Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 4
4 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 25.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,5432 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,57 115,11 180,39 181,27 152,47 153,33 20,447 20,567 18,774 18,884 16,439 16,535 1,369 1,377 176,33 177,39 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 2° 1° -1° 2° -2° 1° 1° 23° 3° 15° 10° 28° -9° 3° 12° -4° Á MORGUN 5-10 m/s. SUNNUDAGUR Hæg breytileg átt. -1 -2 -4 -3 -3 0 -10 -2 -1 2 -2 15 5 7 2 4 3 6 5 8 7 4 -5 -4 -3 -3 -4 -2 -3 -6 -3 -4 FLOTT HELGI Veður horfur helgar- innar eru virkilega góðar um mest allt lands. Á morgun verða áfram stöku él norðan og aust- an til en á sunnu- dag verður veður yfi rleitt stillt og bjart. Frost verður víðast á bilinu 2-10 stig um helgina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið úrskurðaður í farbann til jóla, að kröfu lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari og sat í gæsluvarð- haldi í nokkrar vikur, er grunað- ur um aðild að framleiðslu fíkni- efna, sölu og dreifingu. Fjórir aðrir karlar, einnig útlendingar, sátu um tíma í varðhaldi vegna rannsóknar sama máls og voru síðar úrskurðaðir í farbann til 8. desember. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. - jss Fíkniefnamál í rannsókn: Fimm manns nú í farbanni DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur sýknað unga konu af ákæru um rangar sakargiftir. Konan var ákærð fyrir að hafa reynt að koma því til leið- ar að fjórir menn yrðu sakaðir um kynferðisbrot gegn henni, en hún neitaði sök í málinu. Menn- irnir neituðu allir að hafa átt kynferðismök við konuna gegn vilja hennar, en hún bar því við að henni hafi verið þröngvað til kynferðismaka við mennina. Konan var sautján ára þegar umræddur atburður átti sér stað. Mikið magn amfetamíns mældist í blóði hennar skömmu eftir atburðinn og var styrkur- inn langt yfir eitrunarmörkum. - jss Stúlka sem bar menn sökum: Sýknuð af röngum sakargiftum RÚSSLAND Vladimír Pútín, for- sætisráðherra Rússlands, vill að Rússland og Evrópusambandið geri með sér fríverslunarsamn- ing. Nauðsyn náins samstarfs er sá lærdómur, sem Pútín segist draga af heimskreppunni. „Kreppan gerði það nauðsyn- legt að endurmeta hlutina, taka áhættu og hugsa fram í tímann,“ skrifar Pútín í langri grein, sem birtist í gær í þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung. „Frá Lissabon til Vladivostok“ nefnist greinin, og þar segir hann ástæðu kreppunn- ar vera ójafn- vægið í heim- inum, þar sem einn heims- hluti safnar lánum og kaup- ir neysluvör- ur í gríð og erg meðan aðrir framleiða ódýrar vörur og kaupa upp skuldir. Þetta fyrirkomulag hefur mistekist, segir Pútín. Fleiri óvæntar fréttir hafa borist frá Rússlandi í vikunni, því Dmitri Medvedev, sem skipti við Pútín á embætti fyrir nokkr- um árum og er nú forseti lands- ins, gagnrýndi á bloggsíðu sinni stjórnmálaflokk Pútíns, Samein- að Rússland, sem er stærsti og áhrifamesti flokkur landsins. Stöðnun er farin að einkenna rússnesk stjórnmál vegna þess hve ráðandi flokkurinn er, segir Medvedev, og það er jafnslæmt fyrir ráðaflokkinn og fyrir stjórnarandstöðuna. - gb Vladimír Pútín vill fríverslunarsamning við ESB og Medvedev gagnrýnir Pútín: Pútín lærir af kreppunni VLADIMÍR PÚTÍN SAMFÉLAGSMÁL Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunn- ar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað. Ásakanirnar koma fram í bréfi sem sent var öllum stjórnarmönn- um í Krossinum í gær og birt á vefmiðlinum Pressunni í kjölfar- ið. Því fylgir vitnisburður fimm kvenna þar sem þær rekja á hvern hátt brotið hafi verið gegn þeim. Tvær kvennanna eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðna- dætur. Þá sakar Brynja Dröfn Ísfjörð Gunnar um að hafa brotið gegn henni, auk tveggja kvenna sem ekki eru nafngreindar í bréfinu. Undir bréfið skrifa Ásta Knúts- dóttir og Sesselja Engilráð Barð- dal. Þær eru ekki í hópi þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa brotið gegn þeim, en hafa tekið að sér að aðstoða konurnar. Í bréfinu er tekið fram að meint brot séu öll fyrnd að lögum. „Það er hins vegar ljóst að afleiðing- arnar sem konurnar, sem nokkr- ar voru unglingar undir lögaldri þegar á þeim var brotið, fyrnast ekki,“ segir í bréfinu. „Reynsla þessi hefur valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplif- að blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu,“ segir þar enn fremur. Ásta segir það stjórnar Kross- ins að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið. Hún telur þó augljóst að Gunnar verði að víkja sem for- stöðumaður Krossins í ljósi fjölda og alvarleika brotanna. „Við erum að tala um kirkju, og fólk verður að vera öruggt í sinni kirkju, það er grundvall- aratriði,“ segir Sesselja. Þær Ásta og Sesselja segja tilgang kvennanna með því að stíga fram fyrst og fremst þann að koma í veg fyrir að fleiri stúlkur eða konur verði fyrir svipaðri reynslu af hendi Gunnars. Ásta segir mál þessara fimm kvenna aðeins toppinn á ísjak- anum, og er sannfærð um að fleiri konur muni stíga fram í kjölfarið. Í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins Pressunnar í gær hafi fleiri konur sett sig í samband við þær. Hún segir Gunnar og hans nánustu fjöl- skyldu hafa reynt að þagga niður í kon- unum eftir að í ljós kom að þær ætluðu að stíga fram. Það hafi verið gert með ítrekuðum sím- tölum og heim- sóknum. Kynferðis- brotamál sem upp hafa komið innan þjóðkirkjunnar hafa hróflað mikið við konum sem brot- ið hefur verið á með sambærileg- um hætti segir Sesselja. „Sársaukinn hefur komið upp aftur þegar fjallað hefur verið um sambærileg mál, og þá var bara spurningin hvort þær ættu að liggja áfram í sinni skömm, eða hvort þær ættu að skila henni til baka.“ brjann@frettabladid.is Fimm konur saka Gunnar í Krossinum um kynferðisbrot Forstöðumaður Krossins er borinn þungum sökum í bréfi til stjórnar trúfélagsins. Gunnar segir ásakanirn- ar uppspuna. Talskonur segja þetta aðeins vera toppinn á ísjakanum og búast við að fleiri stígi nú fram. ÁSAKAÐUR Gunnar Þorsteinsson, forstöðumað- ur Krossins, hafnar með öllu þeim ásökunum sem hann er borinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leitar leiða til að hreinsa mannorð sitt „Ég er bugaður maður, þetta er mér afar þungbært, og það er mikil sorg í hjarta mínu,“ segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins. „Ég verð að leita allra úrræða til að hreinsa mannorð mitt, og það mun ég gera.“ Hann segir ekkert hæft í ásökunum kvennanna, hann hafi ekki brotið gegn þeim. Spurður hvort þær séu að segja ósatt segir hann: „Það er auðvitað eðlileg niðurstaða, að sjálfsögðu, þessar ásakanir eru tilhæfulausar.“ Hann hafnar því alfarið að hann hafi reynt að þagga málið niður, eins og fram kemur í bréfi kvennanna. Hann hafi þvert á móti viljað fá ásakanirnar upp á yfirborðið svo hann geti glímt við þær. Gunnar segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann muni stíga til hliðar sem forstöðumaður Krossins í kjölfar ásakananna. „Þetta mál hefur safnaðarpólitískan vinkil. Þetta er skipu- leg aðför sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið,“ segir Gunnar. Hann segir að á bak við aðförina standi hópur manna sem komið hafi saman „undir einhverskonar formerkjum kristni“, en vill ekki segja hverjir séu í þeim hópi. Spurður hvers vegna hópur manna ætti að standa að baki slíkum ásökunum segir hann markmiðið að nota ávirðing- arnar til þess að berja á sér og „nota sem veiðistöng inn í okkar hóp“. NÝJA-SJÁLAND, AP Þrír piltar frá Nýja-Sjálandi fundust á lífi eftir að hafa rekið um Kyrrahafið í fimmtíu daga. Tveir drengjanna eru fimmtán ára og sá þriðji fjórtán. Þeir hurfu snemma í október þegar þeir freistuðu þess að róa á litlum báti milli tveggja eyja. Piltarnir fundust ekki þrátt fyrir gífurlega leit og haldin var um þá minningar- athöfn. Á miðvikudag rak svo áhöfn túnfiskveiðibáts augun í dreng- ina þar sem þeir veifuðu eins og óðir norðaustur af Fiji-eyjum og kom þeim til bjargar. Piltana hafði þá rekið 1.300 kílómetra. Þeir héldu í sér lífinu með kók- oshnetum og regnvatni. Einnig átu þeir máv sem þeim tókst að fanga. - gar Kraftaverkadrengir á Kyrrahafi: Fundust eftir 50 daga á reki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.