Fréttablaðið - 20.11.2010, Qupperneq 84
52 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
fórum að ræða um Paul og van
Breukelen sagði: „Veistu, hann
minnir mig á Gullit...“
Fyrsta veturinn með United lék
McGrath mestmegnis með varalið-
inu en þó fékk hann að spila 14 leiki
með aðalliðinu. Hægt og bítandi
vann McGrath sér sæti í aðalliðinu
og á öðru tímabili sínu var honum
boðinn nýr langtímasamningur.
Eftir á segist hann sjá eftir því að
hafa skrifað undir því samningur-
inn var til sjö ára og launin voru
500 pund á viku. Bestu menn liðs-
ins voru með áttföld þau laun.
Slagsmál við bandaríska hermenn
McGrath var sæmilega spakur á
sínu fyrsta tímabili en sumarið
1983 fór liðið í æfingaferð til Mall-
orca. McGrath datt þá í það og lenti
í útistöðum við bandaríska hermenn
sem létu hann fá það óþvegið. Dag-
inn eftir vaknaði hann í rifnum
fötum og með glóðarauga. Svipað
gerðist í æfingaferð sem farin var
til Amsterdam sama sumar. Þar
datt hann í það, lenti í áflogum og
gat ekki leikið með liðinu. „Ég sat
bara uppi í stúku með sólgleraugu,“
segir McGrath.
Engin áhugamál nema áfengi
Þó að McGrath hafi á sínum ferli
með United leikið rúmlega 160 leiki
var hann oft meiddur. Hnéð var að
plaga hann og fór hann átta sinnum
í uppskurð vegna hné meiðsla. Þegar
hann var meiddur var enn meira til-
efni til að grípa til bokkunnar.
Paul McGrath: „Auðvitað var ég
drykkjubolti. Hversu mikill? Nógu
mikill. Í dag yrði ég líklega dæmdur
sem súrrandi fyllibytta en um miðj-
an níunda áratuginn var viðhorfið
annað. Bjór var jafnmikill hluti af
lífi flestra knattspyrnumanna og
pasta er í dag. Þegar líða fór á feril-
inn datt ég í það hvenær sem ég gat.
Ég útskrifaðist úr bjórnum og fór að
drekka vodka og aðra sterka drykki.
Í meiðslum var lítið annað að gera
en drekka. Hvað annað gat maður
gert? Golf? Snóker? Ég var ekki
kylfingur og nennti lítið að spila
snóker. Ég átti engin áhugamál.“
Haustið 1986 breyttist allt hjá
United. Alex Ferguson, fram-
kvæmda stjóri Aberdeen, var
fenginn til að taka við af Atkin-
son. Ferguson hafði meðal annars
gert Aber deen að Evrópumeistur-
um bikar hafa 1983 og hafði síðar
hafnað tilboðum frá Glasgow Rang-
ers, Arsenal og Tottenham.
Ferguson losar sig við McGrath
Áður en Ferguson tók við Man-
chester United var liðið frægt fyrir
drykkjuskap og titlaleysi. McGrath
var ekki eini drykkjusvelgurinn.
Hann átti til dæmis ekki í erfið-
leikum að draga Norman Whiteside
með sér út á pöbb og þá voru Bryan
Robson, Kevin Moran og Gordon
Strachan einnig oftast til í að fá sér.
Ferguson þoldi þetta ekki og losaði
sig fljótlega við mestu bytturnar,
þar á meðal McGrath.
Ferguson viðurkennir að þegar
hann hafi tekið við United hafi
hann ekki verið sjóaður stjóri.
Hjá Aberdeen hafi hann verið með
unga leikmenn sem allir hafi borið
virðingu fyrir honum en hjá Unit-
ed hafi stemmningin verið öðru-
vísi. McGrath var alltaf inni í skel-
inni og sagði fátt. Það var erfitt að
ná til hans og Ferguson beitti röng-
um aðferðum til þess – hárblásara-
aðferðin virkaði ekki á McGrath.
Alex Ferguson: „Ég var ekki nógu
reyndur til að átta mig á því hvernig
ég ætti að ná til Paul McGrath. Í dag
myndi ég nota aðra aðferð. Ég myndi
leggja höndina föðurlega á öxlina á
honum og tala rólega við hann.“
Þegar Ferguson var með United
stóð McGrath sig oftast með sóma
inni á fótboltavellinum. Árið 1987
var hann meðal annars valinn í
úrvalslið ensku deildarinn og lék
með því gegn heimsúrvalinu. „Við
unnum leikinn 3-0 og frammistaða
mín gegn Diego Maradona var lofuð
í hvívetna,“ segir McGrath.
100 þúsund pund fyrir að hætta
Drykkjuvandræðin og hnémeiðsl-
in urðu til þess að árið 1989 bauð
Ferguson McGrath 100 þúsund pund
og góðgerðarleik fyrir að hætta í
fótbolta. McGrath var 29 ára og árs-
launin hans voru í kringum 50 þús-
und pund, sem þýðir að hann var
með launalægstu knattspyrnumönn-
um United. Í fyrstu þótti McGrath
boðið rausnarlegt en eftir umhugsun
ákvað hann að hafna því. Fjölmörg
lið höfðu áhuga á kröftum Írans.
Að lokum var það Graham Taylor
sem keypti McGrath til Aston Villa
fyrir 425 þúsund pund og borgaði
honum þrefalt hærri laun en hann
hafði haft hjá Manchester United.
Þá hófst nýr kafli í lífi McGrath.
Paul McGrath: „Taylor hefði ekki
getað ímyndað sér í hverju hann
var að fjárfesta. Ég var í algjörri
ringulreið. Drykkjan og hnén voru
smávægilegir gallar miðað við þá
tilfinningalegu erfiðleika sem ég
glímdi við.“
Áður en McGrath var kynntur
fyrir stuðningsmönnum Villa og fjöl-
miðlum hellti hann í sig einni South-
ern Comfort og komst þannig gegn-
um kynninguna. „Ég vissi að þetta
var ekki í lagi en ég vissi líka að ég
þyrfti áfengi til að komast í gegnum
þennan dag. Ég hugsaði með mér að
ég myndi borga þeim til baka inni á
vellinum,“ segir McGrath.
McGrath stóð við það því hjá
Aston Villa átti hann sín bestu ár
inni á vellinum. Hnén plöguðu hann
vissulega stundum en hann fór samt
ekki í einn einasta uppskurð þökk
sé Jim Walker sjúkraþjálfara, sem
McGrath kallar einn sinn besta og
nánasta vin. Með Aston Villa varð
hann deildarbikarmeistari árið 1994
og 1996, liðið þótti skemmtilegt og
var oft í toppbaráttunni. Á fyrsta
tímabili McGrath hjá Aston Villa
endaði liðið í öðru sæti deildarinnar
og Graham Taylor var ráðinn þjálf-
ari enska landsliðsins. Sumarið 1990
var dr. Josef Venglos ráðinn fram-
kvæmdastjóri Villa.
Týndur á fylleríi
Drykkjuvandræðin mögnuðust
þegar McGrath var hjá Aston Villa.
Oft átti hann það til að láta sig ein-
faldlega hverfa og þá vissi enginn
hvar hann var nema kannski Jim
Walker. Eftir landsleik Íra gegn
Tyrkjum í Dublin haustið 1990 lét
McGrath sig hverfa.
Jim Walker: „Í þetta skiptið dróst
þetta lengur en venjulega. Hann
missti af leik á laugardegi og allir
í liðinu vissu að hann væri á fyll-
eríi en sem betur fer hafði ekkert
lekið í fjölmiðla. Ég komst að því að
hann væri með einhverri stúlku í
Manchester (McGrath var að halda
framhjá). Ég ók þangað og bankaði
upp á heima hjá Paul, sem dauðbrá
við að sjá mig. Ég dröslaði honum
í bílinn og ók með hann á æfinga-
svæði Aston Villa þar sem ég lét
renna í heitt bað og McGrath sofnaði
fljótlega í baðkerinu. Þetta var frí-
dagur og enginn á svæðinu. Síðan er
bankað. Það er David Moore, blaða-
maður á Daily Mirror.“
Moore: „ Ég hef traustar heimildir
fyrir því að McGrath sé týndur ein-
hvers staðar á fylleríi.“
Walker: „Nei, það er ekki rétt.“
Moore: „Jim, þessi heimild hefur
aldrei brugðist. Aldrei.“
Walker: „Það er samt ekki rétt.“
Moore: „Jim, þú getur ekki hald-
ið verndarhendi yfir honum. Fólk er
farið að átta sig á því að það er eitt-
hvað að.“
„Ég fór með David inn og sagði
við Paul: þetta er David, hann heldur
að þú sért týndur. Paul var orðinn
hressari og leit ágætlega út en David
blygðaðist sín og baðst afsökunar.
Sagði að þessi heimild hefði aldrei
svikið hann áður. Enn og aftur slapp
McGrath, fréttin komst aldrei í fjöl-
miðla og til þessa dags veit David
ekki hvað gekk raunverulega á.“
Í apríl 1991 reyndi McGrath að
svipta sig lífi með því að sturta í sig
lyfjum en læknum tókst að dæla upp
úr honum. Aftur slapp McGrath. Í
maí var Venglos rekinn og Ron
Atkinson var ráðinn til Aston Villa.
Blindfullur í leik á Írlandi
Sumarið 1991 fór Aston Villa í
æfingaferð til Írlands. Nokkrum
klukkustundum fyrir leik gegn Shel-
bourne var McGrath blindfullur.
Atkinson var þá að missa þolinmæð-
ina og tók ekki í mál að McGrath
léki ekki. Atkinson ákvað meira að
segja að gera McGrath að fyrirliða
því samlandar hans væru komnir til
að sjá hann leika. Þar með var það
ákveðið. Eftir fimm mínútna leik
fékk Aston Villa aukaspyrnu á miðj-
um vellinum.
Jim Walker: „Paul tók aldrei auka-
spyrnur. Í þetta skiptið ákvað hann
samt að gera það. Hann stillti bolt-
anum upp, gekk fimm skref aftur á
bak og svo fimm í viðbót. Ég man að
ég hugsaði með mér, hvað er hann
að gera? Það næsta sem ég sé er að
Paul hleypur að boltanum eins hratt
og hann getur og sparkar í jörðina.
Boltinn rúllar svona fimm metra
áfram.“
Ron Atkinson: „Ég kallaði í
Gordon Cowans (leikmann Aston
Villa) og bað hann um að segja Paul
að leggjast á völlinn og kvarta undan
ökklameiðslum. Hann gerði það og
var studdur af leikvelli „meiddur“.
Besti leikmaður Úrvalsdeildarinnar
Árið 1993 var Paul McGrath valinn
besti leikmaður Úrvals deildarinnar,
sem er ótrúlegt afrek hjá manni sem
var með allt niður um sig fyrir utan
fótboltavöllinn.
Paul McGrath: „Besta leiktímabil
lífs míns er í raun ráðgáta. Allt
umrótið í lífi mínu var á bak og
burt klukkan þrjú á laugardögum.
Ég fann mér skjól inni á vellinum.
Aðeins þar hafði ég fullkomna
stjórn.“
McGrath var valinn leikmaður
ársins af stuðningsmönnum Aston
Villa fjögur ár í röð. Eftir að hann
hætti hjá liðinu fjaraði ferillinn
rólega út. Hann lék 24 leiki með
Derby County og 12 leiki með Shef fi-
eld United áður en hann lagði skóna
á hilluna árið 1998.
Eftir það gekk ýmislegt á í lífi
McGrath. Árið 2002 samdi hann við
BBC um að lýsa leikjum á Heims-
meistaramótinu í Japan og Suður-
Kóreu. Í flugvélinni á leiðinni til
Japan datt hann í það og rétt komst
inn á hótelið í Tókýó áður en hann
var sendur aftur heim. Sjónvarps-
ferillinn var því andvana fæddur.
Botninum náði McGrath árið 2005
þegar honum var stungið í steininn
fyrir að hóta fjölskyldunni sinni.
Eftir það fór hann í meðferð. Í dag
tekur Paul McGrath bara einn dag
fyrir í einu.
BESTUR Paul McGrath var valinn besti
leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar árið
1993. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
ÞRÍR GÓÐIR Paul McGrath ásamt Alex Ferguson, framkvæmdastjóra Manchester United, og Bryan Robson. Myndin er tekin í
febrúar árið 1987. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Um miðjan níunda áratuginn var viðhorfið annað. Bjór
var jafnmikill hluti af lífi flestra knattspyrnumanna og
pasta er í dag.
FRAMHALD AF SÍÐU 36
KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR
SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD - RYKSUGUR
fást í Eirvík
JÓLAGJAFIRNAR
Opið í dag laugardag frá kl. 11:00-15:00