Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 120

Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 120
88 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Chelsea og Manchester United hafa nánast einokað titil- baráttuna í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár en báðum liðum hefur gengið nokkuð erfiðlega að finna sama stöðugleika og hefur ein- kennt liðin á undanförnum leiktíð- um. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár og á í dag möguleika á að því að komast í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á grönnum sínum og erkifjendum í Tottenham. Lundúnaslagurinn er hádegis- leikur dagsins á Englandi og með sigri kemst Arsenal einu stigi upp fyrir Chelsea sem á leik síðar í dag. Chelsea hefur haldið topp- sætinu þrátt fyrir að hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum en gæti misst það í dag, þó ekki nema um stundarsakir. „Er komið að okkur að vinna tit- ilinn? Það er um að gera að vera jákvæður gagnvart framtíðinni og það getur vel verið að það sé komið að okkur,“ sagði Frakkinn Samir Nasri, leikmaður Arsenal, sem átti stórleik í vináttulandsleikn- um gegn Englandi í vikunni. „Þetta verður sannarlega ekki auðveldur leikur en mér finnst að orðspor okkar hafi ekki verið jafn gott í langan tíma og við höfum allt sem þarf til að standa okkur vel.“ Leikurinn fer fram á Emirates- leikvanginum í dag en heimavöll- ur Arsenal hefur ekki reynst sama vígi í ár eins og oft áður. Liðið tap- aði þar fyrr í haust fyrir West Brom og fyrir Newcastle fyrir tveimur vikum. Tottenham hefur ekki náð að fylgja eftir góðu gengi í Meistara- deildinni og er nú þremur stigum frá Meistaradeildarsæti í sjöunda sæti deildarinnar. Liðið þarf því helst að sigra í dag til að missa ekki toppliðin of langt frá sér. Gareth Bale er skærasta stjarna liðsins um þessar mundir og ekki að ástæðulausu. Hann hefur sýnt snilldartakta á leiktíðinni og ætlar ekkert að gefa eftir gegn Arsenal. „Eins og er þurfum við að vinna hvern einasta leik sem við förum í,“ sagði Bale við enska fjölmiðla. „Og við höfum sýnt að við getum unnið hvaða lið sem er. Það verð- ur auðvitað mjög erfitt að spila við Arsenal á Emirates-leikvanginum en við verðum tilbúnir í slaginn þegar leikurinn hefst.“ Erfitt hjá Chelsea Englandsmeistararnir fengu 3- 0 skell gegn Sunderland á heima- velli um síðustu helgi og vilja sjálfsagt ólmir komast aftur á sig- urbraut. Þeir eiga þó erfiðan leik fyrir höndum gegn Birmingham á útivelli í dag og ekki síst fyrir þær sakir að margir leikmenn liðsins eiga við meiðsli að stríða. Fyrst og fremst er liðið án tveggja þungavigtarmanna sem hafa verið lykilmenn í liðinu meira eða minna í áratug, þeirra John Terry og Frank Lampard. Báðir eru meiddir, rétt eins og Yury Zhirkov og Yossi Benayoun. Auk þess mun Michael Essien taka út leikbann. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Brasilíumaðurinn Alex verður í liðinu í dag og mun lík- lega spila við hlið Branislavs Ivan- ovic í vörninni. Alex þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla en gat æft með brasilíska landsliðinu í vikunni. „Við vitum að hann þarf að fara í aðgerð en það er hægt að fresta því eitthvað. Það er engin áhætta fólgin í því að láta hann spila en hann þarf samt að ná sér af hné- meiðslunum,“ sagði Carlo Ance- lotti, stjóri Chelsea. Rooney á bekknum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchest- er United, hefur staðfest að Wayne Rooney geti mögulega komið við sögu í leiknum gegn Wigan í dag. Rooney hefur verið frá síðan hann kom inn á sem varamaður gegn West Brom í síðasta mánuði. Ef hann spilar í dag verður það fyrsti leikur hans síðan fréttir af samningamálum hans náðu ótrú- legum hæðum í fjölmiðlum í síð- asta mánuði. „Ég held að hann verði ekki í byrjunarliðinu á morgun,“ sagði Ferguson í gær. „En hann kemst kannski á bekkinn. Hann spilar þó vafalaust í leiknum gegn Rangers [í Meistaradeildinni] á miðviku- daginn.“ United er í þriðja sæti deildar- innar og hefur gert tvö jafntefli í deildinni í röð. Liðið er reyndar enn taplaust í deildinni en á fleiri jafntefli (7) en sigra (6) til þessa. Enginn Gerrard Liverpool spilar sinn fyrsta leik í dag eftir að fréttir bárust af því að fyrirliðinn Steven Gerrard yrði frá í 3-4 vikur vegna meiðslanna sem hann hlaut í landsleik Englands og Frakklands í vikunni. Forráða- menn félagsins eru æfir út í Fabio Capello landsliðsþjálfara fyrir að láta hann spila nánast allan leik- inn. Capello lætur það þó ekki á sig fá og hefur harðneitað að biðjast afsökunar á þessu. Það eru þó góðar fréttir fyrir Liverpool að Fernando Torres getur spilað í leiknum gegn West Ham í dag, sem og Dirk Kuyt, Martin Skrtel og Glen Johnson. West Ham er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og verður þar að auki án síns besta leikmanns, Scotts Parker, sem er meiddur. eirikur@frettabladid.is Arsenal þarf að nýta tækifærið Toppliðin þrjú í ensku úrvalsdeildinni verða öll í eldlínunni í dag. Arsenal á möguleika á að komast á toppinn, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri á erkifjendum sínum í Tottenham í hádeginu. MÆTAST Í DAG Samir Nasri hjá Arsenal og Gareth Bale hjá Tottenham. NORDICPHOTOS/AFP Leikir helgarinnar Laugardagur: Arsenal - Tottenham 12.45 Blackpool - Wolves 15.00 Bolton - Newcastle 15.00 Birmingham - Chelsea 15.00 Manchester United - Wigan 15.00 West Brom - Stoke 15.00 Liverpool - West Ham 17.30 Sunnudagur: Blackburn - Aston Villa 13.30 Fulham - Manchester City 16.00 HANDBOLTI Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heim- sækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabil- inu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Bjarni Fritzson kom til Akureyr- ar fyrir tímabilið og hefur því ekki enn tapað alvöruleik með liðinu. „Við erum með rosalega efnilega stráka í liðinu sem menn eru aðeins að líta framhjá á meðan þeir upphefja aðra unga leikmenn. Þessir strákar hafa staðið sig virkilega vel og það eru líka fleiri á bekknum þannig að maður finn- ur alltaf vel fyrir því á æfingum. Það eru allir voðalega graðir og tilbúnir að sanna sig, sem er ótrú- lega gott fyrir okkur,” segir Bjarni. „Við spilum frábæra vörn á köflum með mjög sterkan markmann sem er lykillinn að góðum árangri. Við erum samt ekkert nálægt því að vera búnir að toppa því við erum oft búnir að vera lélegir inni á milli en höfum náð að klára leik- ina og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Bjarni. Bjarni lék með FH í fyrra- vetur og var þá markakóng- ur deildarinnar. Hann skipti í Akureyri fyrir tímabilið og hefur skor- að 8,5 mörk að meðal tali í sex sigurleikjum liðs- ins í N1-deildinni. Bjarni mætir í dag gömlu félög- unum sínum úr FH. „Það er mjög skemmtilegt að spila í Krikanum með húsið troð- fullt þó að það sé örugglega betra þegar maður var með þá með sér. Við verðum að sjá til hvernig það er að hafa þá á móti sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir láti mann heyra það,“ segir Bjarni en hann á góðar minningar úr FH. „Mér leið mjög vel í FH og það kom alveg til greina hjá mér að vera þar áfram. Það er ekkert kalt þarna á milli því ég hafði afskap- lega gaman af því að spila með þeim. Það verður gaman að koma aftur þó að það sé bara í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og ég sé bara fram á ótrúlega flottan leik sem verður spenn- andi og skemmtilegur,” segir Bjarni. En styttist ekki alltaf í fyrsta tapleik- inn? „Það er ekkert endilega mark- mið hjá okkur að fara í gegnum þetta mót taplausir. Það er engin pressa á okkur þótt við séum ekki búnir að tapa. Það sýnir bara að við erum stöðugir og flottir. Liðin mega alveg vanmeta okkur áfram því það er bara frábært,“ segir Bjarni að lokum en leikur FH og Akureyrar hefst klukkan 15.45 í dag. - óój Topplið Akureyrar heimasækir meistaraefnin í FH í Kaplakrikann í dag: Frábært ef liðin myndu halda áfram að vanmeta okkur 8,5 MÖRK Í LEIK Bjarni Fritzson hefur fundið sig vel í Akureyrar- liðinu og er með markahæstu mönnum í N1- deild karla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Á heimasíðu KSÍ, ksi.is, má lesa tvo áhugaverða pistla um kosti og galla gervigrass. Hinn fyrri ritar Lúðvík Georgsson, formaður mannvirkjanefndar KSÍ, þar sem hann talar um kosti gervigrasvalla. Lúðvík gagnrýnir þá íhalds- semi sem sé í umræðunni hér á landi um gervigrasvelli. Lúðvík vill sjá fleiri gervigrasvelli hér á landi. Hann kallar eftir nýrri hugsun svo hægt sé að leika fleiri keppnisleiki og lengja tímabilið. Lúðvík virðist líta svo á að það sé ekki hægt nema spilað sé á gervi- grasi eða inni í knattspyrnuhöll- um. Viðar Halldórsson, formaður FH, er algjörlega ósammála þessu mati Lúðvíks. Viðar segir að lausnin liggi ekki í því að fjölga gervigrasvöllum og hann gagnrýnir mannvirkjanefndina fyrir að einblína á gervigrasið í stað þess að skoða aðra kosti. Viðar vill sjá betri grasvelli hér á landi sem hann segir ekki kosta meira en lagning gervi- grasvallar. Viðar segir að með betra grasi, betri umhirðu, raf- rænu sólarljósi, undirhita, yfir- breiðslum, vökvunarkerfum og öðru sé hægt að lengja tímabilið utanhúss því slíkir grasvellir þoli betur íslenskt veðurfar. Þar með þurfi ekki að færa leiki inn í hús til þess að lengja tímabilið. Hægt er að lesa pistlana í heild sinni á ksi.is. - hbg Deilt um gervigras: Rafrænt sólar- ljós hjálpar „PLASTIГ Gervigasið er venjulega kallað plast hér á landi. Það er ekki vinsælt meðal íslenskra knattspyrnumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? SHA-0207 Vinnuljóskastari 500W tvöfaldur á fæti 5.995 SHA-0203 Vinnuljóskastari 500W m handf 1,8m snúra 4.295 2.195 SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár 5.995 Ath. perur fylgja 2.695 3.395 5.495 SHA-3901 Loftljós flúor rakaþ. 1x18w 67,5x11,2cm SHA-3901A Loftljós flúor rakaþ. 2x18w 67,5x16,6cm SHA-3902A Loftljós flúor rakaþ. 2x36w 128x16,6cm FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI ÍÞRÓTTIR Meiri Vísir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.