Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 29
Kæru viðskiptavinir DIGRANESVEGUR 10 // 200 KÓPAVOGUR // SÍMI 527 2777 // INFO@MYSECRET.IS // WWW.MYSECRET.IS Þar sem okkur er óheimilt að vera með fullyrðingar sem eru ekki vísindalega rannsakaðar, höfum við breitt því og sett nýjar merkingar á aada drykkinn. Ýmsar heimildir frá virtum háskólum víðsvegar um heiminn ásamt rannsóknum og sögum sýna að engifer er talinn vera mjög virk jurt við ýmsum kvillum. Í aada frá My Secret er einungis notaður 100% ferskt engifer. aada er íslenskt vörumerki og íslensk framleiðsla. Þórarinn - 56 ára „Ég hef verið að drekka aada drykkinn og er virkilega sáttur. Helsti munurinn sem ég finn á mér er að ég bý yfir miklu meiri orku en áður. Ég finn mikinn mun á liðleika, en fram til þessa hef ég verið mjög stífur í öllum liðum. Þetta leiðir til þess að ég á auðveldara með að hreyfa mig en áður. Blóðþrýstingurinn hefur haldist í góðu jafnvægi en hann var það ekki áður.” Kolbrún Una – 61 árs „Ég hef verið með of háan blóðþrýsting í nokkuð mörg ár ásamt nokkrum kvillum sem því fylgir, t.d. vökvasöfnun í líkamanum. Eftir að hafa drukkið aada í nokkrar vikur fann ég mun á líkama mínum, ég var bæði léttari og mér leið mun betur.” Fleiri reynslusögur viðskiptavina okkar er að finna á www.mysecret.is M y S e c r e t D i g r a n e s v e g i 1 0 , 2 0 0 K ó p a v o g i S . 5 2 7 2 7 7 7 w w w. m y s e c r e t . i s Á tilboði fram að jólum í næstu verslun Engiferdrykkurinn aada frá My Secret 75% magn engifers, kælivara. „Að hjóla um landið að vetri til er allt öðruvísi upplifun en að sumri og hjartað fyllist fögnuði yfir feg- urðinni sem við blasir þegar frost er í stráum og vötn ísi lögð, en við búumst við veislu fyrir augað alla leið,“ segir Hrönn Harðardóttir, kerfisfræðingur og fararstjóri Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem í fyrramálið leggur upp í einstaka hjólaferð að Álftavatni. „Álftavatn er í 65 til 75 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, eftir því hvort hjóluð er Nesjavallaleið eða farið yfir Mosfellsheiði og með- fram Þingvallavatni, en leið ræðst af veðri, færð og óskum þátttak- enda,“ segir Hrönn, sem gekk til liðs við klúbbinn fyrir ári. „Margir halda að Íslenski fjalla- hjólaklúbburinn sé fyrst og fremst harðjaxlaklúbbur en þar er fólk af öllum stærðum og gerðum, bæði harðjaxlar, venjulegt hjólafólk og miðaldra húsmæður eins og ég,“ segir Hrönn hláturmild og full til- hlökkunar yfir ferð helgarinnar. „Hjólreiðar á vetrum krefjast nagladekkja því þá finnur maður ekki fyrir hálku og er sem negldur á veginum. Því er ekki óttalegt að hjóla á hálum vegi sé maður vanur vetrarhjólamennsku, en við gerum kröfu um að fólk sé vant hjólreið- um að vetri, og allir sem eru vanir að hjóla til vinnu og annað í tvo tíma án þess að lenda í vandræðum eru færir í svona ferð, þótt vissu- lega þurfi að vera í góðu formi þar sem hjólað er í sex til átta tíma,“ segir Hrönn. Á áfangastað verður gist í góðum bústað og trússbíll tekur farangur og fylgir ferðalöngunum eftir. „Við hjólum inn í aðventuna og kveikjum auðvitað á kertum og upp í grillinu annað kvöld til að njóta góðs matar og slaka á í heita pottinum. Þá er ekki ósenni- legt að einhverjir verði með smá- kökur í farteskinu þessa fyrstu helgi aðventunnar og til margs að hlakka, en fyrst og fremst er það endorfínvíman sem fólk sækir í og kemur við sögu við svona átök. Hjólreiðum fylgir mikil vellíðan, góður félagsskapur og mikið grínast og hlegið í svona ferðum, enda allir með sama áhugamál og þá nær fólk strax saman. Við æjum svo reglulega og stingum okkur örugglega inn í heitt súkkulaði á Hótel Hengli til að hlýja okkur á leiðinni.“ Nánari upplýsingar og skrán- ing hjá Hrönn í síma 823 9780 eða hjolahronn@gmail. Hjólað inn í aðventuna Það spáir köldu og stilltu veðri um helgina, þegar aðventan kemur í hjörtun og landið klæðist sínu fínasta vetrarskarti. Þá er upplagt ævintýri að hjóla með Íslenska fjallahjólaklúbbnum til Álftavatns. Hér er Hrönn í fallegum hjólatúr í miðborginni, en lagt verður af stað frá klúbbhúsi Íslenska fjallahjólaklúbbsins á Brekkustíg 2 klukkan 10 í fyrramálið. Allir eru vel- komnir, burtséð frá aðild að klúbbnum, meðan pláss leyfir í húsinu við Álftavatn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.