Fréttablaðið - 26.11.2010, Side 8

Fréttablaðið - 26.11.2010, Side 8
8 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka og tengdum virkjanaframkvæmdum Krafla Þeistareykir Bakki M Ý V A T N S K J Á L F A N D I Húsavík Sjónræn áhrif Háspennulínur ■ Gert er ráð fyrir 375 möstrum á línuleið. Um 100 fer- metra plan þarf við hvert mastur og um 20 fermetra í undirstöður. ■ Heildarlengd nýrra slóða er 95 kílómetrar sem eru að meðaltali 4,5 m breiðir. Rask alls um 50 ha. ■ Iðnaðarsvæði er sam- kvæmt tillögu að breyttu aðalskipulagi Húsavíkur- bæjar um 188 hektarar. Þeistareykjavirkjun Borsvæði: Gert er ráð fyrir samtals 15 borsvæðum. Áætlað rask um 40 hektarar. Lagnaleiðir: Rask vegna lagna er um 16 kílómetrar langt og um 10 metra breitt belti eða um 16,6 ha. Skiljustöðvar, lokahús, dæluhús: Flatarmál svæðis sem verður raskað er um 0,1 ha. Mannvirki á stöðvarhúsreit: Byggingarreitur virkjunar er um 6,8 ha. Niðurrennslissvæði: Um 7,4 ha niðurrennslissvæði. Vegir/slóðir á orkuvinnslusvæði: Um 8,8 kílómetra langt og 4-6 metra breitt belti mun raskast vegna nýrra slóða á orkuvinnslusvæði, alls um 5 ha. Virkjunarvegur: Um 31,5 kílómetra langt og 25 metra breitt belti mun raskast, alls um 79 ha. Kröfluvirkjun Borsvæði: Þau eru mismunandi að umfangi og fer stærð þeirra eftir fjölda hola á hverju svæði. Áætlað rask vegna borteiga innan borsvæðanna 8 er um 12,9 ha. Lagnaleiðir og slóðir: Rask vegna vega og slóða er um 1.225 metra langt og 8-18 metra breitt belti eða alls um 1,6 ha. Rask vegna lagna er um 17 kílómetra langt og um 10 metra breitt belti, eða um 17,5 ha. Mannvirki á stöðvarhúsreit: Flatarmál stöðvarhúsreits er um 6,8 ha. Efnistökusvæði: Alls 27 námur. Heildarstærð er um 230 hektarar. Jarðmyndanir Umfang röskunar sem verður á eldhraunum er um 130 ha. Um er að ræða jarðmyndanir sem njóta sérstakrar verndar skv. náttúruvernd- arlögum auk þess sem í stefnu stjórn- valda um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi kemur fram að það sé forgangsmál að vernda jarðmyndanir sem eru sjaldgæfar eða óvenjuleg- ar á heimsmælikvarða, svo og landslag og sérstæð fyrirbæri sem eru óvenjuleg í okkar heimshluta og einkennandi fyrir landið, þ.m.t. hraun og hverasvæði. Auk þess er hér um að ræða áhrif á umhverf- isþátt sem eru óaftur- kræf. Þá er óvissa um áhrif virkjananna á virkni hverasvæða. Umhverfisáhrif: Veru- lega neikvæð. Útivist og ferðaþjónusta Menningarminjar Gróður og dýr Framkvæmdirnar koma til með að skerða víðerni, breyta ásýnd og valda neikvæðum áhrifum á landslag. Þetta gerir það að verkum að lítt eða ósnortin svæði sem eru eftirsóttir áfangastaðir fyrir ferðamenn munu skerðast og sömuleiðis möguleikar þeirra til útivistar á svæðinu. Þrátt fyrir bætt aðgengi um svæðið fyrir akandi umferð munu framkvæmdirnar draga úr fjölbreytileika svæðisins í heild og þar með mögu- leikum til útivistar og ferðaþjónustu. Umhverfisáhrif: Verulega nei- kvæð. Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna framkvæmdanna og mun stór hluti þeirra raskast varanlega og óafturkræft. Flestar forn- minjarnar raskast vegna framkvæmda við álver á Bakka og þarf að ráðast í fornleifauppgröft á bæjarstæðinu, á hugsanlegurm kirkjugarði og á nokkrum dysjum áður en þar verður ráðist í framkvæmdir. Athygli er vakin á því að fornleifauppgröftur kann að vera tímafrekur og því þarf að hefjast handa tímanlega við þær rannsóknir sem Fornleifavernd ríksins gerir kröfur um. Umhverfisáhrif: Verulega neikvæð. Umfang þess gróðurlendis sem raskast að samanlögðu vegna framkvæmdanna verður um 370 hektarar í heild. Votlendi raskast um 38 hektara á álverslóðinni. Sérstök ástæða til að gæta ýtrustu varfærni við allt rask á gróðri og jarðvegi og vanda allan frágang eftir fram- kvæmdir eins og kostur er. Umhverfisáhrif: Talsvert neikvæð/ verulega neikvæð á votlendi. Á framkvæmdasvæðinu eru búsvæði nokkurra fugla á válista, þar á meðal hrafns og fálka. Áhrifin verða víðtækust á framkvæmdatíma vegna truflunar, en ljóst að varan- leg óafturkræf röskun mun hafa neikvæð áhrif á búsvæði margra mófuglategunda. Áhrif fyrirhugaðra háspennulína koma helst til með að verða neikvæð vegna áflugs. Umhverfisáhrif: Talsvert neikvæð. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Eftir rúmlega tveggja ára vinnu liggur umhverfismat vegna álvers- og virkjanaframkvæmda á Norð- Austurlandi fyrir. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra segir að nú megi sjá gildi þess að allar framkvæmdirnar séu metnar sameiginlega. Markmiðið sé að tryggja framkvæmdaaðilum og leyfisveitendum grundvöll til að byggja á. „Ég tek undir það sjónar- mið að nú megi menn ekki fara ofan í hefðbundnar skotgrafir með þetta mál, heldur virkilega nýta þetta til að taka skynsamlegar ákvarðanir til lengri framtíðar.“ Svandís vill ekkert tjá sig um það sjónarmið að skýrslan dragi upp svo dökka mynd að tilefni sé til að hætta við framkvæmdir. „Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að stórar verksmiðjur séu ekki lausnin í þeirri stöðu sem upp er komin. Við eigum ekki að setja fleiri egg í álkörfuna. Sú skoðun mín er óbreytt en þarna er líka verið að velta upp ýmsum spurn- ingum um jarðvarmaauðlindina. Það er nýtt sjónarhorn og maður veltir fyrir sér þessu samspili orku- freks iðnaðar og þessari leið til að framleiða orku.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra fagnar því að matið liggur fyrir. „Það hefur auðvitað margt breyst síðan matið fór af stað. Stjórnvöld hafa aldrei tekið það í mál að þarna verði byggt 340 þús- und tonna álver eins og forsendur matsins gera ráð fyrir. Landsvirkjun hefur heldur ekki treyst sér til að segja að á svæðinu sé nægileg orka fyrir svo stóru álveri.“ Katrín segir að stíga verði var- lega til jarðar varðandi orkuöfl- un og atvinnuuppbygging verði að taka mið af því. „Út frá því hefur öll vinna síðasta ár gengið.“ Hún vill hins vegar ekki meina að for- sendur umhverfismatsins hafi brostið á matstímanum. „Við tökum umhverfismatið alvarlega en miðað við þróun þessa máls síðastliðið ár þá er ekkert í því sem er áfall. Umhverfismatið setur þá vinnu alls ekki út af sporinu.“ Bergur Elías Ágústsson, sveitar- stjóri Norðurþings, fagnar því að langri bið eftir umhverfismat- inu er lokið. „Við erum ákaflega sátt við að matið liggur loks fyrir. Þetta er allt þekkt og matið er í samræmi við þær væntingar sem við höfðum.“ Bergur er ósammála því að umhverfismatið sé „svört skýrsla“. Þeir sem séu þeirrar skoðunar verði einfaldlega að lesa umhverfismatið í annað sinn. „Öllum framkvæmd- um fylgja umhverfisáhrif. Ég hafna því að þetta sé svört skýrsla og nú er tími til að hefjast handa og skapa störf.“ Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, segir umhverfis- matið ekki stangast á við stefnu fyrirtækisins um sjálfbærni, en í matinu kemur skýrt fram að 340 þúsund tonna álver sé of orku- frekt og framkvæmdirnar ekki sjálfbærar. „Þetta mat er í fullu samræmi við stefnu okkar um sjálfbæra nýtingu.“ Umhverfisráðherra hefur ekki nein úrslitaáhrif á þetta mál héðan í frá; hvorki á álit Skipulagsstofn- unar né leyfisveitingar og fram- kvæmdir, ákveði menn að gefa út slík leyfi. Þetta skýrist meðal annars af því að álit Skipulagsstofnunar er ekki kæranlegt til umhverfisráðherra. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir: „Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og bygg- ingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir mats- skyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir.“ Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála er sjálfstætt stjórnvald. Samkvæmt lögum um rannsókn- ir og nýtingu á auðlindum í jörðu er það Orkustofnun sem veitir leyfi til rannsóknar eða nýtingar á auð- lindum. Áður en slík leyfi eru veitt skal Orkustofnun leita umsagn- ar umhverfisráðuneytisins en sú umsögn er ekki bindandi. s: 528 2000 Sígild ævintýri með geisladiskum Flipar á hverri opnu! Skipulagsstofnun telur að að ekki sé mögulegt að leggja raunhæft mat á áhrif 150 MWe Kröfluvirkjunar og 200 MWe Þeistareykjavirkjunar á jarðhitann sem auðlind þar sem gert er ráð fyrir svo stórum virkjunum miðað við fyrirliggjandi þekkingu og þ.a.l. of mikilli áætlaðri raforku- framleiðslu. Stofnunin telur að það fái ekki staðist að áhrif á jarðhitaauðlindina verði óveruleg eins og fram kemur í matsskýrslum um Þeistareykjavirkjun allt að 200 MWe og Kröfluvirkjun II allt að 150 MWe. Skipulagsstofnun telur að veruleg óvissa sé um hver áhrif af fyrirhuguðum virkjunum verði á jarðhitaauðlindina og auknar líkur séu á að þegar um er að ræða virkjanir af þessari stærð, verði orkunýtingin ágeng í stað þess að vera sjálfbær líkt og framkvæmdaaðilar boða. Áhrif á jarðhita og orkuforða Framkvæmdirnar hafa í för með sér að breyting verður á ásýnd á stóru svæði. Skipulagsstofnun lítur svo á að þrátt fyrir að flest mann- virkjanna megi fjarlægja og að þau séu því afturkræf, þá verði að líta svo á að ekki sé raunhæft að leggja mat á áhrifin út frá því sjónarmiði. Framkvæmdirnar munu leiða til skerðingar ósnortinna víðerna á um 17.000 hektara svæði. Ósnortin víðerni eru skilgreind í lögum um náttúruvernd og þrátt fyrir að þau njóti ekki lögbundinnar verndar, er um að ræða svæði í umhverfinu sem hefur mikið aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn. Ósnortnum víðernum á Íslandi utan jökla fer fækkandi og á þau er gengið, sem gerir það að verkum að verðmæti þeirra fer vaxandi. Umhverfisáhrif: Verulega neikvæð. Vatn Skipulagsstofnun bendir á mikilvægi þess að tekið sé fullt tillit til þeirra verndarákvæða sem taka til vatnsverndar á öllu framkvæmdasvæðinu. Loft Skipulagsstofnun telur ljóst að álver á Bakka og virkjanir við Kröflu og Þeistareyki muni auka losun gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi verulega þar sem hlutdeild fram- kvæmdanna í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi nemi um 14% af heildarlosun CO2-ígilda á ári. Umhverfisáhrif: Nokkuð neikvæð. Vegur Niðurstaða sameiginlegs umhverfismats Skipulagsstofn- unar er að heildaráhrif virkjanaframkvæmda við Kröflu og Þeistareykjum, byggingar álvers á Bakka og nýrra háspennulína muni hafa veruleg óafturkræf umhverfis- áhrif eða spjöll á umhverfinu sem er ekki hægt að fyrir- byggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum. Heimamenn vilja hefja framkvæmdir. Heimamenn ákveða næstu skref

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.