Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 66
46 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR N1-deild karla: Akureyri-HK 32-31 (18-14) Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 8 (9), Bjarni Fritzson 7/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (9), Oddur Gretarsson 4 (5), Geir Guðmundsson 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 2 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (42) 38%, Stefán U. Guðnason 3 (8) 38%. Hraðaupphlaup: 6 (Heimir, Guðmundur, Bjarni, Oddur 2, Guðlaugur, ). Fiskuð víti: 6 (Guðlaugur, Hörður 2, Geir 2, ). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 12/2 (14), Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (12), Hörður Másson 2 (6), Hákon Hermannsson 1 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (43/6) 29%), Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki 3, Atli). Fiskuð víti: 2 (Hörður, Atli). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Góðir. Afturelding-FH 19-27 (7-11) Mörk Aftureldingar (Skot): Bjarni Aron Þórðarson 6 (16/1), Haukur Sigurvinsson 5/2 (7/2), Eyþór Vestmann 4 (9), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (3), Ásgeir Jónsson 1 (3), Arnar Freyr Theódórsson 1 (4), Jón Andri Helgason (1), Þorlákur Sigurjónsson (1), Aron Gylfason (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (42/4, 38%), Smári Guðfinnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 2 (Hrafn, Bjarni) Fiskuð víti: 3 (Ásgeir, Hrafn, Bjarni) Brottvísanir: 8 mínútur Mörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Hermann Ragnar Björnsson 2 (5), Logi Geirsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (3/1) Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (38/1, 53%), Daníel Freyr Andrésson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Logi, Sigurgeir) Fiskuð víti: 5 (Ásbjörn, Örn Ingi, Halldór, Atli Rúnar, Benedikt). Brottvísanir: 6 mínútur Selfoss-Fram 30-38 (10-19) Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/3 (22/3), Guðjón Drengsson 9 (6), Atli Hjörvar Einarsson 3 (4), Eyþór Lárusson 2 (5), Hörður Björnsson 2 (3), Matthías Halldórsson 2 (5), Guðni Ingvarsson 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 12 (37/2, 20%), Helgi Hlynsson 0 (0/1) Hraðaupphlaup: 3 (Matthías Halldórsson, Guðjón Drengsson, Atli Hjörvar Einarsson). Fiskuð víti: 2 (Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Framara (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/6(11/7), Róbert Aron Hostert 7 (12) , Haraldur Þorvarðarson 5 (5), Andri Berg Haraldsson 5 (11), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 3 (4) , Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Magnús Stefánsson 2 (4), Hákon Stefánsson 1 (1), Matthías Daðason 0 (1), Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (20/2, 46%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 16%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Kristján Svan Kristjáns- son 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jóhann Karl 2, Róbert Hostert, Halldór Jóhann) Fiskuð víti: 7(Róbert Aron3, Haraldur Þorvarðar- son 2, Magnús Stefánsson, Jóhann Karl) Brottvísanir: 8 mínútur STAÐAN: Akureyri 8 8 0 0 248-204 16 Fram 8 6 0 2 274-232 12 HK 8 6 0 2 273-264 12 FH 8 5 0 3 240-220 10 Haukar 8 4 0 4 206-215 8 Afturelding 8 1 0 7 198-230 2 Selfoss 8 1 0 7 226-262 2 Valur 8 1 0 7 195-233 2 ÚRSLIT FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þorvalds son og félagar í Fre- drikstad tryggðu sér í gær sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fredrikstad lagði þá Höne- foss, 4-0, í síðari leik liðanna í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu. Fyrri leik liðanna lyktaði með 4-1 sigri Fredrikstad og það þurfti því stórslys til að liðið færi ekki upp. Það var aldrei nein hætta á slysi í gær því Fre- drikstad hreinlega lék sér að andstæðingi sínum. Kristján Örn Sigurðsson leikur með liði Hönefoss. Hann var tekinn af velli í hálfleik í gær. Gunnar Heiðar byrjaði einnig leikinn í gær en hann var tekinn af velli á 66. mínútu. - hbg Norski boltinn: Fredrikstad í úrvalsdeild HANDBOLTI Framarar unnu örugg- an sigur á Selfyssingum , 30-38, í áttundu umferð N1-deildar karla í gær en leikurinn fór fram á Sel- fossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spil- að sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist. Mikil barátta einkennir leik Framara og það er greinilegt að leikmennirnir hafa virkilega gaman að því að spila handbolta. Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram, var atkvæðamestur gest- anna en hann skoraði 9 mörk. Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var að vonum mjög ánægð- ur með leik sinna manna í gær- kvöldi. „Ég er mjög ánægður með fyrstu 40 mínúturnar hjá okkur en síðan slökum við allt of mikið á og þeir hefðu alveg getað komist inn í leikinn. Ef maður lítur yfir leikinn í heild sinni þá var sigur- inn aldrei í hættu og við vorum með yfirhöndina allan tíman. Það sem ég er ánægðastur með er hvað við mættum á fullum krafti til leiks sem er algjörlega nauð- synlegt á svona erfiðum útivelli,“ sagði Reynir eftir leikinn í gær. „Við vorum aldrei inn í þess- um leik, ekkert frekar en í öllum heimaleikjunum okkar í vetur,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, fúll. „Við erum að tapa öllum heima- leikjunum okkar í fyrri hálfleik sem er mikið áhyggjuefni. Það er alveg ljóst að vandamál okkar eru andlegs eðlis og það er hlutur sem við verðum að vinna í. Við komum sterkir til baka í síðari hálfleiknum og sýndum að við erum samkeppnishæfir í þess- ari deild,“ sagði Sebastian. - sáp Gott gengi Fram í N1-deild karla hélt áfram í gær þegar liðið fór á Selfoss og vann þægilegan sigur: Fram rúllaði yfir Selfoss í fyrri hálfleik SJÓÐHEITUR Einar Rafn Eiðsson er að spila afar vel fyrir Fram þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Ekkert virðist geta stoppað norðlensku hraðlestina í Akureyri sem keyrir yfir hvern andstæðinginn á fætur öðrum í N1-deild karla. Það stóð þó tæpt gegn góðu liði HK í gær en Akur- eyri hafði loks sigur, 32-31, eftir æsispennandi lokamínútur. Það hjálpaði liðinu að tæplega 1.300 áhorfendur mynduðu bestu stemningu sem undirritaður hefur heyrt á ævinni í deildarleik í hand- bolta. Það gengur allt upp hjá Akureyri og umgjörð félagsins er til mikill- ar fyrirmyndar. Atli er að stýra liðinu virkilega vel og það munar um minna þegar liðsheildin klárar leikina en ekki einstaklingar. Aðalsmerki Akureyrar hefur verið vörnin en góður sóknarleik- ur HK lengst af var þeim erfiður. Bjarki Már fór illa með Bjarna Fritzson og skoraði alls tólf mörk í leiknum auk þess sem Norðlend- ingurinn Atli Ævar Ingólfsson var frábær. Akureyri var skrefinu á undan fyrstu 45 mínúturnar. Það leiddi 18-14 í hálfleik en HK komst loks yfir í 25-26. Vendipunktur í leikn- um var mögnuð markvarsla Svein- bjarnar þegar Atli var einn gegn honum í hraðaupphlaupi. Hefði Atli skorað hefði HK verið þrem- ur mörkum yfir en í stað þess skor- aði Akureyri og komst að lokum aftur yfir. Mestu munaði um Sveinbjörn sem varði frábærlega á lokakafl- anum, allt góð skot HK. Hann sá einfaldlega við þeim. „Við áttum þetta inni hjá Svein- birni,“ sagði sigurreifur Atli Hilm- arsson en Sveinbjörn hafði ekki varið jafn vel og oft áður þar til undir lokin. HK var með boltann í síðustu sókninni og gat jafnað en vörn- in varði skot Daníels Bergs og gríðarlegur fögnuður braust út í Höllinni. Sárt fyrir HK en sætt fyrir Akureyri. Heimir Örn var besti maður Akureyrar, hann átti frábæran leik í vörn og sókn. „Það var mikið um að vera í lokin en við höfðum allt- af trú á þessu. Við vorum andlega skrítnir síðasta korterið og sóknin var hæg eins og margir hafa talað um. Ég tek ofan fyrir HK sem spil- aði mjög vel. Þeir voru hrika- lega góðir, en við unnum samt. Þetta sýnir bara styrk okkar,“ sagði Heimir. „Þetta eru blendn- ar tilfinningar fyrir mig, ég var góður í sókn en slakur í vörn, en sigur er sigur. Ég stóð mig vel en línumennirnir gerðu mjög vel í sókninni. Ég er smá svekktur að spila ekki betur í seinni hálfleik en and- skotinn hafi það, þýðir það nokk- uð þegar maður vinnur svona?“ spurði Heimir. „Mér fannst dómararnir leyfa þeim fullmikið undir lokin en svona er þetta. Leikurinn þróaðist þannig að ég hefði verið sáttur með jafntefli en það voru forréttindi að fá að spila í þessum hávaða,“ sagði Erlingur Richardsson þjálfari HK en leikmenn HK sögðust eftir leik- inn ekki hafa heyrt hver í öðrum inni á vellinum, slíkur var stuðn- ingur áhorfenda. - hþh Enn húsfyllir hjá liði Akureyrar Akureyri er enn með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir eins marks sigur á HK í frábærum leik í gær. HK var yfir þegar skammt var eftir en frábær markvarsla Sveinbjörns Péturssonar gerði gæfumuninn. STEMNING Það var troðfullt hús á Akur- eyri í gær og mikil stemning. FRÉTTABLAÐIÐ/SÆVAR GEIR FÖGNUÐUR Leikmenn Akureyrar fögnuðu líkt og óðir væru eftir dramatískan sigur á HK í gærkvöldi. Stefán „Uxi” Guðnason stekk- ur hér í fang Harðar Fannars Sigþórssonar eftir leik. FRÉTTABLAÐIÐ/SÆVAR GEIR HANDBOLTI FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á nýliðum Aftur- eldingar, 27-19, í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Mosfellingar komust lítið áleiðis gegn sterkri FH-vörn og frábærum markverði, Pálmari Péturssyni, sem varði 20 skot eða 53 prósent skotanna sem á hann komu í leiknum. Mosfellingar skoruðu aðeins 4 mörk fyrstu 27 mínútur og 40 sekúndur leiksins en FH-ingum tókst ekki að stinga þá af fyrr en í seinni hálfleik. FH Pálmar þakkaði markmanns- þjálfaranum Bergsveini Berg- sveinssyni fyrir hjálpina. „Þetta var frábær varnarsig- ur númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Pálmar. „Ég hef verið lélegur í síð- ustu leikjum en Bergsveinn er búinn að koma aftur inn í þetta hjá okkur. Bergsveinn á mikið í þessu. Hann er ekki búinn að vera með í þremur eða fjórum leikjum í röð og þá er ég með allt niðri um mig. Svo kemur hann inn og þá er vörnin flott og markvarslan eftir því. Það er það sem skilar þess- um vörðu boltum hjá mér, það er leiðsögn frá Bergsveini og frábær vörn,“ sagði Pálmar. „Þetta var góður sigur til þess að halda okkur í toppbaráttunni. Haukarnir voru búnir að jafna okkur að stigum en svo er bara næsti leikur á móti þeim á þriðju- daginn og við ætlum að taka hann og skilja aðeins á milli fjórða og fimmta sætisins,“ sagði Pálmar en Haukaleikurinn verður líka síðasti leikur Loga Geirssonar með liðinu í bili því Logi verður að taka sér hvíld vegna ástands- ins á öxlinni sinni. „Ég ætla að taka Haukaleikinn og svo er ég farinn í meðferð. Ég er bara kominn í pásu og ég er farinn að sjá landsliðið og HM í hillingum. Ég er búinn að vera með mikla verki í öxlinni og ég get ekkert æft. Það tekur svolít- ið á mig hvernig gengið er búið að vera því ég hef ekki náð mér á strik. Ég er búinn að tala við stjórnina hjá FH og þjálfarat- eymið og ætla að taka pásu eftir leikinn á móti Haukum,“ sagði Logi eftir leikinn í gær. „Þetta var klárlega okkar léleg- asti leikur í vetur og við áttum ekkert skilið út úr þessum leik. Haffi stóð sig mjög vel í mark- inu og varnarlega séð vorum við allt í lagi en sóknarlega voru við arfaslakir,“ sagði Gunnar Andr- ésson, þjálfari Aftureldingar. „Við verðum að fara yfir þennan leik og fara í naflaskoðun hvað er að plaga okkur. Við höfum ekki verið rassskelltir fyrr en núna. Við vorum teknir og jarðaðir hér á heimavelli,“ sagði Gunnar. - óój FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í gærkvöldi: Pálmar og FH-vörnin lokuðu á nýliðana Á FLUGI Stórskyttan Ólafur Guðmunds- son lætur hér vaða á mark Aftureldingar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.