Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 96

Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 96
 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR64 timamot@frettabladid.is Stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks tók við völdum þennan mánaðardag árið 1959, undir forystu Ólafs Thors. Hún kallaði sig Viðreisnar- stjórn því hún vildi reisa við efnahag landsins. Í henni sátu til að byrja með þeir Bjarni Bene- diktsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, Ólafur Thors forsætisráðherra, Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra, Emil Jónsson sjávarútvegsráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. Kosningar til Alþingis höfðu farið fram 25. og 26. október, í annað sinn á því ári. Eftir þær höfðu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur 33 þingmenn af 60 og því styrk til að mynda meirihlutastjórn. Viðreisnarstjórnin sat í tæp tólf ár, lengur en nokkur önnur stjórn á Íslandi, en nokkrar mannabreytingar urðu á henni á þeim tíma. ÞETTA GERÐIST: 20. NÓVEMBER 1959 Viðreisnarstjórn tók við völdum ÓLAFUR THORS LEO TOLSTOJ rithöfundur (1828-1910) andaðist þennan dag. „Allir hafa áhuga á að breyta heiminum en enginn hugsar um að breyta sjálfum sér.“ „Egill byrjaði að skrifa söguna Vandamenn fyrir allmörgum árum og hafði hug á að gefa hana út en ent- ist ekki aldur til þess. Nú höfum við sem næst honum stóðum komið því í kring,“ segir Guðfinna Eydal, ekkja Egils Egilssonar eðlisfræðikennara sem varð bráðkvaddur 13. desember í fyrra. Ásamt Guðfinnu á Valgarður Egilsson, bróðir höfundarins, veg og vanda af útgáfunni nú. „Þeir hugsa dálítið líkt og skrifa líkt og eru andlega skyldir þannig að Val- garður hefur séð um lokaúrvinnslu á sögunni þó að við höfum unnið saman að útgáfumálunum,“ útskýrir Guð- finna. Vandamenn er sakamálasaga og Valgarður upplýsir að hún sé skrif- uð að mestu fyrir hrun en fjalli þó um hrunið eða að minnsta kosti aðdrag- anda þess. „Já, Egill talaði um það við mig fyrir mörgum árum að hann ætlaði að láta bókina heita Vanda- menn,“ segir Guðfinna. „Hann vissi náttúrlega ekki þá að hann yrði dáinn þegar bókin kæmi út en við eftirlif- endurnir, vandamennirnir og þeir sem á eftir koma geta haft gagn af því að lesa hana því hún snýst um hluti sem snerta okkur í dag. Hún er fjölskyldu- harmleikur og fjallar um spillingu í sambandi við fjármál og það hvernig fólk reynir að leyna hlutum sem kom- ast samt upp um síðir. Þetta er mögn- uð og samtvinnuð saga sem er bæði spennandi og rituð á góðu máli. Egill var húmoristi eins og þeir bræður báðir.“ „Aðallega hann,“ hendir Valgarður á lofti. „Hann var alger skemmtikraft- ur á mannamótum.“ Egill var eðlisfræðingur að atvinnu og kenndi við Háskóla Íslands, í Menntaskólanum i Reykjavík og um tíma í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Vandamenn er sjötta bókin eftir hann. Sú fyrsta, Karlmenn tveggja tíma, sem hann gaf út 1977, vakti athygli á sinni tíð. Aðrar eru Svein- dómur, Pabbadrengir, Spillvirkjar og Sendiboð úr djúpunum. „Spillvirkjar sem kom út 1991 er eins konar sakamálasaga líka og á sér sögulegan bakgrunn,“ lýsir Valgarð- ur. „En nýja bókin, Vandamenn, bygg- ist ekki á sönnum atburðum, hún er hrein skáldsaga.“ Guðfinna tekur við: „Í henni er mikið fjallað um samskipti fólks. Það er ákveðinn boðskapur í henni í sambandi við svik í tengslum og hversu alvarleg áhrif þau hafa á fólk sem verður fyrir þeim.“ Egill var alinn upp við Eyjafjörð- inn og Valgarður segir þess gæta í tungutaki á síðum bókarinnar. „Hann skrifar tæra norðlensku og er dálítið nálægt talmálsstíl sem er eiginlega eina tungumálið sem hægt er að taka mark á núorðið.“ Egill var umhverfissinni og barðist gegn nýjum virkjunum í Þjórsá með sínum hætti. „Hann stóð fyrir uppá- komu austur í Þjórsárdal í fyrra þar sem hann fór með mikinn ljóðabálk sem er mjög magnaður og fáir hafa séð,“ segir Guðfinna. Valgarður bætir því við að bróðir hans hafi verið búinn að festa sterkar rætur í Þjórsár dalnum enda hafi hann átt þar sumarbústað með Guðfinnu. „Já,“ segir hún. „Daginn sem hann dó vorum við fyrir austan en á leið í bæinn til að fara í jólaboð morguninn eftir. Þá hittum við húsfreyjuna í Foss- nesi sem er góð vinkona okkar. Síð- asta setning sem hann sagði við hana var: „Mundu að ég vil verða grafinn í Stóra-Núpskirkjugarði. Svo var hann allur um miðnættið og hvílir nú austur í Gnúpverjahreppi.“ gun@frettabladid.is VANDAMENN EGILS EGILSSONAR HEITINS: GEFA ÚT SÖGU HANS, VANDAMENN Mögnuð og samtvinnuð saga NÁNUSTU VANDAMENN Guðfinna Eydal sálfræðingur, ekkja Egils, og Valgarður Egilsson rithöfundur, bróðir hans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu í veikindum og við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Þorleifs Hallbertssonar áður Suðureyri, Súgandafirði, Lautasmára 5, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Karitas hjúkrunarþjón- ustu og starfsfólk Landspítalans 11E fyrir umönnun og hlýhug. Sigríður Kristjánsdóttir Kristján Þorleifsson Kristín Kristjánsdóttir Ingunn M. Þorleifsdóttir Leó Pálsson Sigurbjörg Þorleifsdóttir Sölvi Bragason Sigþór Þorleifsson Aðalheiður Gylfadóttir Hrafnhildur Þorleifsdóttir Davíð Þór Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, Sæmundar Kristins Klemenssonar Vatnsholti 7a, Reykjanesbæ. Guð blessi ykkur öll. Soffía Guðjónína Ólafsdóttir Ólafur Gunnar Sæmundsson Hjálmfríður Kristinsdóttir Klemenz Sæmundsson Katrín Sigurðardóttir Hlíðar Sæmundsson Guðjónína Sæmundsóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Ingibjörg Kristjana Guðmundsdóttir frá Naustvík, Árneshreppi, Álftamýri 2, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 14. nóvember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 22. nóvember kl. 15.00. Soffía Guðrún Ágústsdóttir Einar Jónsson Ósk Sigurrós Ágústsdóttir Þorsteinn Tryggvason Erlendur Steinar Friðriksson Inga Margrét Birgisdóttir Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir Einar Smári Einarsson Ágúst Reynir Þorsteinsson Kittý Johansen Fanney Rós Þorsteinsdóttir Árni Hrafn Gunnarsson langömmubörn og systkini. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Kærar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástvinar okkar, Betúels Betúelssonar Fjarðarseli 11. Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir Stefán Örn Betúelsson Ólöf Berglind Halldórsdóttir Guðjón Arnar Betúelsson Hanna Kristjana Gunnarsdóttir Hildur Björk Betúelsdóttir John Mar Erlingsson barnabörn Ingibjörg Betúelsdóttir Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Magneu Guðbjargar Sigurjónsdóttur frá Norður-Eyvindarstöðum, Álftanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frábæra aðhlynningu. Erla Kristín Gunnarsdóttir Svavar Gunnarsson Stella S. Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.