Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 112

Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 112
 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Bíó ★★★ Harry Potter og dauðadjásnin Fyrri hluti Leikstjóri: David Yates. Aðal- hlutverk: Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint o.fl. Það var með mikilli spennu og til- hlökkun að ég fór að sjá sjöundu bókina um galdrastrákinn Harry Potter vakna til lífsins á hvíta tjaldinu á fimmtudagskvöldið. Rúmt ár er síðan sjötta myndin, Harry Potter og blendingsprins- inn, var frumsýnd og ég því farin að engjast eftir lokakaflanum. Það er alveg hægt að segja að Harry Potter og dauðadjásn- in skeri sig algjörlega frá hinum úr seríunni, þessi mynd er mun drungalegri. Voldemort hefur jafnt og þétt safnað í sig kröftum í gegnum myndirnar og er nú orðinn öfl- ugri sem aldrei fyrr. Eina leiðin til að sigra hann er að halda áfram verkefni Dumbledores, finna hel- krossana og tortíma þeim. Þríeykið Harry, Ron og Hermione finnur út að til þess að stofna ekki öllum í hættu, verða þau að leggja upp í ferðlagið ein og óstudd. Auðvitað lenda þau í fáránlegum hremming- um trekk í trekk en þar sem þau eru búin að læra við Hogwarts í fjölda ára kunna þau alla réttu galdrana til að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg. Drunginn sem hvíldi yfir mynd- inni lét mig oft á tíðum ríghalda í sætið og ég fann til með fjölskyldu- fólkinu sem kom með litlu börnin að horfa á uppáhalds galdrastrák- inn sinn lenda í ævintýrum. Þessi ævintýri eru einfaldlega orðin of ógnvekjandi fyrir litla fólkið. Myndin var mjög góð á köflum en oft komu langar senur af Harry og félögum sem hægt hefði verið að stytta. Mér fannst líka undar- legt að þríeykið hefði getað látið sig hverfa svona eins og þau gerðu og engin viðbrögð frá þeirra allra nánustu sýnd. Einnig fannst mér að lokasenan hefði getað verið lengri og flottari, en á móti kemur að þetta voru ekki blálokin. Seinni hlutinn er enn eftir. Leikarahópurinn hefur meira og minna verið sá sami í gegnum allar myndirnar. Mér fannst Emma Wat- son mjög sannfærandi í hlutverki sínu sem Hermione Granger, en hún er loksins hætt að vera óþol- andi nemandinn í Hogwarts sem allt veit. Alan Rickman skilar sínu vel sem prófessor Severus Snape og Ralph Fiennes er ógnvekjandi sem Voldemort, en hann verður eflaust í burðarhlutverki í seinni hlutanum. Sem forfallinn Harry Potter nörd finnst mér gaman að sjá hvert lokakaflinn stefnir, þessi spenna og þessi drungi eru algjör- lega að virka. Hins vegar er þessi mynd of mikill undanfari að því sem koma skal í síðustu mynd- inni sem ráðgert er að sýna næsta sumar. Þessi hluti verður eflaust betri þegar horft verður á báða hlutana í einu og þar af leiðandi ætla ég að bíða með endanlega dóm yfir þessari mynd. Ég bíð spennt eftir endalokunum, þau verða eflaust rosaleg. Kristjana Arnarsdóttir Niðurstaða: Fín afþreying en áhorf- andinn vill óneitanlega fá meira, sjálfan lokakaflann. Drungalegur millikafli LOKASTUNDIN NÁLGAST Harry Potter, Ron Weasly og Hermione Granger halda áfram baráttu sinni við Voldemort í Dauðadjásnunum. Fyrri hluti lokakaflans er nú kominn í kvikmyndahús og er flott afþreying að mati gagnrýnanda. 10. HVER VINNUR ! NÝTT Á DVD! SENDU SMS SKEYTIÐ EST ST7 Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ STRUMPASAFNIÐ 2! BYRJAÐU AÐ SAFNA STRUMPUNUM STRAX Í DAG. Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. www.strumpar.is VILTUeintak?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.