Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 22
22 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leif- ar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta. Stjórnlagaþing sem nú fer í hönd er hins vegar um margt meingall- að. Boðað er til þess með allt of stuttum fyrirvara fyrir kjósendur að kynna sér málefni. Frambjóð- endur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, einnig er mjög skamm- ur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. Alþingi á ekki að fjalla um niðurstöðuna eins og lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Alþingi er ekki lýðræð- islega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Kosningakerfið býður einnig upp á mismunun. Það er flókið í útreikningum og hefur ekki verið notað á Íslandi áður. Í þessu kerfi geta þekktir og vel skipulagð- ir frambjóðendur sem benda á með- frambjóðendur ýtt til hliðar öðrum og náð hópi fólks inn á þingið og verulegum ítökum á þinginu. Dæmi sem stillt er upp á vefnum kosning. is sýnir þetta ágætlega. Kosninga- kerfið verður þá ekki persónukosn- ing heldur dulbúin listakosning. Slík dulbúin listakosning með stuttum fyrirvara hentar best þeim hagsmunasamtökum sem þegar hafa mikil ítök í íslensku þjóðfélagi, ekki síst stjórnmálaflokkum sem kunna að smala bæði frambjóð- endum og kjósendum með stuttum fyrirvara. Reynir Axelsson stærðfræðingur hefur áður bent á að það veki „ugg og tortryggni“ hve skammur frest- ur er gefinn til framboðs til stjórn- lagaþings og til undirbúnings þjóð- fundar. Það dulbúna listakerfi sem valið hefur verið til kosninganna hentar núverandi flokksmaskínum og vekur enn frekari efasemdir um undirbúning og umgjörð þingsins. Lög um stjórnalagaþing voru frum- varp forsætisráðherra, er tilviljun ein að svona var að málum staðið? Eina leið þeirra sem vilja ná fram umbótum á stjórnkerfi landsins og koma í veg fyrir að hin spilltu, gömlu öfl sem nú ráða nái veruleg- um ítökum á þinginu er fylkja sér á bak við þá frambjóðendur sem eru þekktastir og virtastir af þeim sem hafa gagnrýnt gamla kerfið og kjósa þá í efstu sæti. Í næstu sæti á eftir er best að kjósa þá sem þeir þekktustu í hópi gagnrýnenda benda á. Kjósendur sem vilja Nýtt Ísland mega alls ekki kjósa neina fram- bjóðendur sem hafa mikil og náin tengsl við núverandi flokka, til dæmis fólk sem tekið hefur þátt í prófkjörum flokkanna undanfarin ár eða gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir núverandi eða síðustu ríksstjórn. Frambjóðendur sem eru innmúr- aðir og innvígðir í gamla flokka- kerfið eru ekkert annað en Tróju- hestar, þeir munu engu breyta sem máli skiptir. Ef gamlir flokksjálkar ná undirtökum á þinginu breytist ekkert, þá verður áfram óstjórn og spilling, sukkað verður með lífeyri landsmanna og náttúran lögð undir orkuver sem framleiða niðurgreidda raforku handa stórfyrirtækjum með skattaívilnanir. Vonandi verður þetta stjórnlaga- þing eitthvað meira en sjónarspil, eitthvað meira en tugga gömlu, spilltu flokkanna sem hent er upp í þjóðina til að hafa hana góða. Vonandi leggur það drög að betra þjóðfélagi. Vonandi munu sem flestir Íslendingar kjósa. Íslendingar eru á meðal feitustu þjóða í heimi. Þessar fréttir hafa borist okkur í gegnum fjölmiðla upp á síðkastið. Þetta er staðreynd og það er ástæða til að hafa af þessu miklar áhyggjur. Þegar talað er um offitu er gjarnan miðað við að svokallaður líkamsþyngdarstuð- ull (LÞS) sé kominn yfir 30. LÞS er mælikvarði á þyngd miðað við hæð (kg/m²) og er einn af leiðbein- andi þáttum þegar metið er hvort einstaklingur sé í yfirþyngd. Rannsóknir Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) benda til að þeir sem eru með LÞS yfir 25 hafi að öllu jöfnu hærri dánartíðni og séu líklegri til að þjást af ýmsum sjúkdómum. Samfara þessari þróun hefur ofþyngd og offita meðal kvenna á barneignaraldri aukist og er orðin slík að mun fleiri konur í dag hefja meðgöngu of þungar. Niðurstöður rannsókna sýna að ofþyngd og offita móður í upphafi meðgöngu hefur neikvæð áhrif á meðgöngu, fæðingu og sængur- legu, bæði móður og barn. Einn- ig ef þyngdaraukning á meðgöngu er umfram það sem mælt er með miðað við LÞS. Flestum konum er gleðiefni að verða barnshafandi og fara marg- ar þeirra í ómskoðun á 12. og 20. viku meðgöngu. Mikil fitusöfnun á kvið getur gert ómskoðun erfiðari og þar af leiðandi getur verið vand- kvæðum bundið að greina fóstur- galla. Með aukinni þyngd aukast líkur á ýmsum fæðingargöllum og þessum hópi kvenna er hættara við fósturláti. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum offitu á með- göngu. Niðurstöður sýna að konum með LÞS>30 er hættara við að fá meðgöngusykursýki, of háan blóð- þrýsting, meðgöngueitrun, þvag- færasýkingar og blóðtappa í fætur. Áhrif á fæðingu Offita getur haft mikil áhrif á fæð- inguna. Hreyfanleiki kvenna með LÞS>30 er minni í fæðingu en þeirra sem eru í kjörþyngd, en sá þáttur er mikilvægur í fæðingu og getur haft áhrif á gang fæðingar. Erfiðara er að hlusta á hjartslátt barns með utanáliggjandi hjart- sláttarnema ef mikil fitusöfnun er á kvið. Líkur á að koma þurfi fæðingu af stað nær tvöfaldast hjá konum í ofþyngd, m.a. vegna aukinnar tíðni á háþrýstingi og meðgöngusykur- sýki. Konur með LÞS>30 eru lík- legri til að fæða barn með keis- araskurði en konur í kjörþyngd. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins birtist niðurstaða rannsóknar sem þrír læknar á Landspítala unnu hér á landi til að kanna tíðni fylgi- kvilla á meðgöngu, í fæðingu og hjá nýburum kvenna í kjörþyngd, of þungra og of feitra við upphaf meðgöngu. Helstu niðurstöður þeirrar rannsóknar sýna að konur með LÞS>30 eru líklegri til að hafa langvinnan háþrýsting fyrir þung- un, fá meðgönguháþrýsting, með- göngueitrun, meðgöngusykursýki og einkenni frá stoðkerfi. Enn fremur aukast líkur á að framkalla þurfi fæðingu og að fæða með keis- araskurði, bæði bráða- og valkeis- araskurði, samanborið við mæður í kjörþyngd og ofþyngd. Niðurstöður sýna einnig að nýburar kvenna með LÞS>30 eru þyngri og með stærra höfuð. Fæðing þungbura hefur í för með sér aukna hættu á skaða hjá barni í fæðingu, sem eykur líkur á dvöl á vökudeild eftir fæðingu. Erlendar rannsóknir hafa einn- ig sýnt að konur með LÞS>30 eru lengur í fæðingu, sem getur leitt til tíðari innri skoðana og þar með aukið líkur á sýkingum. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að sýking- ar eru algengari meðal kvenna með LÞS>30 s.s. þvagfærasýk- ingar, sýkingar í skurðsári eftir keisaraskurð, móðurlífsbólgur og sýkingar í rifum í fæðingarvegi. Ofþyngd og offita móður getur haft neikvæð áhrif á sængurleg- una. Konur í yfirþyngd eiga frek- ar í erfiðleikum með brjóstagjöf en konur í kjörþyngd. Þær eru lík- legri til að eiga í erfiðleikum með að leggja barnið á brjóst og rannsóknir sýna að mjólkin er lengur að koma í brjóst þeirra en kvenna í kjörþyngd. Þessar konur þurfa því almennt meiri stuðning og fræðslu í gegnum brjóstagjafarferlið, því yfirþyngd getur haft neikvæð áhrif á lengd brjóstagjafar. Þessar konur er einn- ig líklegri til að finna fyrir einkenn- um þunglyndis eftir barnsburð en konur sem eru í kjörþyngd. Hvað er til ráða? Meginreglan er sú að því þyngri sem kona er við upphaf meðgöngu, þeim mun minna ætti hún að þyngj- ast á meðgöngunni. Samkvæmt við- miðunarmörkum IOM (Institute of Medicine) um þyngdaraukningu á meðgöngu er mælt með að konur með LÞS 18,5-24,9 þyngist um 11,5- 16 kg, konur með LÞS 25-29,9 ekki um meira en 7-11,5 kg og að konur með LÞS>30 þyngist ekki meira en 6 kg. Ekkert segir að konur í ofþyngd þurfi að þyngjast á meðgöngu, svo framarlega sem þær borða rétt sam- setta og næringarríka fæðu. Meðganga er ekki rétti tím- inn til að fara í megrun því það getur skaðað vöxt og þroska barns- ins en konur ættu t.d. að sneiða alveg hjá sælgæti, sætabrauði og gosdrykkjum. Reglubundin hreyfing er mikil- vægur þáttur í heilsusamlegu líf- erni, líka á meðgöngu. Mælt er með að minnsta kosti 30 mínútna hreyf- ingu á dag. Ljósmæður í meðgöngu- vernd ættu að hvetja konur á með- göngu og styðja þær í að halda sig innan þeirra viðmiðunarmarka sem mælt er með um þyngdaraukningu á meðgöngu. Þær þurfa að styðja konur í að taka upp heilbrigðari lífsstíl til að fyrirbyggja of mikla þyngdaraukningu. Samkvæmt klín- ískum leiðbeiningum Landlæknis um meðgönguvernd er ráðlagt að fylgjast með þyngd reglubundið ef LÞS gefur tilefni til. Við teljum að þessi hópur kvenna þurfi þéttara eftirlit og meiri stuðn- ing en almennt er veittur í með- gönguvernd. Á meðgöngunni gefst gott tækifæri til að endurskoða mat- arvenjur og lífshætti. Hornsteinn meðferðarinnar er hvatningarviðtal snemma á með- göngu, þar sem leitast er við að hafa áhrif á áhuga og vilja kon- unnar til að breyta heilsutengdri hegðun, taka upp hollari lífsstíl og sækja sér upplýsingar eftir þörfum. Mikilvægt er að konur á barneign- araldri leggi sig fram við að stunda heilbrigt líferni og reglulega hreyf- ingu. Þær ættu að vera í kjörþyngd eða sem næst henni þegar þær hefja meðgöngu. Með því aukast líkur á góðri heilsu móður og barns. Það er mikilvægt að heilbrigð- isvöld grípi inn í hér og nú til að sporna við þeim vágesti sem offitan er með aukinni fræðslu, forvörnum og stuðningi. Kjósendur sem vilja Nýtt Ísland mega alls ekki kjósa frambjóð- endur sem hafa mikil og náin tengsl við núverandi flokka Áhrif ofþyngdar á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu Heilbrigðismál Elín Arna Gunnarsdóttir Guðrún I. Gunnlaugsdóttir ljósmæður og hjúkrunarfræðingar Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) Helstu viðmið LÞS eru eftirfarandi: LÞS < 18,5 undir kjörþyngd LÞS = 18,5-24,9 kjörþyngd LÞS = 25,0-29,9 ofþyngd LÞS = 30,0 offita Stjórnlagaþing eða sjónarspil? Stjórnlagaþing Sveinn Valfells hagfræðingur og eðlisfræðingur Alþingi hefur falið þjóðinni að endurskoða stjórnarskrána. Nú gefst okkur einstakt tækifæri til að horfa fram á veginn. Mætum á kjörstað á morgun og veljum fulltrúa okkar til stjórnlagaþings. á morgun Kjósum Hvatningarhópur frambjóðenda til stjórnlagaþings Stjórnlagaþing 2011 S T J Ó R N L A G A Þ I N G 2 0 1 1 Þessi auglýsing er á vegum hvatningarhóps frambjóðenda til stjórnlagaþings. Auglýsingin er ekki í þágu einstakra frambjóðenda og ekki á vegum opinberra aðila. Tilgangur birtingarinnar er að hvetja landsmenn til að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.