Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 94

Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 94
62 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Fyrir réttum 40 árum, aðfaranótt 13. nóvember 1970, gekk fellibylurinn Bhola á land í Austur-Pakistan, sem nú kallast Bangladesh, og olli þar gríðar- legu mannfalli. Þegar óviðrinu slotaði lágu um 500.000 manns í valnum og er þetta því meðal allra mannskæðustu náttúruhamfara seinni ára. Stormurinn myndaðist á Bengalflóa og vatt fljótt upp á sig á leiðinni norður að óshólmum Ganges. Þegar stormurinn skall á ströndinni og eyjunum þar fyrir utan var hann í hámarki og vindhraðinn var um 185 km/klst í verstu hviðum. Hann olli gríðarlegum flóðum og var hæsta flóðaldan um 10 metra há. Stormurinn þurrkaði nær út allt mann- líf og uppskeru á eyjunum og óshólmasvæðunum. Verulega dró úr styrk fellibylsins eftir að hann gekk á land og var versta óviðrið að mestu yfirstaðið að kvöldi. Afleiðingarnar voru hins vegar skelfilegar og var mannfallið einna mest í hópi barna, en talið er að um helmingur þeirra sem létust hafi verið börn undir tíu ára aldri. Viðbrögð stjórnvalda einkenndust öðru fremur af vanmati þar sem einungis fjórar flugvélar voru nýttar í hjálparstörf framan af og forseti Pakistan, Yahya Khan, kom ekki á hamfarasvæðin fyrr en hann flaug þar yfir hinn 16. nóvember og hann lýsti yfir þjóðar- sorg hinn 21. nóvember, rúmri viku eftir að fellibylurinn gekk á land. Ástandið skánaði ekki mikið á næstu mán- uðum þar sem hjálparstarf gekk hægt og ólga óx stöðugt meðal íbúa hrjáðu svæðanna, sem fannst þeir vera sniðgengnir af sinnulausum stjórnvöldum. Þetta varð svo til þess að hrinda af stað borgarastyrjöld, sem lauk í desember 1971 með því að Bangladesh lýsti yfir sjálfstæði sínu. Fólkið á hamfarasvæðinu mætti mikilli samúð á alþjóðavettvangi þar sem fjöldi ríkja, stofnana og samtaka aðstoðaði með styrkjum eða beinum aðgerðum. Þá var brotið blað í tónlistarsögunni þegar Bítillinn fyrrverandi George Harrison hélt styrktartónleika í New York þar sem meðal annars komu fram Eric Clapton og Bob Dylan, og hundr- uð milljóna dala söfnuðust til hjálparstarfa. Enn þann dag í dag er Bangladesh viðkvæmt fyrir náttúruhamför- um, en fyrirbyggjandi ráðstafanir voru gerðar eftir Bhola-fellibylinn. Þær komu að góðum notum þegar enn sterkari fellibylur gekk yfir svæðið árið 1991. Þrátt fyrir að mannfall hafi þá einnig verið gífur- legt, var komið í veg fyrir verri hamfarir með sérstökum skýlum og viðbragðsáætlunum. - þj Heimild: Wikipedia.org Kaka, fræðslufundur og rokk MYNDBROT ÚR DEGI | Föstudaginn 12. nóvember | Myndavél: Canon IXUS Karl Tómasson, trommuleikari Gildrunnar og forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, átti nokkuð annríkt síðastliðinn föstudag en þá fóru fram útgáfutónleikar Vorkvölds, þrjátíu ára afmælisdisks sveitarinnar. Hann smellti nokkrum myndum af deginum. Í ÞÁ TÍÐ... 1900ÁR 201020001950 1970 Mannskæðasti fellibylur allra tíma Náttúruhamfarir hleyptu af stað frelsisstríði 6 Að loknum tónleikunum okkar árituðum við nýja geisladiskinn okkar og var sér- lega gaman að hitta tónleikagestina. 5 Þarna erum við gömlu félagarnir í Gildr-unni á sviðinu í Austurbæ, á einum eftir- minnilegustu tónleikum sem við höfum nokkru sinni haldið, hreint stórkostleg og ógleymanleg uppákoma. Fólkið í salnum var einstakt og móttökurnar hlýlegri en orð fá lýst. 4 Þarna voru aðeins nokkrar mínútur í það að við félagarnir færum á sviðið í Austurbæ. Við vorum allir fullir eftirvæntingar og einnig smá kvíða. Á myndinni eru efst til vinstri: Þórhallur Árnason bassa- leikari, Vignir Stefánsson hljómborðsleikari, Bjarni Friðriksson hljóðmaður og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Neðri röð frá vinstri: Birgir Haraldsson söngvari og Karl Tómasson trommari. 3 Þá var komið að því að pakka saman trommusettinu á heim-ili mínu fyrir stórtónleika okkar Gildrufélaga í Austurbæ. Hljóðprufuna hófum við um kl. 16.00 og gekk hún mjög vel. 2 Í hádeginu átti ég fund með Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, og Birni Þráni Þórðar- syni, forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs. Þessa dagana er unnið hörðum höndum að fjárhags- áætlun bæjarins. 1 Ég hóf dag-inn á góðum kafibolla, kröftugri, nær- ingarríkri og góðri köku á Kaffihúsinu og gallerýinu á Álafossi, hjá Gullu og Gunn- ari. Þangað legg ég oft leið mína.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.