Fréttablaðið - 26.11.2010, Side 36

Fréttablaðið - 26.11.2010, Side 36
6 föstudagur 26. nóvember „Mér finnst mjög gott að vera í námi með barn og það eru ýmis þægindi sem fylgja því.“ Edda Hermanns- dóttir er gift æskuást- inni, stundar háskóla- nám í hagfræði, á von á sínu öðru barni skömmu fyrir jól og er nýr spyrill spurningaþáttarins Gettu betur. Þrátt fyrir að hafa í nægu að snú- ast segist Edda reyna að taka lífinu með ró. Blaðamaður: Sara McMahon Ljósmyndir: Valgarður Gíslason Fatnaður: Andersen & Lauth E dda er uppalin á Akur- eyri en flutti suður árið 2007 þegar hún hóf nám við Háskóla Íslands. Hún heimsækir þó æskustöðvarnar eins oft og hún getur enda er hún mik- ill Akureyringur í sér. Edda á eina litla dóttur með eiginmanni sínum, Halldóri Svavari Sigurðssyni, og á von á sínu öðru barni stuttu fyrir jól. Innt eftir því hvort það taki ekki á að vera í námi með barn svarar hún því neitandi. „Mér finnst mjög gott að vera í námi með barn og það eru ýmis þægindi sem fylgja því. Sjálfri finnst mér ég hafa meiri tíma til að sinna dóttur minni enda hæfilega kærulaus námsmaður,“ segir hún hlæjandi. STAL BESTA VININUM Edda og Halldór Svavar hafa verið saman frá því hún var sextán ára gömul og var hann besti vinur stóra bróður hennar. „Bróðir minn var fyrst ekkert voðalega hrifinn af því að litla systir hans hefði stolið besta vininum, en við erum mjög góður vinahópur í dag. Hann fékk svo að halda bitra ræðu í brúðkaup- inu okkar síðasta sumar,“ segir hún brosandi. Parið hélt óhefðbundið sveita- brúðkaup fyrir norðan síðasta sumar og gifti sig undir berum himni í viðurvist fjölskyldu og vina. „Ég er svolítið stressuð týpa þannig að við ákváðum að gera þetta á þann hátt að við gætum bæði notið dagsins. Ef við hefðum haldið hið fullkomna hvíta brúðkaup hefði ég bara stressast yfir smámunum og ekki getað slappað af. Við giftum okkur í sveitinni hjá honum og gestirnir sátu bara í þúfunum fyrir neðan pallinn sem Halldór Svavar hafði smíðað fyrir þetta tilefni. At- höfnin fór fram undir berum himni og ég hafði verið mjög stressuð í marga mánuði um að það mundi rigna, sem það gerði að sjálfsögðu, en það entist bara stutt og svo kom sólin. Þannig þetta var bara dás- amlegur dagur í alla staði,“ segir Edda brosandi. Hún segir lítið hafa breyst eftir að hún gifti sig, skrítn- ast finnst henni að geta nú kall- að sig eiginkonu einhvers. „Ég var bara mjög heppin að finna mann- inn minn í fyrstu tilraun,“ bætir hún glaðlega við. Edda lýsir móðurhlutverkinu sem dásamlegu og segir dóttur sína vera fjöruga og ákveðna litla dömu. Innt eftir því hvort það að vera for- eldri sé eins og hún hafði ímyndað sér brosir hún og svarar neitandi. „Þetta er ekkert eins og ég bjóst við að það yrði. Þetta er auðvitað mjög erfitt á köflum en á móti er þetta svo dásamlegt að maður er fljótur að gleyma þessu erfiða og leiðin- lega. Við erum líka heppin með það hvað við erum samhent og sam- taka í uppeldinu og Halldór Svavar er mjög mikill pabbi.“ MÖRG JÁRN Í ELDINUM Edda starfar sem leikfimikennari hjá World Class og að hennar sögn hefur hún alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum. Eftir að hún átti dótt- ur sína fór hún að stunda hlaup og hefur tvisvar hlaupið 10 kílómetr- ana í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég fór að æfa með vinkonu minni sem er mikil íþróttamanneskja og það var mér mikil hvatning. Ég er með mikið keppnisskap og markmið mitt var alltaf að koma á undan henni í mark og það tókst, ég náði að lauma mér fram hjá henni á síðustu metrunum.“ Edda er einnig meðlimur í Röskvu, hefur setið í Stúdenta- ráði Háskóla Íslands í eitt ár og er einnig formaður Fjölskyldunefndar. Hún segir félagsskapinn í Röskvu skemmtilegan en hefur þurft að draga sig í hlé undanfarna mán- uði vegna óléttunnar. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu starfi og kynnast fólk- inu sem er í Röskvu, en þetta er tímafrekt starf og þess vegna hef ég þurft að draga mig svolítið í hlé núna á meðan ég er að sinna öllu hinu.“ Það ríkir mikið og öflugt félags- líf í kringum stúdentapólitíkina og viðurkennir Edda að hún hafi ekki verið sú öflugasta í félags- lífinu hingað til. „Nei, ég hef ekki verið sú öflugasta á bjórkvöldun- um,“ segir hún og hlær. Á vefsíðu Röskvu stendur að Edda sé jafn- framt eini meðlimur félagsins sem drekkur ekki bjór, er það rétt? „Já. Ég segist aðeins drekka léttvín, en ég er bara ekki orðin nógu þrosk- uð til að njóta þess að drekka bjór og kaffi og skar mig mjög úr í Há- skólanum vegna þessa,“ segir hún glaðlega. FJÖLMIÐLAÁHUGINN Í ARF Edda segist lengi hafa haft áhuga á að vinna við fjölmiðla og tók meðal annars einn valáfanga í fjölmiðla- fræði við Háskóla Íslands. Í áfang- anum áttu nemendur að búa til út- varpsþátt sem fluttur var á Rás 1 og vakti Edda sérstaka athygli Sigrún- ar Stefánsdóttur, dagsskrárstjóra RÚV. Eddu var í kjölfarið boðið að koma í prufu sem spyrill spurn- ingaþáttarins Gettu betur. Hún sló að sjálfsögðu til, enda ekki hægt að hafna svo góðu boði. „Það hefur alltaf blundað í mér einhver áhugi fyrir því að starfa innan fjölmiðla, en ég bjóst alls ekki við því að þetta mundi gerast svona hratt. Þetta er sannarlega stórt tækifæri sem mér bauðst og ég er þakklát fyrir það,“ segir hún. Edda er dóttir Hemma Gunn sem stýrði af sinni alkunnu snilld sjón- varpsþættinum Á tali hjá Hemma Gunn og hefur því ekki langt að sækja hæfileikana. „Ég ólst reynd- ar ekki upp hjá honum en við höfum alltaf verið fínir vinir. Það NÝTUR ÞESS EKK DREKKA BJÓR OG K Edda Hermannsdóttir er nýr spyr- ill spuringaþáttarins Gettu betur. Hún segist lengi hafa haft áhuga á því að starfa við fjölmiðla og því sé þetta kærkomið tækifæri.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.