Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 62
42 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Sænska spennusagan Dávaldurinn naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu þegar hún kom út fyrir tveimur árum. Höfundurinn kallaði sig Lars Kepler en fljótlega kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Freyr Gígja Gunnarsson heyrði í rithöfundinum eða rithöf- undunum. Spennusagan Dávaldurinn fékk lofsamlega dóma þegar hún kom út og sænskir fjölmiðlar vildu auð- vitað ná tali af þessum rithöfundi sem hafði óvænt slegið í gegn með sinni fyrstu bók. Þeir gripu hins vegar í tómt, Kepler virtist vera huldumaður eða hreinlega ekki til. Að endingu voru það tveir blaða- menn frá Aftenposten sem kom- ust á snoðir um hvernig í málinu lá og það var þá sem hjónin og rit- höfundarnir Alexander Ahndoril og Alexandra Coelho keyrðu með börnin sín frá sumarhúsi sínu til Stokkhólms, boðuðu til blaða- mannafundar og upplýstu að þau væru Lars Kepler „Við ætluðum aldrei að afhjúpa okkur en þegar bókinni gekk svona vel þá varð allt brjálað og næstum öll sænska þjóðin tók þátt í því að reyna að grafast fyrir um hver Lars Kepler væri,“ segir Alexander í samtali við Fréttablaðið. Dávaldurinn segir frá Joona Linna, finnskættuðum rannsókn- arlögreglumanni hjá ríkislögregl- unni í Svíþjóð. Hann tekur að sér að rannsaka ógeðfellt morð á fjöl- skyldu í smábæ og fær lækninn og fyrrum dávaldinn Erik Maria Bark til að dáleiða eina fórnar- lambið sem lifði árásina af. Sú dáleiðsla á hins vegar eftir að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Bark og fjölskyldu hans. Joona Linna hefur þegar öðlast framhaldslíf í næstu bók Kepler-hjónanna og Alexander segir þau reyndar vera með það mikinn efnivið og marg- ar hugmyndir að þau gætu skrifað átta bækur um Linna. Þriðja bókin sé allavega væntanleg og sú fjórða er komin vel á veg. Alexander og Alexandra voru vel þekktir rithöfundar í „fínni“ bókmenntageiranum í Svíþjóð, höfðu skrifað, hvort í sínu lagi, hábókmenntalegar bækur, leik- rit og lærðar greinar. „Við vild- um skapa glæpasögu sem væri í stíl við spennumynd, væri byggð upp á svipaðan hátt og með sama tempói,“ segir Alexander og játar það fúslega að Millennium-þrí- leikur Stiegs Larsson hafi haft mikil áhrif á þau. „Larsson breytti spennusagnaforminu, hann kom með eitthvað nýtt, sýndi fram á að spennusaga þarf ekki bara að fjalla um morð og lögreglurann- sókn,“ segir Alexander og útskýr- ir að nafnið Lars í Lars Kepler sé til heiðurs Stieg Larsson, slík áhrif hafi hann haft. Kepler sé hins vegar fengið frá Johannesi Kepler, vísindamanni sem leysti einhverja mestu ráðgátu átjándu aldar með því að treysta eingöngu á vísbendingar. En það er ekki hægt að sleppa Alexander án þess að spyrja hann hverng það hafi gengið hjá þeim hjónum að skrifa bókina saman. „Við höfum áður reynt að skrifa bækur saman en sú vinna endaði í hávaðarifrildum og við rifumst um nánast allt milli himins og jarðar. En þegar við tókum ákvörðun um að búa til þetta dulnefni og breytt- um um verkferla þá fór þetta að ganga. Í dag gætum við til að mynda ekki bent á hvort okkar á hvaða setningu.“ freyrgigja@frettabladid.is Til heiðurs Stieg Larsson SAMHELDIN KEPLER-HJÓN Alexander og Alexandra höfðu reynt að skrifa bækur saman. Þeim tókst það loks þegar þau bjuggu til nýjan rithöfund, Lars Kepler. Hann er nefndur í höfuðið á Stieg Larsson og vísindamanninum Johannesi Kepler. „Ég er að prófa eitthvað alveg nýtt og ferskt,“ segir söngvarinn Alan Jones, en á næstu vikum kemur út nýtt lag með kappanum sem ber nafnið „Look around“. Lagið gerði Alan með plötusnúðnum Tomma White, en hann hefur lengi verið einn þekktasti „house“ plötusnúður landsins. „House-tónlist hefur mikla sál og ég held að þetta sé stórt skref í rétta átt,“ segir Alan, og bætir við að lagið sitt fjalli um ást og frið. Alan tók þátt í X-factor árið 2007 og hefur síðan þá verið að fóta sig innan íslenska tónlistargeir- ans. Hann hefur lengi vel haldið upp á tónlistar- manninn Michael Jackson og hefur síðasta árið ferðast um landið og sungið lög Jacksons við ýmis tækifæri. Nú er hann hins vegar búinn að finna sig í „house“-tónlistinni og því vert að vita hvort fleiri lög frá honum séu á leiðinni. „Við Tommi erum byrjaðir að vinna að öðru lagi en „Look around“ fer vonandi í spilun í byrjun desember,“ segir Alan. Hann segist ekki vera með plötu á leiðinni. „Mér finnst bara ganga upp að gera eitt og eitt lag í svona „house“-stíl, svo ég ætla aðeins að bíða með það að gefa út plötu.“ Alan verður í jólaþorpinu í Hafnarfirði á laugar- daginn og því vert að vita hvort hann ætli að taka „Look around” fyrir gesti og gangandi. „Nei ég ætla ekki að syngja það strax. Ég verð bara með gömlu góðu Michael Jackson lögin,” segir Alan og hlær. - ka Alan Jones fer nýjar leiðir SKREF Í RÉTTA ÁTT Alan er ánægður með nýja lagið sitt Look Around, sem fer í spilun á næstu vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM - bara lúxus Sími: 553 2075 THE NEXT THREE DAYS 5.45, 8 og 10.30 12 PARANORMAL ACTIVITY 2 8 - FORSÝNING 16 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA 3.50 - ISL TAL L JACKASS – ÓTEXTUÐ 6 og 10.30 12 UNSTOPPABLE 6, 8 og 10.15 L ARTÚR 3: TVEGGJA HEIMA STRÍÐ 4 - ISL TAL L ÚTI ER ÆVINTÝRI 4 - ISL TAL L HARRY POTTER kl. 5, 6, 8, 9, 11 DUE DATE kl. 5.50, 8, og 10.10 GNARR kl. 3.50, 5.55, og 8 ÆVINTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 4 RED kl. 10:10 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 3.40 HARRY POTTER kl. 6 - 9 RED kl. 10:10 DUE DATE kl. 6 - 8 10 10 10 10 10 12 L L 12 10 10 10 10 10 L L L L 7 7 7 - BOXOFFICE MAGAZINE - ORLANDO SENTINEL - TIME OUT NEW YORK MIÐASALA Á HARRY POTTER kl. 5 - 6:30 - 7 - 8 - 10 - 11 HARRY POTTER kl. 5 - 8 - 11 DUE DATE kl. :43 0 - 5:50 - 8 - 10:20 RED kl. 5:40 - 8 - 10:20 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. :43 0 ÓRÓI kl. 10 FURRY VENGEANCE kl. :43 0 ALGJÖR SVEPPI kl. 4 Síðasta sýningar helgi HARRY POTTER kl. 4 - 5:30 - 8:30 - 10:10 GNARR kl. 8 DUE DATE kl. 8 - 10:20 THE SWITCH kl. 5:50 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 3:30 3:50 SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is 5% Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 ARTÚR 3 KL. 6 JACKASS 3D KL. 8 PARANORMAL ACTIVITY FORS KL. 10 THE NEXT THREE DAYS KL. 8 - 10.15 L L 12 16 12 Nánar á Miði.is THE NEXT THREE DAYS kl. 5.20 - 8 - 10.40 THE NEXT THREE DAYS LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.40 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3.40 - 6 SKYLINE KL. 8 - 10.10 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 8 ARTHÚR 3 KL. 5.50 - 3.40 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 KL. 3.40 12 12 L 12 12 L L L L L AGORA kl. 5.20 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 SKYLINE KL. 8 - 10.10 UNSTOPPABLE KL. 8 - 10.10 BRIM KL. 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 - 10.15 14 L 12 L L L HÁSKÓLABÍÓ FRÁBÆR TEIKNIMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI EPÍSK STÓRMYND EFTIR LEIKSTJÓRA THE OTHERS ÍSL. TAL MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA VÍSINDASKÁLDSÖGUTRYLLI Í BÍÓ! ÍSL. TAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.