Fréttablaðið - 26.11.2010, Síða 65

Fréttablaðið - 26.11.2010, Síða 65
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010 45 Välj. Eða veldu eins og sagt er á íslensku. Nýtt samstarf SAS og Icelandair þýðir að núna áttu möguleika á að velja á milli miklu fleiri áfangastaða en áður. Við bjóðum nú uppá þann möguleika að bóka flug til Evrópu og lengra á frábæru verði á www.flysas.is flysas.is Ávallt með S AS Engin dulin g jöld - innritu n án endurg jalds - sætab ókun án end urgjalds Farangurshe imild án end urgjalds - Eu roBonus-pun ktar - 25% b arnaafsláttu r Bergen London París Frankfurt Peking Tokyo Bangkok Ósló Kaupmannahöfn Stokkhólmur Helsinki Gautaborg Stafangur Þrándheimur Berlín München Hamborg Varsjá Zürich Mílanó Vilníus FÓTBOLTI Knattspyrnuheimurinn hefur logað síðan tveir leikmenn Real Madrid fengu að líta rauða spjaldið undir lok leiksins gegn Ajax. Flestir eru sammála um að þetta hafi verið viljandi gert hjá Madrídingum svo leikmennirnir færu í bann í tilgangslausum leik gegn Auxerre og væru spjaldalausir í sextán liða úrslitunum. Daginn eftir leik var birt mynda- síða sem átti að sanna að skilaboð- in um spjöldin hefðu komið frá Mourinho þjálfara. Þar sáust menn vera að hvíslast á. Allt frá Mourinho til Sergio Ramos sem fékk seinna rauða spjaldið í leiknum. UEFA er á því að Real Madrid hafi nælt sér í spjöldin viljandi því búið er að kæra Mourinho og fjóra leikmenn fyrir óviðeigandi hegðun. Það eru þeir Xabi Alonso og Sergio Ramos, sem fengu rauðu spjöldin, sem og markverðirnir Iker Casillas og Jerzy Dudek. Varamarkvörðurinn Dudek virt- ist koma skilaboðunum áfram til Casillas, sem síðan á að hafa sagt félögum sínum að næla í rauð spjöld fyrir að tefja. Bðæði Alonso og Ramos tóku sér fáránlega langan tíma í að fram- kvæma aukaspyrnu og útspark. Svo langan tíma tóku þeir að UEFA ætlar að fara með málið alla leið. Aganefnd UEFA mun taka málið fyrir hinn 30. nóvem- ber næstkomandi. Leikmenn Real hafa borið af sér allar sakir. Ramos sagði full- um fetum að þetta hefði ekki verið viljandi gert en vildi ekki ræða málið í þaula. Mourinho hefur neitað að ræða málið við fjölmiðla hingað til. - hbg Rauðu spjöldin sem Real Madrid fékk gegn Ajax draga dilk á eftir sér: UEFA kærir Mourinho og félaga FYNDIÐ Leikmenn Real þurftu að bíða lengi eftir rauðu spjöldunum frá Craig Thomp- son dómara. Ronaldo hlær hér er hann fær að líta gula spjaldið. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Í gær var gefið út hvaða leikmenn kæmu til greina í heimsliðið fyrir árið 2011. Það er Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og Samtök atvinnumanna sem standa að kjörinu. Alls eru 50 þúsund knattspyrnu- menn í samtökunum og þeir völdu sitt lið. Urðu þeir að velja í leik- kerfinu 4-3-3. Heimsmeistarar Spánverja koma best út úr kjörinu en tíu leikmenn frá Spáni eru á meðal þessara 55 leikmanna. Brasilía á níu, Argentína átta, England sex og Þýskaland fjóra. Það koma þrír leikmenn frá Hollandi og Ítalíu og tveir frá Portúgal. Úrúgvæ, Wales, Frakkland, Búlgaría, Serbía, Tékkland, Sví- þjóð, Gana, Fílabeinsströndin og Kamerún eiga öll einn fulltrúa. Spænska deildin á einnig flesta leikmenn í þessum hópi eða átján. Enska deildin er með sautján full- trúa og sú ítalska með fimmtán. Heimsliðið er tilkynnt á sama tíma og besti leikmaður heims en það verður 10. janúar. - hbg Heimsliðið 2011: 55 leikmenn tilnefndir ALLIR Á LISTANUM Ramos, Puyol og Pique eru allir í lista yfir bestu menn heims. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Leikið verður í skoska fótboltanum um næstu helgi þrátt fyrir að skoskir dómarar verði þá í verkfalli til að mót- mæla gagnrýni á störf sín undanfarið. Það eru þó ekki íslenskir dómarar sem koma til bjargar heldur dómarar frá öðrum Evrópulöndum. Skoska sambandið hefur nefni- lega samið við erlenda dómara um að fylla í skarðið en dómarar frá Íslandi, Noregi, Wales og Sví- þjóð voru ekki tilbúnir að dæma leikina því þeir ætla að standa með kollegum sínum í Skotlandi. „Skoska knattspyrnusamband- ið getur staðfest það að sam- komulag hefur náðst við nokkur evrópsk knattspyrnusambönd þannig að leikirnir í úrvalsdeild- inni og Alba-bikarnum verða mannaðir um helgina. Enn standa yfir viðræður um að manna aðra leiki en góðar líkur eru á að leikir í öllum deild- um geti farið fram,“ sagði í yfir- lýsingu frá skoska knattspyrnu- sambandinu. - óój Skoska úrvalsdeildin: Búið að finna dómara

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.