Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2010, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 26.11.2010, Qupperneq 40
10 föstudagur 26. nóvember D anska fyrirsæta Freja Beha Er- ichsen trónir á toppnum yfir vinsælustu fyrirsætur í heimi. Hún er kamelljón þegar kemur að fyrirsætustörfunum og allt fer henni bókstaflega vel. Í hinu daglega lífi einkennist hins vegar stíll hennar af leðurjökkum og buxum og daman státar sig af 16 húðflúrum víðs vegar um líkamann. Freja er upprunalega frá Hróarskeldu og var uppgötvuð á strætum Kaupmannahafnar af um- boðsmanni sem ók framhjá henni í leigubíl. Hönnuðir hafa heillast af út- liti stúlkunnar og hún hefur verið það mikill innblást- ur fyrir fatahönnuði að tískuhúsin Chloé og Jill Stuart hafa nefnt tösku í höf- uðið á henni og ungstirnið Alexand- er Wang nefndi eina af sínum vinsælustu skóm í höfuðið á Freju síðasta sumar. Freja er súpermódel okkar tíma. T ískufrömuðurinn Karl Bernd- sen hefur sent frá sér sína fyrstu bók. Bókin nefnist Vaxi-n og er eins konar leiðarvís- ir fyrir konur um þann frumskóg sem tískan getur verið. Karl sló eftirminnilega í gegn með sjónvarpsþáttinn Nýtt útlit sem sýndur var á Skjá einum og segir hann hugmyndina að bók- inni hafa fæðst þegar hann vann að undirbúningi þeirra þátta. „Ég þurfti að sanka að mér meiri vitn- eskju um klæðnað og tísku fyrir þáttinn. Mig langaði vita allt og ákvað svo að safna þessu efni saman í eina bók. Ég er ekki að gefa nein fyrirmæli í bókinni heldur eingöngu að sýna fram á grundvallarhlutföll sem konur geta miðað við í fatavali og benda á eitt og annað sem ég hef lært í gegnum tíðina í starfi mínu,“ útskýrir Karl. Hann segist ekki hafa kunnað við að kalla konur perur og ban- ana eftir vaxtalagi þeirra og fann í staðin orðið VAXI, þaðan sem bókin dregur titil sinn. Karl nefn- ir sem dæmi að V-konur séu breiðari yfir axlir en yfir mittið á meðan A-konur eru breiðari yfir mjaðmir. Aðspurður segir Karl það hafa komið sér á óvart hvað konur eru haldnar miklum ranghugmyndum um líkama sinn og einblíni gjarn- an á galla sína frekar en kosti. „Flestar konur rífa sig niður í stað þess að einbeita sér að kostum sínum og draga þá fram,“ segir Karl og útilokar ekki að svipuð bók ætluð karlmönnum muni líta dagsins ljós í framtíðinni. - sm Karl Berndsen gefur út sína fyrstu bók: Gefur góð ráð Tískufrömuður Karl Berndsen hefur gefið út sína fyrstu bók, Vaxi-n. Bókin er leiðar- vísir fyrir konur um frumskóg tískunnar. ROKKARI Í doppóttri skyrtu í stuði rétt áður en hún gengur inn á tískupallinn fyrir Erin Wasson RVCA. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY STÍFUR TOPPUR Hér sést glitta í eitt af 16 húðflúrum dömunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY TAGL Næsta sumar verður gegnsætt gegn- umgangandi og hér sést Freja skarta einu slíku pilsi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SVART OG SEIÐANDI Freja gengur hér eftir pallinum með mikið máluð augu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY EIN VINSÆLASTA FYRIRSÆTAN Í DAG HIN MÖRGU ANDLIT FREJU Litríkt Flottar litasam- setningar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FR É TT A B LA Ð IÐ /G E TT Y DIESEL Gengur niður tískupallinn með blásið hár í stuttu gallapilsi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.