Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 108

Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 108
76 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Klovn:The Movie eða Trúður: Kvik- myndin verður frumsýnd á Íslandi 2. janúar í Sambíóunum. Þetta stað- festir Sigurður Viktor Chelbat hjá Samfilm við Fréttablaðið. Myndin verður frumsýnd í Danmörku hinn 16. desember og er beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Sigurður upplýsir einnig að þeir hafi boðið trúðunum sjálfum, Frank Hvam og Casper Christians- en, að vera viðstaddir frumsýning- una. „Þetta eru auðvitað menn sem elska Ísland og það væri náttúrlega bara efni í Klovn-þátt að sjá þessa kauða í kringum íslenska flugelda- brjálæðið á áramótunum,“ bætir Sigurður Viktor við. Það eru engar ýkjur að segja Casper og Frank vera hrifna af landi og þjóð. Þeir komu til að mynda báðir fram á uppistands- hátíð í Háskólabíói sem sjónvarps- maðurinn Frímann Gunnarsson hélt fyrir ekki margt löngu og nýverið greindi Fréttablaðið frá því að Casper hefði átt fund með kvikmyndagerðarmanninum Gesti Vali Svanssyni og Adam Sandler í Los Angeles. Þá héldu Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, upp á jólin hér á landi fyrir ári en Hjejle sat það sama ár einnig í dómnefnd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinn- ar í Reykjavík. - fgg Trúðar koma um áramótin Keira Knightley á nú í samninga- viðræðum við leikstjórann Joe Wright um að leika Önnu Karen- inu, höfuðpersónu samnefndrar skáldsögu eftir Leo Tolstoj. Wright þessi leitar greinilega ekki langt yfir skammt eftir aðal- leikkonum því hann leikstýrði Keiru í Pride and Prejudice og Atonement. Working Title er með myndina á sinni könnu og er gert ráð fyrir því að fyrsta uppkast að handriti verði klárt í næsta mánuði. Tom Bevan hjá Working Title viðurkenndi hins vegar í samtali við Daily Mail að enn væri ekki komið grænt ljós á myndina. „Við erum að þróa ýmis verkefni með Joe og Anna er eitt þeirra,“ segir Bevan. Knightley leikur Önnu KEIRA Leikur hugsanlega skáldsagna- persónuna Önnu Kareninu í kvikmynd eftir leikstjóra Atonement. Þegar Pamela Anderson steig út úr flugvélinni í Bombay á Ind- landi á dögunum myndaðist gríð- arlegt öngþveiti og greinilegt er að frægðarsól Anderson skín enn skært þar í landi. Fyrirsætan og sjónvarpsstjarnan var stödd á Indlandi til að koma fram í raun- veruleikaþætti en hún þurfti mikla lögreglufylgd alla leið á hótelið. Pamela Anderson hefur sagt skilið við fyrirsætuferilinn í bili en er reglulegur þáttak- andi í raunveruleikaþáttum bæði vestan hafs og á hinum ýmsu stöð- um í heiminum. Öngþveiti á Indlandi Leikkonan unga Anne Hathaway kemur fram í nýju hlutverki í lok mánaðarins en hún ætlar að vera kynnir á Nóbelstónleikunum sem haldnir eru í tengslum við afhendingu friðarverðlaunanna í Osló. Hathaway stendur við hlið leikarans Denzels Washington og mun það hafa verið leikkonan sjálf sem bað um að fá að gegna þessu hlutverki. Frægt fólk hefur ávallt verið kynnar á tónleikum Friðarverð- launa Nóbels. Í fyrra voru það hjónin Will Smith og Jada Pinkett Smith sem tóku þetta að sér ásamt börnum sínum Willow og Jaden. Kynnir Nóbelinn KYNNIR Leikkonan Anne Hathaway sóttist sjálf eftir því að fá að stjórna Nóbelstónleikunum við hlið Denzels Washington. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Rokkaradóttirin Kelly Osbourne hafði ekki gaman af því að vera í megrun en hún hefur misst 22 kíló undanfarna mánuði. Útlit Osbourne hefur vakið mikla athygli og flestir vilja meina að hún hafi aldrei litið betur út. „Þetta var rosalega mikil vinna og ekki það skemmtilegasta að fylgja ströngu mataræði og hörð- um æfingum. Ég hló ekki oft meðan á þessu stóð en hló hins vegar þegar ég steig á vigtina. Það var gaman.“ Leiðinlegt að léttast ÁRAMÓTAPARTÍ Klovn-myndin verður frumsýnd á Íslandi 2. janúar í Sambíóunum. Þeim hefur þegar verið boðið að koma og vera viðstaddir frumsýninguna. Og það verður að teljast líklegt að þeir þiggi það. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skilnaðir og brestir í sam- böndum fræga fólksins vekja jafnan mikla athygli og að undanförnu hefur óvenju mikið borið á hjóna- skilnuðum í borg englanna. Fréttablaðið valdi fimm fræg pör sem hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina. Það er svo sem ekkert nýtt að stjörnurnar í Hollywood tolla ekki lengi í hjónabandi og skipta um maka ótt og títt. Í vikunni bár- ust fregnir af því að aðþrengda eiginkonan Eva Longoria hafi sótt um skilnað við eiginmann sinn til þriggja ára, körfubolta- manninn Tony Parker. Longoria, sem bar engin merki þess að hún væri að ganga í gegnum persónu- lega krísu þegar hún var kynnir á MTV verðlaunahátíðinni fyrir stuttu, mun vera mjög leið yfir þessu öllu saman en slúðurmiðl- ar vestanhafs segja að Parker hafi ekki verið við eina fjölina felldur. Sumir greina frá því að hann hafi haldið við eiginkonu fyrr verandi liðsfélaga síns í San Antonio Spurs og hefur Parker nú viðurkennt að önnur kona sé í spilinu. Framhjáhald eiginmanna virð- ist einnig vera ástæða skilnaða leikkvennana Courteney Cox og Söndru Bullock við eigin- menn sína. Cox skildi við David Arquette eftir 11 ára hjónaband. Parið var talið eitt af óskapörun- um í Hollywood enda tókst því að halda sig fjarri slúðursíðunum og kom því skilnaðurinn almenningi í opna skjöldu. Arquette ber fyrir sig kynlífsfíkn og leitar sér nú hjálpar við henni. Eins og flestum er kunnugt skildi Sandra Bullock við mótór- hjólamanninnn Jesse James eftir að upp komst um framhjáhald hans með klámmyndastjörnu. Poppdívan Christina Aguilera komst einnig í fréttirnar þegar hún sótti um skilnað við dansar- ann Jordan Bratman í septemb- er á þessu ári. Þar er sagt að þau skilji í góðu og ætli að deila for- ræðinu yfir tveggja ára gömlum syni sínum. Leikkonan og Ósk- arsverðlaunahafinn Kate Wins- let skildi við leikstjórann Sam Mendes fyrr á þessu ári eftir aðeins tveggja ára hjónaband en þau voru mikið draumapar í Hollywood þann tíma sem þau voru saman. Skilnaðaralda í Hollywood KLÁMMYNDASTJARNAN SETTI STRIK Í REIKNINGINN Sandra Bullock var ekki lengi að yfirgefa eiginmann sinn Jesse James eftir framhjáhaldið. NORDICPHOTOS/GETTY NÝSKEÐ Nýjustu fregnir af skilnaði Longoria við Parker herma að hann hafi haldið framhjá með eiginkonu liðsfélaga síns. NORDICPHOTOS/GETTY GIFT Í TVÖ ÁR Kate Winslet og Sam Mendes skildu fyrr á árinu. NORDICPHOTOS/GETTY Í SÁTT OG SAMLYNDI Aguilera er skilin við dansarann Jordan Bratman. KYNLÍFSFÍKN Cox er farin frá eiginmanni sínum til ellefu ára David Arquette en hann heldur enn í vonina um að lappa upp á hjónabandið eftir meðferð. Höfundasmiðja Vonarstrætisleikhússins í Iðnó Frásagnaleikhús með yngstu leikskáldunum sýningar í Iðnó 22 og 24 nóvember kl 20 Aðgöngumiðar í Iðnó Sveinn Einarsson og Vigdís Finnbogadóttir Aðventukvöld Kvennadeildar Gusts Hið árlega aðventukvöld Kvennadeildar Gusts verður haldið fimmtu- daginn 25. nóvember nk. kl. 19:30 í veitingasal reiðhallar Gusts við Álalind í Kópavogi. Dagskráin hefst kl. 20 og fram koma Björk Jakobs- dóttir, Selma Björnsdóttir og 2 hálfvitar. Einnig verður flott happdrætti að venju og léttar veitingar í boði kvennadeildarinnar. Sölusýning á handverki verður á staðnum og veigar seldar á vægu verði. Allar konur eru velkomnar - komum saman og eigum góða stund í Gusti! Kvennadeild Gusts folk@frettabladid.is MILLJARÐA á Harry Potter-stjarnan Emma Watson inni á bankabók. Hún varð tvítug 15. apríl.3,6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.