
ingsmenn aðskilnaðar kirkjunnar
frá ríkinu Sjöunda dags aðventist-
ar. Trú og trúrækni skipta engu í
umræðunni því ástæðan fyrir því
að barist er gegn Þjóðkirkju er sú
að ríkið á ekki að skipta sér af jafn
óáþreifan legum hlut og trúnni.
Þar að auki er rekstur Þjóðkirkju
hrein og klár mismunun.
Hugtakið Þjóðkirkja felur í sér
að ríkið styrki kirkjuna fjárhags-
lega, með öðrum orðum, Þjóðkirkj-
an er í raun ríkisrekið fyrirtæki.
En hvað er það annað en mismun-
un gagnvart öðrum trúfélögum?
Hvers vegna á íslenska ríkið að
styrkja hina lútersku kirkju en
ekki Votta Jehóva, Múslimafélag-
ið eða Sjöunda dags aðventista?
Hvað er það sem gerir hina lút-
ersku kirkju svona miklu betri en
öll hin trúfélögin?
Þar að auki er mikilvægt að
ríkið fari ekki að hafa áhrif á
trúar skoðanir þegna sinna. En
með Þjóðkirkju koma bersýnilega
þessi áhrif í ljós; það þykir nán-
ast óeðlilegt að vera ekki með-
limur Þjóðkirkjunnar. Börn sem
ekki halda upp á jól og taka ekki
þátt í kristinfræðikennslu í skól-
um eru álitin skrýtin. Í landi þar
sem trú frelsi er í hávegum haft er
óásættan legt að einu trúfélagi sé
hyglað með fjárframlögum, heim-
sóknum í skóla og kristinfræði-
kennslu.
Einnig er þörf á viðhorfsbreyt-
ingu almennings til trúfélags-
skipta. Við fæðingu eru börn skráð
í trúfélag móður, án þess að þau
hafi myndað sér sérstaka skoðun
á þeim trúarbrögðum. Þar að auki
er fermingaraldurinn á Íslandi 13
ára, sem er að mínu mati allt of
lágur aldur. Allt of margir fermast
bara vegna þess eins að allir aðrir
gera það, eða til þess að fá gjafir.
Þess vegna tel ég skynsamlegast
að leyfa fólki sjálfu að ráða hvaða
trú höfðar til þess og að menn
geti skráð sig í trúfélög, finnist
fólki þau heillandi. En í dag er því
öfugt farið; maður þarf að skrá
sig úr trúfélagi, höfði það ekki til
manns. Þar að auki eru til dæmi
um að fólki hafi verið bannað að
vera með svokölluð „trúfrelsis-
átök“ þar sem trúfélagsskráningar-
blöðum hefur verið dreift, til að
auðvelda fólki að skipta um trú-
félög. Þetta er að sjálfsögðu for-
kastanlegt; með trúfrelsis átökum
er einungis verið að leiðrétta fólk
sem skráð er í trúfélag sem sam-
ræmist ekki trúarskoðunum þess
og að sjálfsögðu er enginn neyddur
til eins eða neins í þessum leiðrétt-
ingum. Allar trúfélagsleiðrétting-
ar eru gerðar með vitund og vilja
þess sem leiðréttir hvaða trúfélagi
hann tilheyrir.
Þjóðkirkjan er rándýr í rekstri.
Hún kostar um 5 milljarða á ári
sem er sambærilegt við fjárfram-
lög ríkisins til Háskóla Íslands.
Í árferði sem þessu er forgangs-
röðun algert lykilatriði og er
rekstur Þjóðkirkju fáránlegur. Í
Morgunblaðinu í gær kom fram að
hver Íslendingur fari 4,3 sinnum
í kirkju árlega. Það þýðir að hver
kirkjuviðvera Íslendings er niður-
greidd um u.þ.b. 3.500 krónur.
Þessi kostnaður er ekki greiddur
af kirkjuförunum sjálfum, heldur
af þjóðinni allri. Múslimar, Vott-
ar, trúleysingjar og allir aðrir eru
að borga fyrir rándýra kirkjuvið-
veru hluta þjóðarinnar. Er það svo
fáránlegt að ætlast til að Þjóðkirkj-
an verði sjálfbær stofnun? Að þeir
sem telji hana nauðsynlega og nota
hana borgi brúsann?
Þess má geta að þessir styrkir
eru viðbót við sérstakt safnaðar-
gjald sem allir sem eru skráðir í
Þjóðkirkjuna þurfa að greiða. Það
allra versta er hins vegar það að
þrátt fyrir alla þessa styrki þurf-
um við samt að borga sérstak-
lega fyrir brúðkaup, fermingar og
jarðarfarir.
Aðskilnaður ríkis og kirkju
Ríki og kirkja
Jakob
Gunnarsson
menntaskólanemi
Trú og trúrækni
skipta engu í
umræðunni því ástæðan
fyrir því að barist er gegn
Þjóðkirkju er sú að ríkið
á ekki að skipta sér af
jafn óáþreifanlegum hlut
og trúnni.
Handbók stjórnarmanna,
fjárhagsleg endurskipulagning
fyrirtækja og skattamál
Morgun- og síðdegisfundir KPMG á Akureyri,
Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði varpa ljósi á
flókið umhverfi í fyrirtækjarekstri í dag.
kpmg.is
Akureyri
23. nóvember
8:30 - 10:00
Kynning á Handbók
stjórnarmanna
Fjárhagsleg
endurskipulagning
fyrirtækja
Höfn í
Hornafirði
25. nóvember
17:15 - 18:45
Kynning á KPMG
og Handbók
stjórnarmanna
Skattamál
Fjárhagslega
endurskipulagning
fyrirtækja
Egilsstaðir
2. desember
16:15 - 18:00
Kynning á Handbók
stjórnarmanna
Fjárhagsleg
endurskipulagning
fyrirtækja
Skráning og allar nánari upplýsingar um fundina er á kpmg.is