Fréttablaðið - 26.11.2010, Side 2
2 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Sigurður Sigurðarson, vígslu-
biskup í Skálholti, andaðist á
Landspítalanum í gærmorg-
un, 66 ára að
aldri.
Sigurður
varð stúd-
ent frá MR
1965 og lauk
kandídats-
prófi í guð-
fræði frá HÍ
1971. 1981
lauk hann
meistaraprófi í guðfræði.
Sigurður var prestur á Sel-
fossi 1971 til 1994 er hann tók
við embætti vígslubiskups í
Skálholtsstifti. Hann var stað-
gengill biskups Íslands frá
2003.
Sigurður gegndi trúnaðar-
störfum fyrir Prestafélagið,
þjóðkirkjuna og Sjálfstæðis-
flokkinn.
Eftirlifandi eiginkona hans
er Arndís Jónsdóttir skóla-
stjóri. Þau eignuðust tvö börn,
Stefaníu og Jón Magnús. Fóst-
ursonur þeirra, Rúnar Kristj-
ánsson, lést árið 2000.
Sigurður Sig-
urðarson látinn
Ingibjörg R.
Guðmundsdótt-
ir látin
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,
formaður Landssambands
íslenzkra verzlunarmanna og
fyrrverandi
varafor-
seti Alþýðu-
sambands
Íslands, lést
á miðviku-
dag á Land-
spítalanum,
61 árs að
aldri.
Ingibjörg starfaði lengst
af hjá Flugleiðum og fyrir
verkalýðshreyfinguna. Hún
sinnti margvíslegum trúnað-
arstörfum fyrir verkalýðs-
hreyfinguna og gegndi að
auki formennsku í sóknar-
nefnd Neskirkju.
Ingibjörg lætur eftir sig
kjörsynina Bjarna Jónsson og
Andrés Jón Esrason.
Útför Ingibjargar verður
gerð frá Neskirkju föstu-
daginn 3. desember.
Gísli, lifir Elvis enn?
„Já, hann er kannski farinn úr bygg-
ingunni, en hann lifir enn í rokki og
róli hvar sem það finnst.“
Gísli Veltan er söngvari í rokkabillí-
sveitinni 59‘s, sem sækir fjölmargt í stíl
konungs rokksins.
EFNAHAGSMÁL Vísitala neyslu-
verðs stóð svo til í stað á milli
mánaða, hækkaði um 0,05 pró-
sent, og mælist verðbólga nú 2,6
prósent, samkvæmt upplýsingum
Hagstofunnar.
Greiningaraðilar benda á að
verðbólgumarkmið Seðlabankans
sé 2,5 prósent og því sé nánast
náð. Slíkt hefur ekki sést síðan við
upphaf árs 2004, eða í tæp sjö ár.
Greining Arion banka segir að
sé horft sé framhjá skattahækkun
og gjaldskrárhækkun Orkuveitu
Reykjavíkur sem sé utan mæling-
arinnar nú sé leiðrétt verðbólga í
raun komin niður í 1,9 prósent.
Bæði greining Arion banka og
Íslandsbanka telja verðbólgutöl-
urnar auka líkur á að stýrivextir
verði lækkaðir í næsta mánuði.
Líklegt sé að verðbólga verði öðru
hvoru megin við 2,5 prósenta
verðbólgumarkmið Seðlabankans
um áramótin og verði áfram á því
róli næsta ár. - jab
Verðbólga mælist 2,6 prósent:
Ekki lægri í
næstum sjö ár
STJÓRNMÁL „Ég mun nýta mér fæðingarorlofs-
réttinn. Það er mikilvægara en flest
annað,“ segir Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra, sem er með barni og á von á
sér í maí.
Katrín greindi þingflokki Vinstri
grænna frá tíðindunum á miðvikudag.
„Þau samglöddust en ég held að fólk sé
aðallega hissa. Ég hef verið spurð hvernig
nákvæmlega ég fékk tíma í þetta mál,“
segir Katrín, sem kveður málið snúast um
forgangsröðun. „Maður finnur tíma í sumt,“
bendir hún á.
Óljóst er hver leysir Katrínu af í mennta-
málaráðuneytinu þá sex mánuði sem hún
væntanlega verður frá störfum á næsta ári.
Aðeins einn ráðherra hefur fram til þessa
tekið sér fæðingarorlof. Árni Mathiesen,
þáverandi sjávarútvegsráðherra, tók fimm
vikna feðraorlof sumarið 2001. Árni var
þó í 25 prósenta starfi í orlofinu. Ekki var
kallaður til nýr maður í hans stað.
Katrín segist ekki vita hvernig frá málum
verði gengið. „Ég reikna með því að þetta
verði rætt þegar nær dregur. Það skýrist
einhvern tíma eftir jólin ef allt gengur að
óskum,“ segir Katrín, sem kveður kom-
andi barnsburð ekki hafa verið skipulagð-
an fyrir fram. „Við hjónin plönum ekkert
fram í tímann,“ svarar menntamálaráð-
herra. Eiginmaður Katrínar er Gunnar Örn
Sigvaldason. Þau eiga tvo syni. - gar
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra gengur með þriðja barnið undir belti:
Óljóst hver leysir af í fæðingarorlofi
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Samflokksmennirnir vildu fá að
vita hvernig hún hefði fundið tíma til að verða barns-
hafandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KJARAMÁL „Þetta er tilraun sem
mistókst og má ekki endurtaka,“
segir Eiríkur Jónsson, formað-
ur Kennarasambands Íslands,
um hugmyndir og þreifingar um
nýjan sáttmála á vinnumarkaði.
Aðilar vinnumarkaðarins,
almennir og opinberir, ræddu
möguleika á samstarfi á fundi í
gær. Höfðu Samtök atvinnulífs-
ins frumkvæði að boðun fundar-
ins, sem Magnús Pétursson ríkis-
sáttasemjari stýrði.
Á fundinum lýsti Eiríkur
reynslu kennara af stöðugleika-
sáttmálanum sem undirritaður
var sumarið 2009. „Það kemur í
ljós að 80 prósent félagsmanna
okkar hafa verið án samninga frá
miðju síðasta ári og ekki fengið
krónu í kauphækkun. Á meðan
hafa laun á almenna markaðnum
hækkað að meðaltali um sjö til
níu prósent. Þess vegna líst mér
ekkert á þetta.“
Áformað er að funda á ný eftir
tvær vikur. Eiríkur segir óráðið
hvort kennarar sæki þann fund.
Staðan verði metin í dag. Það
hjálpi ekki til að viðsemjendur
kennara hjá sveitarfélögunum
hafi ekki viljað koma að samn-
ingaborðinu vegna mögulegs sátt-
mála. Þeir hafi viljað bíða og sjá.
Slíkt gangi ekki lengur.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, ítrekar vilja samtakanna
til að semja til þriggja ára og
skapa með því grundvöll fyrir
atvinnulífið að byrja að fjárfesta
og ráða fleira fólk í vinnu.
„Það skiptir miklu máli að
fyrirtækin geti séð fram í tímann.
Öryggi varðandi launakostnað
og friður á vinnumarkaði skipta
miklu máli.“
Aðspurður kveðst Vilhjálmur
líta svo á að kennarar og aðrir
opinberir starfsmenn eigi vel
heima í breiðu samstarfi á vinnu-
markaði þrátt fyrir óánægju
með efndir stöðugleikasáttmál-
ans. „Ég get ekki séð að þeir nái
frekar árangri án þess að vera
samferða öllum hinum.“
Aðkoma ríkisvaldsins er mikil-
væg en hún hefur ekki verið rædd
að ráði enda vegferðin nýhafin.
„Við erum rétt að byrja og eigum
eftir að safna því saman sem ein-
stakir aðilar vilja tala um við
ríkisvaldið. Það er ekki um það
að ræða að skrifa upp á plagg
sem ekki er hægt eða vilji til að
efna. Það þarf að ganga þannig
frá málum að búið sé að afgreiða
frumvörp inni í þinginu og taka
lokaákvarðanir í málum.“
bjorn@frettabladid.is
Tilraun sem mistókst
og má ekki endurtaka
Formaður Kennarasambandsins hafnar hugmyndum um nýjan stöðugleika-
sáttmála. Hann segir kennara hafa farið illa út úr hinum fyrri en laun annarra
hækkað. SA telja opinbera starfsmenn ná betri árangri í samfloti með öðrum.
VIÐ UPPHAF FUNDAR Forystumenn launþega og atvinnurekenda fóru yfir mögulegt
samstarf á vinnumarkaði á fundi í gær. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýrði
fundinum. Ákveðið var að hittast á ný eftir tvær vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EIRÍKUR
JÓNSSON
VILHJÁLMUR
EGILSSON
STJÓRNLAGAÞING Blindir mega
hafa aðstoðarmann að eigin vali
í kjörklefanum til að geta greitt
atkvæði í kosningum til stjórn-
lagaþings. Þetta segir Ögmund-
ur Jónasson dómsmálaráðherra
við visir.is. Til stóð að fulltrúi
kjörstjórnar yrði með blindum
kjósendum í klefanum en blindir
sættu sig ekki við það. - gar
Kosningaréttur allra tryggður:
Blindir fá hjálp
í kjörklefanum
DÓMSMÁL Ákvæði í lögum um
greiðsluaðlögun sem hlífir
ábyrgðarmönnum skuldara sem
fá greiðsluaðlögun gengur gegn
stjórnarskrá, samkvæmt dómi
Hæstaréttar.
Dómurinn staðfesti í gær dóm
Héraðsdóms Suðurlands í máli
Sparisjóðs Vestmannaeyja gegn
bróður og tæplega áttræðri móður
konu sem fékk greiðsluaðlögun.
Ábyrgðarmennirnir þurfa að
greiða sparisjóðnum ríflega eina
milljón króna með vöxtum.
Sparisjóðurinn krafðist þess að
móðir konunnar og bróðir greiddu
skuldir hennar þrátt fyrir að tekið
sé fram í lögum um greiðsluaðlög-
un að ekki megi ganga á ábyrgðar-
menn í slíkum tilvikum.
Með dómi Hæstaréttar er stað-
fest að það ákvæði gangi gegn
ákvæðum um friðhelgi einkaréttar
í stjórnarskránni. Fyrir setningu
laga um greiðsluaðlögun átti spari-
sjóðurinn kröfu á ábyrgðarmenn-
ina gæti lántakandinn ekki greitt.
Dómurinn telur ekki hægt að víkja
þeim rétti lánveitandans til hliðar
með lögum um greiðsluaðlögun án
þess að sparisjóðurinn fái bætur
fyrir.
Í dómnum kemur fram að
ábyrgðarmennirnir hafi fyrir
Hæstarétti krafist þess að
ríkissjóður myndi bera kostnað-
inn yrði það niðurstaða dómsins
að lög um greiðsluaðlögun stæð-
ust ekki ákvæði stjórnarskrárinn-
ar. Dómurinn tók ekki afstöðu til
þessarar kröfu. Í dómnum segir að
valdheimildir dómstóla nái aðeins
til þess að víkja lögunum til hliðar
teljist þau andstæð stjórnarskrá,
ekki leggja umtalsverð útgjöld á
ríkissjóð. - bj
Ákvæði um ábyrgðarmenn standast ekki skoðun:
Stjórnarskrá brotin
EFNAHAGSMÁL Mat á eignum banka
og sparisjóða er enn háð mikilli
óvissu og ójafnvægi er í efnahags-
liðum þeirra. Þetta kom fram á
fundi Seðlabankans um fjármála-
stöðugleikann.
Fram kom að áttatíu prósent
fjármögnunar banka og spari-
sjóða væru innlán, sem kynnu
að leita í annan farveg. Þá hefði
dómur Hæstaréttar komið í veg
fyrir neikvæð áhrif á fjármála-
kerfið. Þótt dregið hefði úr óviss-
unni væri staða fyrirtækjanna
ekki skýr sökum langvarandi
samdráttar í þjóðarbúskapnum
sem hefði gert fjárhagsstöðu
fyrirtækja og heimilia mjög
veika. - jab
Enn óvissa um eignir banka:
Fjármagnaðir
af innlánum
SPURNING DAGSINS
ÚTLAGAR EFTIR SIGURJÓN MAGNÚSSON
★★★★
„Útlagar er vel heppnuð
skáldsaga, hún lýsir
þrúgandi tímum og lífi
persóna sem kikna
undan þeim á
áhrifaríkan hátt.“
– Jón Yngvi Jóhannsson, Fréttablaðið
Fréttablaðið og Morgunblaðið
★★★★
– Kristján Jónsson,Morgunblaðið