Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 50
30 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Elskan... ég held að Dóri litli sé svangur Nýja teiknimyndasagan mín, Lord of the Gobb- itz, verður yfir 1000 síður. Ég er kominn á síðu 1028 í handritinu! Flott! Ég ætla að teikna fyrstu 300 síðurnar áður en ég kynni hana fyrir bókafor- lögunum. Ég vil að þeir skilji þetta vel, sjái hvað þeir eru með í höndunum! Er þetta epískt? Jahá, það er allt þarna! En á minn hátt! Ég er búinn að finna mína línu og ég er í stuði! Býrðu ennþá heima hjá mömmu þinni? Jamm. En bara þangað til þetta klárast! Þá er ég... Farinn? Ójá! Eigum við að panta pitsu? Ég efast um að pitsustaðurinn sé opinn núna. Af hverju ekki, klukkan er að verða hálf tíu! Gaur, það eru bara ekki nógu margir fimmtán ára strákar sem eiga pening til að þeir geti haft opið í morgunmat. Af hverju ertu með gleraugu? Af því ég sé betur með þeim. Þannig að þú sérð ekki án þeirra? Ekki mjög vel. Ókei, planið er að gera þetta næst þegar hann tekur af sér gleraugun. Uuu, það er í góðu lagi með eyrun á mér. Ó, já. LÁRÉTT 2. eins, 6. ólæti, 8. taug, 9. hluti verkfæris, 11. vörumerki, 12. kál, 14. brennivídd, 16. skóli, 17. struns, 18. spíra, 20. gyltu, 21. tikka. LÓÐRÉTT 1. land í asíu, 3. mannþvaga, 4. móðu, 5. þangað til, 7. hindrun, 10. skordýr, 13. keyra, 15. kofi, 16. þrot, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. sömu, 6. at, 8. sin, 9. orf, 11. ss, 12. salat, 14. fókus, 16. ma, 17. ark, 18. ála, 20. sú, 21. tifa. LÓÐRÉTT: 1. laos, 3. ös, 4. misturs, 5. uns, 7. trafali, 10. fló, 13. aka, 15. skúr, 16. mát, 19. af. Um helgina horfði ég á son minn spila fótbolta í Keflavík. Að mótinu loknu þurftum við að endasendast í Vesturbæinn. Ferðin tók 42 mínútur á löglegum hámarks- hraða. Í kjölfarið fór ég að hugsa: til hvers í ósköpunum erum við með flugvöll í Reykja- vík þegar það er annar flugvöllur í 40 mín- útna fjarlægð? ÉG BÝ í miðborginni en er fæddur og upp- alinn á Patreksfirði. Þegar ég var barn gat ökuferðin til Reykjavíkur tekið átta til tíu klukkutíma. Nú tekur hún um fimm tíma, gæti verið enn styttri ef samgöngur í fjórð- ungnum væru í sómasamlegu horfi. For- eldrar mínir búa enn fyrir vestan, sem og systir mín ásamt fjölskyldu. Það heyrir til undantekninga að þau komi með flugi í bæinn. Ég reyni að fara vestur nokkrum sinnum á ári en hef ekki farið fljúgandi árum saman. ÉG MYNDI aftur á móti ekki telja það eftir mér að skjótast eftir hraðbraut- inni suður til Keflavíkur til að sækja ættingja mína á flug- völlinn. Þetta er rúntur á milli hverfa, sér í lagi í ljósi þess að til að kom- ast í flug þurfa þeir að aka yfir tvo fjallvegi til Bíldudals. Sumir segja að innanlands- flug muni leggjast af ef flugvöllurinn fer annað. Ég á enn eftir að heyra rökin fyrir því. En ef innanlandsflug þolir á annað borð ekki 40 mínútna tilfærslu til eða frá stöndum við hreinlega frammi fyrir þeirri spurningu hvort það sé þess virði að halda því úti. SUMIR SEGJA að það sé ein af skyldum Reykjavíkur sem höfuðborgar gagnvart landsbyggðinni að halda úti flugvelli. Ímyndum okkur að þú eigir ættingja úr öðru bæjarfélagi sem fær að gista hjá þér nokkrum sinnum á ári. Þótt hann komi ekki oft krefst hann þess hins vegar að í íbúðinni sé tekið frá fyrir hann heilt herbergi með uppábúnu rúmi allan ársins hring. Þegar þú leggur til að breyta herbergi uppi á lofti í gestaherbergi, af því þú vilt nýta hitt her- bergið í eitthvað annað, stappar frændi niður fótum og segir nei, það er svo langt að fara. Keflavík er í þessu samhengi bara annað herbergi í sama húsi. ÞAÐ ER ástæðulaust að stilla flutningi flug- vallarins upp sem andstæðum hagsmunum landsbyggðar og borgar. Verði flugvöll- urinn fluttur er hægt að ráðast í róttæka endurskipulagningu á borgarkerfinu með áherslu á skilvirkar almenningssamgöngur, sem gætu falið í sér meiri tímasparnað en sem nemur viðbótarakstrinum út á flugvöll. Er það svona skelfileg tilhugsun? Annað herbergi í sama húsi Brjóóst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.