Fréttablaðið - 26.11.2010, Side 21
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010
Ísland er aðili að alþjóðasátt-málum er varða heilbrigði og
lögbundinn rétt til heilbrigðis-
þjónustu. Að auki er þessi rétt-
ur tryggður í 76. gr. stjórnar-
skrárinnar en þar segir: „Öllum,
sem þess þurfa, skal tryggður í
lögum réttur til aðstoðar vegna
sjúkleika.“ Þann 21. okt. sl. hélt
dr. Brigit Toebes, lagaprófess-
or og virtur fræðimaður á sviði
heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar
mannréttindaverndar, fyrirlestur
í HR. Taldi hún að fyrirhugaður
niðurskurður í heilbrigðiskerfinu
yrði að taka mið af mannrétt-
indum. Á dögunum var dreift á
Alþingi svari frá heilbrigðisráð-
herra við fyrirspurn Gunnars
Braga Sveinssonar, þingmanns
Framsóknarflokksins, um fækk-
un starfa á heilbrigðisstofnun-
um í niðurskurði fjárlaga 2011.
Í svarinu kemur fram í töflu 1
að áætluð fækkun starfsmanna
á landinu öllu verði 635 í 445
stöðugildum. Hlutfall kvenna af
fjölda starfsmanna á heilbrigðis-
stofnunum er að meðaltali 82%.
Því er augljóst að þessi tiltekna
aðgerð ríkisstjórnarinnar í fjár-
lagagerðinni er bein árás á konur
og atvinnutækifæri þeirra á land-
inu öllu. Hver hefði trúað því á
heilaga Jóhönnu.
Alvarlegi hluti niðurskurð-
arins sem snýr að konum er þó
þessi. Samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu á að fækka um 96 starfs-
menn sem nemur 69 starfsmönn-
um á St. Jósefsspítala. Það er
bein árás að konum, því spítalinn
hefur sérhæft sig í grindarbotns-
aðgerðum kvenna. Eru þær marg-
víslegar og misalvarlegar – allt
frá þvagleka, hægðaleka og upp í
flóknar tæknilegar aðgerðir sem
gera þarf á konum eftir erfiðar
fæðingar. Fjöldi þessara aðgerða
á þessari sjúkrastofnun einni er
um 1.200 aðgerðir á ári. Biðtími
kvenna í aðgerðirnar er á bilinu
9–12 mánuðir eftir alvarleika.
Ekki er fyrirséð að hægt sé að
koma þessum aðgerðum fyrir á
öðrum heilbrigðisstofnunum, því
er ekki hægt að lesa annað út en
að ætlunin sé að fresta þessum
aðgerðunum um langa hríð. Þetta
verður eftirskrift norrænu vel-
ferðarríkisstjórnarinnar. Í 12.
gr. kvennasáttmála Sameinuðu
þjóðanna kemur fram að aðild-
arríki samningsins skulu gera
allar viðeigandi ráðstafanir til
þess að afnema mismunun gagn-
vart konum á sviði heilsugæslu til
þess að tryggja á grundvelli jafn-
réttis karla og kvenna aðgang að
heilsugæsluþjónustu, og sérstak-
lega skulu aðildarríkin tryggja
konum viðeigandi þjónustu í sam-
bandi við þungun, barnsburð og
tímabilið eftir fæðingu með því
að veita ókeypis þjónustu þegar
það er nauðsynlegt.
Konur eru vanar að bera harm
sinn í hljóði og grindarbotns-
vandamál eru nú svo sem ekki
mál málanna í almennri umræðu.
Nú verðum við þingmenn að
standa saman um endurskoðun á
heilbrigðismálum kvenna í fjár-
lagagerðinni. Sú aðför sem ríkis-
stjórnin fer fram með í fjárlaga-
frumvarpinu að heilsu og atvinnu
kvenna er okkur Íslendingum
ekki samboðin.
Ráðist að konum
Heilbrigðismál
Vigdís Hauksdóttir
lögfræðingur og
alþingismaður
Það er auðvelt að kenna AGS um stöðu íslenskra heim-
ila og fyrirtækja nú um stund-
ir. Slíkur málflutningur er hins
vegar ósanngjarn, enda þurf-
um við ekki sjóðinn til að segja
okkur að jafnvægi milli tekna
og gjalda ríkissjóðs er forsenda
endurreisnar íslenska hag-
kerfisins. Samvinna við AGS
er raunar forsenda viðspyrnu,
enda myndum við búa við enn
veikari krónu og ekkert aðgengi
að erlendu lánsfjármagni fyrir
ríkissjóð án erlends stuðnings.
Þannig væri staðan mun verri ef
ekki nyti AGS við. Það er nóg að
spyrja Íra sem leita nú á náðir
sjóðsins.
Að mörgu leyti gengur endur-
reisn hagkerfisins vel. Vextir er
í sögulegu lágmarki, verðbólga
lítil, hreinar skuldir þjóðarbús-
ins á svipuðum stað og 2003 og
atvinnuleysi minna en spáð var.
Hagvöxtur mun hefjast á næsta
ári. En engu að síður gengur
hægar en við vonuðumst eftir,
eins og nýjar hagvaxtartöl-
ur bera með sér. Meginástæða
þess er skortur á fjárfestingu
atvinnulífsins og fyrir því eru
tvær ástæður helstar.
Annars vegar gengur hægt
að endurreisa fyrirtækin vegna
óvissu um uppgjör gengislána
en „Hraðbraut“ – samvinnuverk-
efni banka og stjórnvalda í vetur
– mun vonandi breyta stöðu lít-
illa og meðalstórra fyrirtækja
svo þúsundum skiptir. Á hinn
bóginn hefur okkur ekki tekist
að laða til landsins erlenda fjár-
festingu.
Þar vegur þungt andstaða
sumra stjórnmálamanna við
einstaka fjárfestingarverkefni
og andstaða við uppgjör vegna
Icesave. Lausn Icesave opnar á
möguleika til erlendrar láns-
fjármögnunar og deilan verður
ekki leyst öðruvísi en með
samningum.
Stjórnmálamenn eiga ekki að
standa í vegi fyrir endurreisn
atvinnulífs í skiptum fyrir vin-
sældir til skemmri tíma. Afleið-
ingar ósamlyndis innan sumra
stjórnmálaflokka eru þannig
betur og betur að koma í ljós,
enda beint samband á milli
óleysts Icesave, skorts á erlendri
fjárfestingu og hagvexti næsta
árs.
AGS og hagvöxtur
Efnahagsmál
Magnús Orri
Schram
alþingismaður
Stjórnmálamenn eiga ekki að standa í vegi
fyrir endurreisn atvinnulífs í skiptum fyrir
vinsældir til skemmri tíma. Afleiðingar ósamlyndis
innan sumra stjórnmálaflokka eru þannig betur og
betur að koma í ljós.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að fækka
um 96 starfsmenn sem nemur 69 starfsmönn-
um á St. Jósepsspítala.
1919
R E STAU R A N T
AND LOUNGE
FRÁBÆR VÍN Í ÚRVALI
Radisson Blu 1919 Hótel Pósthússtræti 2 102 Reykjavík Sími: 599 1000
Í hjarta miðborgarinnar býður veitingastaðurinn 1919 upp á girnilega þriggja
og fimm rétta jólamatseðla og jólahlaðborð fyrir hópa. Flauelsmjúkir forréttir,
safaríkar jólasteikur og gómsætir eftirréttir koma þér í sannkallað jólaskap.
Pantaðu borð núna og njóttu þess að taka forskot á jólasæluna.
JÓLIN KOMA TIL ÞÍN
STINGUM SAM
AN
NEFJUM!
www.rauttnef.is
Söfnunar- og skem
mtiþáttur
3. desember á Stöð
2
Örn Bárður Jónsson
Snúum stafrófinu við og setjum
Örn Bárð í 1. sæti í kosningunni
til Stjórnlagaþings.
Stjórnarskráin er gamalt tré.
Rífum það hvorki upp með
rótum né höggvum niður.
Sníðum heldur greinarnar af
sem ekki bera ávöxt og græðum
á stofninn nýjar og ferskar.
ornbardur.annall.is
dv.is • svipan.is8 3 5 3