Fréttablaðið - 26.11.2010, Síða 27

Fréttablaðið - 26.11.2010, Síða 27
 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Ú lfar Eysteinsson mat- reiðslumaður á Þremur frökkum bregst við hærra matarverði með nýrri matreiðslubók þar sem allar máltíðir miðast við fjóra og kosta undir þúsund krónum. Í bókinni, sem heitir Úlfar eldar, er að finna þrjátíu uppskriftir að hefðbundnum réttum en tilurð bókarinnar lýsir Úlfar á þennan veg: „Það skiptir máli að bera virð- ingu fyrir matnum, en það var eitthvað sem gleymdist árið 2007. Ég hafði verið að sýna starfsfólk- inu og nemunum á Þremur frökk- um hvað væri hægt að gera fyrir lítinn pening en þegar Lárus Karl Ingason ljósmyndari fór að ræða möguleikann á að gefa út bók um hagkvæma en góða elda- mennsku fór ég að kafa aðeins dýpra.“ Saman ákváðu Úlfar og Lárus Karl að gefa út matreiðslu- bók sem auðveldar fólki að gefa fjölskyldunni góðan mat fyrir lítinn pening. „Flestar uppskriftirnar eru grunnuppskriftir en fólk þarf ekki að vera hrætt við að skipta út hráefnum eftir hentugleika auk þess sem ég mæli sérstaklega með því að notaðir séu afgangar þegar þeir eru fyrir hendi. Á árum áður var matur af skornum skammti og fólk nýtti matinn betur. Með því að nýta afganga er hægt að spara heilmikið og eru nokkrar slíkar hugmyndir í bókinni.“ vera@gmail.com Matur á þúsund krónur Úlfar segir mikilvægt að bera virðingu fyrir matnum og leggur til að fólk nýti afganga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 800 g karfaflök með roði hveiti salt sítróna smjörlíki Flökin eru bein- hreinsuð en látin halda roðinu. Skerið í fiskinn langsum og þversum að roðinu þannig að fiskurinn í roðinu myndi teninga á stærð við sykurmola. Flökunum er síðan velt upp úr hveiti og þau djúpsteikt í 180 gráðu heitri olíu í 2-3 mínútur. Stráið salti og kreistið sítrónu yfir. Borið fram með hrísgrjónum og súrsætri sósu, sojasósu eða majones-wasabi sósu. Tilvalið að snæða þennan rétt með prjónum. STEIKT KARFAFLÖK Í matreiðslubók Úlfars Eysteinssonar er að finna þrjátíu uppskriftir fyrir fjóra sem allar kosta undir 1000. Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Aust- urvelli á sunnudag klukkan 16. Tæp sextíu ár eru síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð í ár var höggvið við hátíðlega athöfn í Aurtjørn í Nordmarka að viðstöddum sendiherra Íslands og borgarstjóra Óslóar. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Verð 8.290 kr. Tilboð mánudaga-miðvikudaga 7.290 kr. Jólahlaðborð b d b18. nóvem er - 30. esem er Hið óviðjafnanlega jólahlaðborð Perlunnar er hafið. Það borgar sig að panta borðið þitt strax – enda eitt vinsælasta jólahlaðborð á landinu! Skötu- og jólahlaðborð Perlunnar Þorláksmessa, í hádeginu Nýárskvöldverður 1. janúar 2010 Gefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf! Það borgar sig að panta skötuna snemma! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SKÚBB Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.