Fréttablaðið - 26.11.2010, Síða 54
34 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Myndlistarmennirnir Snorri
Ásmundsson og Rachel McMahon
opna saman sýninguna „Blow me
(potti) – Bloody beauty, ókei?“
í grasrótargalleríinu Crymo á
laugar dag. Í tilkynningu frá þeim
Rakel og Snorra segir að sýningin
sé hugsuð fyrir „þroskaða einstakl-
inga sem hafa góðan smekk fyrir
góðri list“.
„Það er afar huglægt hvað felst í
því,“ segir Rakel og hlær. Sýningin
á rætur að rekja til Feneyjatvíær-
ingsins 2009. „Þar hófust ákveðnar
samræður og díalógur milli okkar
Snorra. Afrakstur þeirra verður
afhúpaður á sýningunni. Ég sýni
teikningar og Snorri málverk sem
við unnum sjálfstætt en vídeóverk
sem sýnir hvað okkar Snorra fór á
milli myndar ákveðna tengingu þar
á milli. Við höfum bæði unnið með
gjörningalist og fundum þar sam-
eiginlegan flöt sem varð eiginlega
kveikjan að þessu samstarfi.“
Sýningin verður opnuð í Crymo
við Laugaveg á morgun klukkan 17
og stendur til 8. desember. - bs
34
menning@frettabladid.is
Fleira hrundi en krónan
við fall bankanna fyrir
tveimur árum, til dæmis
sala á ljóðabókum. Að sögn
Silju Aðalsteinsdóttur virð-
ast þær hins vegar vera
að sækja í sig veðrið á ný.
Hvað veldur?
Árið 2008, hrunárið mikla, komu
út þrettán ljóðabækur hjá For-
laginu og gengu flestar „afspyrnu
illa“ að sögn Silju Aðalsteinsdóttur,
útgáfustjóra hjá Máli og menningu,
dótturútgáfu Forlagsins.
„Þetta setti skrekk í menn og í
fyrra komu út aðeins fjórar ljóða-
bækur, sem gengu ekki heldur. En
þetta þótti skammarlegt og í ár eru
ljóðabækurnar níu. Og nú bregð-
ur svo við að ljóðabækur vekja
heilmikla athygli.“ Að sögn Silju
hafa fjórar af þessum níu þegar
selst upp í „eðlilegu upplagi“ sem
er um 500 eintök: Síðdegi eftir
Vilborgu Dagbjartsdóttur, Tími
hnyttninnar er liðinn eftir Berg
Ebba Benediktsson, Ljóð af ættar-
móti eftir Anton Helga Jónsson og
Blóðhófnir Gerðar Kristnýjar.
Silja segir þetta merkilega þróun.
„Ljóðabækur eru með í ár,“ segir
hún. „Það er vitnað í þær og fjall-
að um þær í dægurmálaútvarpinu;
með öðrum orðum er talað um ljóða-
bækur eins og alvörubækur, en því
er ekki alltaf að heilsa.“
Hún á þó erfitt með að meta hver
skýringin á þessu sé. „Ekki hef ég
eitt svar við því. Getur skýringin
verið svo einföld að ljóðabækurnar
séu betri í ár en undanfarið? Veit-
ir fjarvera stóru skáldanna í ár,
Einars Más, Gyrðis, Hannesar og
Þorsteins, hinum bókunum meira
andrými? Er máttur orðsporsins
að aukast? Eða eru þetta gagnger
umskipti í þjóðarsálinni?“
Forlagið er stærsta útgáfu-
fyrirtækið á Íslandi og hefur gefið
út langflestar ljóðabækur undan-
farin ár. Það finnur því meira fyrir
sveiflum en minni útgáfur. Bjart-
ur hefur til dæmis að jafnaði gefið
út þrjár til fjórar ljóðabækur á ári
og einatt getað treyst á að minnsta
kosti ein þeirra seljist vel. Guðrún
Vilmundardóttir hjá Bjarti tekur
hins vegar undir með Silju um að
ljóðabækur í ár fái öðruvísi athygli
en oft áður.
„Leyndarmál annarra eftir Þór-
dísi Gísladóttur hefur til dæmis
fengið afar mikla og góða umfjöll-
un, jákvæða dóma og spurst vel út
og fyrir vikið selst vel,“ segir hún.
„Það skiptir eflaust líka máli að við
höfum getað haft bækurnar á góðu
verði, þær kosta yfirleitt minna en
skáldsaga í kiljubroti þannig að fólk
lætur það kannski frekar eftir sér að
kaupa ljóðabók.“ Auk bókar Þórdís-
ar koma út hjá Bjarti ljóðabækurnar
Þrjár hendur eftir Óskar Árna Ósk-
arsson og Enginn heldur utanum
ljósið eftir Véstein Lúðvíksson.
Aðalsteinn Svanur Sigfússon hjá
Uppheimum, útgáfu Gyrðis Elías-
sonar, segir að jafnaði erfitt að selja
ljóðabækur í stórum upplögum en
ekki þurfi mikla umfjöllun um þær
til að gera gæfumuninn. „Bókin
Vetrarbraut eftir Kjell Espmark í
þýðingu Njarðar P. Njarðvík náði til
dæmis ágætu flugi. Koma hans til
landsins vakti nokkra athygli í fjöl-
miðlum auk þess sem bókin hefur
fengið frábæra dóma. Það má vera
að umfjöllun um ljóðabækur sé að
aukast og þær að ná meira máli.
Ég á satt best að segja dálítið erfitt
með að átta mig á því svona að óat-
huguðu máli, en ég vona svo sann-
arlega að það sé raunin.“ Hjá Upp-
heimum koma líka út ljóðabækurnar
Moldarauki eftir Bjarna Gunnars-
son og Blindhæðir eftir Ara Trausta
Guðmundsson.
Silja og Guðrún eru sammála um
að sú hugmynd hafi ef til vill loðað
við ljóðin í gegnum árin að það þurfi
að setja sig í sérstakar stellingar til
að lesa þau. Það kunni hins vegar að
vera að breytast.
„Það er vonandi að renna upp fyrir
sífellt fleirum,“ segir Silja, „að
galdurinn við að lesa ljóðabók er
sá sami og að lesa skáldsögu; bara
opna, lesa og njóta.“
bergsteinn@frettabladid.is
Umskipti í ljóðasálinni?
LJÓÐ LESA LAND „Ljóðabækur eru með í ár,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir. „Það er
vitnað í þær og fjallað um þær í dægurmálaútvarpinu; með öðrum orðum er talað
um ljóðabækur eins og alvörubækur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fyrir þroskað fólk
með góðan smekk
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
heldur tónleika í Langholtskirkju
á morgun. Á efnisskránni er einn
vinsælasti píanókonsert allra tíma
eftir Edvard Grieg og „stóra“ sin-
fónía Schuberts í C-dúr nr. 8 – Die
Große.
Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafs-
son en einleikari er Birna Hall-
grímsdóttir píanóleikari. Hún
stundaði nám í píanóleik við LHÍ,
við Royal College of Music í Lond-
on og hjá Håkon Austbo í Stavang-
er í Noregi. Hún hefur tekið þátt
í mörgum masterklössum erlend-
is, alþjóðlegum píanókeppnum
og tónlistarhátíðum auk þess að
hljóta margvíslegar viðurkenn-
ingar.
Sinfóníuhljómsveit unga fólks-
ins var stofnuð árið 2004. Hún er
skipuð 45 nemendum úr tónlist-
arskólum af höfuðborgarsvæðinu
og við tónlistarháskóla erlendis á
aldrinum 13-25 ára. Einleikar-
ar með hljómsveitinni eru jafn-
an nemendur að ljúka framhalds-
námi erlendis eða eru nýkomnir
heim frá námi.
Tónleikarnir hefjast klukkan 17.
Sinfóníuhljómsveit
ungra í Langholti
RAKEL MCMAHON Þau Snorri unnu teikningar og málverk hvort í sínu lagi en vídeó-
verk myndar ákveðin tengsl á milli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
TÓNLEIKAR Einleikari verður Birna Hall-
grímsdóttir píanóleikari.
UPPLESTRAR Á GLJÚFRASTEINI Aðventuupplestrar Gljúfrasteins hefjast á sunnudag klukkan 16. Þá lesa
Ingibjörg Hjartardóttir, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Steinunn Jóhannesdóttir úr verkum sínum.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.