Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 48
 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR28 timamot@frettabladid.is Katrín Aldan og Helga Sigurbjarnar- dóttir innanhúsarkitektar unnu til fyrstu verðlauna í hönnunarsamkeppni um húsgögn í almenningsrými Tón- listarhússins Hörpu. Verðlaunin voru afhent við athöfn í gær. „Samkeppnin stóð um sæti, stand- borð og færanlegar bareiningar, fram- hliðar á ráðstefnuborð og ræðupúlt. Við hönnuðum einnig sorptunnur því þær þurfa að dreifast um allt hús, en það kemur í ljós hvort þær verða settar í framleiðslu,“ útskýrir Katrín. „Í hönn- uninni sjálfri tókum við mið af húsinu sjálfu og hverjar forsendur hönnuða þess voru á sínum tíma. Við vildum hafa hlutina einfalda og stílhreina,“ útskýrir Katrín en keppendum voru sett þau skilyrði að kostnaður yrði í lágmarki, framleiðslan færi fram hér á landi og að tekið yrði mið af húsinu sjálfu. „Kostnaðurinn var stór útgangs- punktur og hönnunin varð að vera framleiðsluvæn og notadrjúg. Á svona stöðum er mikið slit á húsgögnum og það þarf að vera auðvelt að fá nýtt ef skipta þarf einhverju út. Við unnum með íslenskt hráefni. Það eina sem við þurfum að flytja inn er áklæði á stólana en öll vinna er framkvæmd hér.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Katrín og Helga taka þátt í samkeppni um innan- húshönnun og eru að vonum ánægðar með árangurinn. Fram undan er mikil vinna en áætlað er að opna Tónlistar- húsið Hörpu snemma á næsta ári. „Verðlaunin eru mikil viðurkenning, ekki bara á því sem við Helga erum að gera heldur líka fyrir stétt innanhús- arkitekta sem slíka,“ segir Katrín. „Nú setjumst við niður með aðstandend- um keppninnar og förum yfir málin. Það er talsverð vinna eftir og ganga þarf endanlega frá allri teiknivinnu í samvinnu við arkitekta hússins. Það þarf að vinnast hratt.“ Bygging tónlistarhússins hefur mikið verið í umræðunni síðustu mánuði og er umdeild. Aðspurð segir Katrín þær Helgu ekki hafa látið það hafa áhrif á sig. „Allt svona er umdeilt og meira en venjulega á tímum sem þessum. Það er ekki hægt að komast hjá því. Það verð- ur bara að horfa á verkefnið eins og það liggur fyrir. Við horfðum auðvitað í eyr- inn við hönnunarvinnuna svo það hefur líka jákvæð áhrif. Það er meiri áskorun að hanna þegar úr minna er að spila.“ heida@frettabladid.is TVEIR INNANHÚSARKITEKTAR: UNNU SAMKEPPNI UM HÚSGÖGN Í HÖRPU ALLT FRAMLEITT Á ÍSLANDI INNANHÚSARKITEKTAR Helga Sigurbjarnardóttir og Katrín Alda urðu hlutskarpastar í hönnunar- samkeppni um húsgögn í tónlistarhúsið Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Hrafnkels Helgasonar fyrrverandi yfirlæknis á Vífilsstöðum. Sigrún Aspelund Helgi Hrafnkelsson Anna Kristín Gunnlaugsdóttir Stella Stefanía Hrafnkelsdóttir Einar Sigurgeirsson Hrefna Lovísa Hrafnkelsdóttir Gunnar Karl Guðmundsson Ríkarður Már Ríkarðsson Lilja Þorsteinsdóttir afabörn og langafabörn Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og útför Jóhannesar Arasonar fyrrverandi útvarpsþular, Guð blessi ykkur öll. Elísabet Einarsdóttir Ása Jóhannesdóttir Ari Jóhannesson Jóhanna F. Jóhannesdóttir Einar Jóhannesson Ívar Ólafsson barnabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Guðmundur Bergmann fyrrverandi aðalgjaldkeri, áður til heimilis að Ljósvallagötu 24, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 22. nóvember. Jarðsett verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Andreas Bergmann Guðrún Gísladóttir Bergmann Ingibjörg Bergmann Þorbergur Halldórsson Halldór Bergmann Anna Lára Kolbeins Guðrún Bergmann Gísli Sveinbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, Erlingur Reyndal lést á Landspítalanum föstudaginn 19. nóvember. Útför fer fram frá Bústaðakirkju þann 30. nóvember kl. 13.00. Erlingur Erlingsson Hallur Erlingsson Jóhann Pétur Reyndal María Reyndal tengdabörn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Guðríður Aradóttir frá Ólafsvík, áður til heimilis Eskihlíð 13, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 24. nóvember sl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 7. desember, kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsam- legast afbeðin en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sunnuhlíð í Kópavogi. Fyrir hönd ömmubarna og langömmubarna, Steinunn Kolbrún Egilsdóttir Haukur Hergeirsson Hrafnhildur B. Egilsdóttir Briem Garðar Briem. Okkar ástkæri, Þórhallur Stefán Skjaldarson lést á heimili sínu Hoffsjef Løvenskjøldsvei 3, Oslo, 13. nóvember sl. Útförin fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. nóvember. Brynja Guðmundsdóttir - Bjarni Kjartansson Sigríður Árnadóttir Helga Björk Bjarnadóttir Pálína Skjaldardóttir Sigrún Bjarnadóttir Stefán Skjaldarson Kjartan Bjarnason Árni Ó. Skjaldarson Guðmundur G. Bjarnason Skjöldur O. Skjaldarson ásamt öðrum ættingjum og vinum. Þökkum samúð og vinarhug. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Thorvaldsenfélagið. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Ragnar Guðmundsson Hraunbæ 111, 110 Reykjavík, lést þriðjudaginn 23. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 2. desember kl. 15.00. Friðgerður Þórðardóttir Logi Ragnarsson Jóhanna Steingrímsdóttir Valur Ragnarsson Sigríður Björnsdóttir Halla Hrund, Ingunn Ýr, Vaka, Haukur Steinn og Freyja. MOSAIK Vinkonurnar Tara, Margrét, Elísabet, Halldóra, Marta María og Þórunn héldu tombólu í tvígang og gengu í hús að selja gamlar bækur. Þannig söfnuðu þær rúmlega 32 þúsund krónum sem þær gáfu til Fatímu-sjóðsins. Sjóðinn stofnaði Jóhanna Kristjónsdóttir fyrir fimm árum með það að markmiði að stofna skóla til að hjálpa stúlkum í Jemen. Jóhanna hitti stelpurnar um helgina og sagði stelpunum frá starf- inu í Jemen og að peningarn- ir þeirra dygðu fyrir skóla- göngu einnar stelpu í heilt ár, með skólavörum, skóla- búningi, aðstoð við heima- nám og meira að segja fyrir sparifötum. Dugmiklar stúlkur GLAÐAR Hér er Jóhanna með Töru Jónsdóttur, Margréti Friðriksson, Elísabetu Friðriksson, Halldóru Þórsdóttur, Mörtu Maríu Stephensen og Þórunni Guðmundsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.