Fréttablaðið - 20.11.2010, Page 110

Fréttablaðið - 20.11.2010, Page 110
 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Þeir Guðmundur Kristinn Jónsson og Steinþór Helgi Arn- steinsson, sem ráku útgáfufyrirtækið Borgina, fluttu sig yfir til risans Senu fyrr á þessu ári. Flutningarnir hafa borið góðan ávöxt fyrir þá og Senu því þrjár söluhæstu plötur landsins um þessar mundir eru runnar undan þeirra rifjum. Senumenn kynntu jóla- útgáfuna í lúxussalnum í Smárabíói í gær og buðu viðstöddum upp á popp og kók áður en sýningin hófst. Kynntu jólakræsingarnar ÁNÆGÐIR MEÐ ÁRANGURINN Guðmundur Kristinn Jónsson má vera ánægður með framlag sitt til jólaplötuflóðsins. Hér er hann með konu sinni, Maríu Rut Reynisdóttur, og Sigurði Guðmundssyni, félaga sínum úr Hjálmum og Memfismafíunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bragi Valdimar Skúlason á ófáa dægur- lagatextana í jólaplötuflóðinu. Útvarps- maður- inn Felix Bergs- son var á meðal gesta. Viktor Orri, Aron Steinn, Steinþór Helgi og Hjörtur Ingvi voru tilbúnir að setjast í leðurstólana í lúxussalnum. Quadruple Spiral Projection, sem listfræðingar telja vera fyrsta mikilvæga verkið eftir íslenska listamanninn Ólaf Elíasson, var slegið hæstbjóðanda hjá norræna uppboðshaldaranum Bukowski í Stokkhólmi á miðvikudagskvöld. Verkið fór á 37 milljónir íslenskra eða rúmar 2,2 sænskra en sam- kvæmt uppboðsskránni var jafn- vel búist við því að verkið yrði selt á þrjár milljónir sænskra. Quadruple Spiral Projection er þriggja metra hár skúlptúr sem leikur sér með ljós- og skugga- áhrif. Það var hannað árið 2004 en eins og flestum ætti að vera kunn- ugt um er Ólafur nú í fremstu röð samtímalistamanna. Verkið er nú í einkaeigu en fastlega má reikna með því að verðgildi þess eigi eftir að hækka haldi ferill Ólafs áfram að vera jafn glæsilegur. Framkvæmdastjóri Bukow- ski, Mikael Storåkers, segir verk- ið vera fallegt og einfalt og mikla hönnun og henta vel þeim sem geti haft verk eftir Ólaf Elíasson inni hjá sér. „Ólafur er einn mikilvæg- asti listamaður heims og það er því mikill heiður fyrir þetta uppboðs- fyrirtæki að fá að bjóða upp svona mikilvægt verk eftir hann hérna í Svíþjóð.“ Ýmis listaverk og hönn- unarvörur voru boðin upp þetta kvöld og mátti meðal annars sjá hluti eftir Arne Jakobsen og Alvar Aalto. - fgg Ólafur seldur á 37 milljónir VERÐMÆTUR Ólafur Elíasson er ákaflega verðmætur en fyrsta, mikilvæga verkið hans, Quadruple Spiral Projection, var selt fyrir 37 milljónir í Svíþjóð á dögun- um. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Egill Örn Egilsson, íslenskur kvik- myndagerðarmaður í Hollywood, leikstýrði nýverið þætti í banda- rísku spennuþáttaröðinni Nikita með Die Hard stjörnunni Maggie Q í aðalhlutverki. Þættirnir hafa hlotið mikið lof í Ameríku og fá 7,8 á imdb.com en þeir eru byggð- ir á valinkunnri franskri mynd um unga stúlku á refilstigum sem bjargað er af leyniþjónustu Banda- ríkjanna og í kjölfarið gerð út í líki leigumorðingja. Meðal ann- arra leikara í þáttunum má nefna Shane West sem margir kannast við úr ER og svo Lyndsy Fonseca úr Kick-Ass. Egill hefur áður sest í leik- stjórastólinn í nokkrum vel þekkt- um sjónvarpsþáttum, meðal ann- ars CSI: Miami og Dark Blue með Dylan McDermott í aðalhlutverki. Þá leikstýrði Egill einnig þætti í lög- fræðidram- a n u T h e Whole Truth og svo prufu- þætti fyrir Miami Medical sem Jerry Bruck- heimer framleið- ir en Egill er einmitt aðaltökumaður í þeirri þáttaröð. - fgg Gerði þátt með Maggie Q BARA KREISTA! V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -1 2 0 4 P.o. Box 126 ::: 121 Reykjavík ::: Sími 546 1984 ::: info@1984.is ::: www.1984.is Hýsing og lén - allt á einum stað fyrir eitt lágt verð. 628 kr./mán.* *Miðað við 3 ára hýsingarsamning Frábær tilboð alla helgina ÍS L E N S K A /S IA .I S /H O L 5 21 41 1 0/ 10 Auglýsingasími LEIKSTÝRIR Egill Örn Egilsson gerir þætti með leikkonunni Maggie Q.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.