Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 56
36 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Kór Langholtskirkju heldur ferna jólatónleika 17. til 19. desember næstkomandi. Tónleikarnir ganga undir nafninu Jólasöngvar og hafa verið haldn- ir árlega síðan 1978. Ásamt Kór Langholtskirju syngur Grad- ualekór Lang- holtskirkju og þeim til halds og trausts verð- ur Táknmálskórinn en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í tónleikum með öðrum kórum. „Ég hlakka mikið til,“ segir Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Lang- holtskirkju. Hann segir það hæg- ara sagt en gert fyrir heilan kór að flytja lög á táknmáli. „Þetta er heljarmikið mál. Fyrst þarf að þýða alla músíkina yfir á táknmál og síðan þarf kórinn að æfa hana þannig að hún falli að tónlistinni. Eyrún Ólafsdóttir stjórnar Tákn- málskórnum en einsöngvari er Kol- brún Völkudóttir. „Hún hefur vakið mikla athygli fyrir túlkun sína,“ segir Jón. „Hún var meðal annars valin í aðalhlutverk í finnsku tákn- málsóperunni „Kung Karls jakt“ hjá Teatteri Tutti, sem er eina tákn- málsleikhúsið í Finnlandi, og hlaut mikið lof fyrir kraftmikinn og til- finningaþrunginn flutning.“ Jón segir það mikla upplifun að fylgjast með tónleikum táknmálskórsins, jafnt fyrir þá sem tala táknmál og þá sem gera það ekki. „Þetta er heilmikið sjón- arspil. Fyrir okkur sem tölum ekki táknmál er þetta dálítið eins og að horfa á ballett, það er svo mikil túlkun og tjáning í þessu.“ - bs Jólasöngvar á táknmáli HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 26. nóvember 2010 ➜ Opnanir Opnuð hefur verið sýning á verkum Hildar Margrétardóttur myndlistarmanns í Artó- teki á 1.hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur. Sýningin stendur til 16. janúar. ➜ Dans 22.00 Rokkabillý veisla verður haldin á Faktorý í kvöld. Hljómsveitin The 59’s, Bárujárn og Blue Willis leika fyrir dansi. Veislan hefst kl. 22 og er frítt inn. Þemaklæðnaður æskilegur, verðlaun fyrir flottasta dressið. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Graham Avery flytur fyrirlesturinn Iceland’s Application for EU member- ship: A view from Brussels. Fyrirlest- urinn er hluti af fundaröðinni Evrópa: samræður við fræðimenn sem haldin er á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður fluttur á Háskólatorgi stofu 103 og hefst kl. 12. ➜ Tónleikar 12.15 Tón- leikaröðin Klassík í Hádeginu verður haldin í Gerðubergi í dag. Fram kemur Nína Margrét Grímsdóttir ásamt Joaquín Páli Pal- omares. Tón- leikarnir hefjast kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis. 21.00 Hljómsveitin Lame Dudes endurtekur A Lame Tribute to J.J. Cale í kvöld á skemmtistaðnum Dill- on á Laugavegi 30. Tónleikarnir hefjast kl. 21. 22.00 Gildran verður með tónleika á Sódómu Reykjavík í kvöld kl. 23, húsið opnar kl. 22. Aðgangseyrir er 1500 krónur. 22.00 Útgáfutónleikar Sigurðar Guð- mundssonar og Memfismafíunnar á jóladisknum Það stendur mikið til verða haldnir á Græna Hattinum, Akureyri, í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22. 22.30 Hljómsveitin amiina efnir til tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum, á Hverfisgötu 19, í kvöld. Húsið opnar kl. 22.30 og hefjast tónleikarnir skömmu seinna. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari heldur einleikstónleika í Salnum í kvöld og á sunnudag. Þar flytur hann 24 prelúdíur eftir Frédéric Chopin, sem kváðu meðal margbrotnustu tónsmíða 19. aldar, og partítur númer 2 og 5 eftir Jóhann Sebastian Bach, en þau verk eru einnig á efnisskrá nýs geisladisks Víkings, sem kemur út í maí. Í ár er 200 ára afmælis- ár Chopin. Ýmislegt fleira er á döfinni hjá Víkingi en útgáfa geisladisksins í vor. Til dæmis leikur hann ásamt Martin Fröst á Vetrarhátíð þess síðarnefnda í Dalarna í Svíþjóð eftir áramót auk þess sem hann leikur ásamt Sinfónóíuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimirs Ashkenazy við opnun tónlistar- hússins Hörpu í maí. Tónleikar Víkings í Salnum í kvöld hefjast klukkan 20 en tón- leikarnir á sunnudag hefjast klukkan 17. Víkingur Heiðar leikur í Salnum VÍKINGUR HEIÐAR Leikur 24 prelúdur eftir Chopin, með margbrotnustu tónsmíðum 19. aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KOLBRÚN VÖLKUDÓTTIR Hlaut mikið lof fyrir túlkun sína í aðalhlutverki í finnskri táknmálsóperu og flytur einsöng á táknmáli í Langholtskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓN STEFÁNSSON Út er komin bókin Yrsa – hin gleymda drotttning Danmerkur eftir Margit Sandemo, höfund bálksins um Ísfólkið. Yrsa var þjóðhöfðingi Svía á þjóðflutningatímunum þegar hún giftist konungi Dana og mótaði örlög sín og norrænu þjóðanna. Í bókinni rekur Sandemo söguna frá sjálfri sér aftur til Yrsu, og segir hana eins og hún gæti hafa verið. Sandemo hefur gefið út rúmlega 170 bækur. Bókaútgáfan Jentas gefur út en Snjólaug Bragadóttir þýðir. Ný bók frá Sandemo Tónleikar með þeim félögum Megasi, Rúnari Þór og Gylfa Ægissyni Classic Rock | Ármúla 5 | Sími: 5683590 | classic@classic.is Þessir frábæru tónleikar verða á Classic Rock föstudaginn 26. nóvember og byrja kl 21.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.