Fréttablaðið - 26.11.2010, Side 63
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010 43
NÝTT PAR Kim Kardashian og Gabriel
Aubry skemmtu sér saman á körfubolta-
leik. NORDICPHOTOS/GETTY
Raunveruleikastjarnan Kim Kar-
dashian og fyrrverandi eigin-
maður leikkonunnar Halle Berry,
Gabriel Aubry, skelltu sér saman
á körfuboltaleik með L.A. Lakers
í vikunni. Samkvæmt tímaritinu
UsMagazine.com hefur parið
verið að stinga saman nefjum um
nokkurt skeið.
Að sögn heimildarmanns
kynntust Kardashian og Aubry í
gegnum sameiginlegan vin. „Þau
hafa verið að hittast í nokkrar
vikur núna og ákváðu að fara í
fyrsta sinn út saman opinberlega
á körfuboltaleikinn,“ var haft
eftir vini Kardashian.
Aubry og Berry skildu í apríl
á þessu ári en dvöldu saman í
París í sumar þar sem hann pass-
aði dóttur þeirra á meðan Berry
var við tökur á nýrri kvikmynd.
Kardashian hefur verið á lausu
frá því hún hætti með kærasta
sínum, íþróttamanninum Reggie
Bush, í mars.
Skemmtu sér
á Lakers-leik
Hjónin David Arquette og Cour-
teney Cox eru sem kunnugt er
skilin að borði og sæng. Síðan
fréttirnar spurðust út hefur oft
sést til Arquette þar sem hann er
vel við skál auk þess sem hann
hefur viðurkennt að hafa sæng-
að hjá öðrum konum skömmu
eftir skilnaðinn. Þrátt fyrir þetta
segist leikarinn elska konu sína
og að þau séu að vinna í sínum
málum. „Ég elska eiginkonu
mína og hún elskar mig. Ég er
skemmtanaglaður og góðhjart-
aður einstaklingur. Ég hef alltaf
verið svolítið villtur og viður-
nefni mitt var „Dabbi stuð“. Mér
finnst gaman að fíflast
og kynnast nýju fólki,“
var haft eftir hinum
skemmtanaglaða
David Arquette.
Vill bara
skemmta sér
STUÐBOLTI
David Arquette
segist hafa
gaman af því
að skemmta
sér. NORDICPHOT-
OS/GETTY
Sveitasöngkonan Tayl-
or Swift á sitt eigið hús
þar sem hún býr ein.
Hin tvítuga Swift seg-
ist njóta þess að búa ein
og geta ráðið sér sjálf.
„Þegar maður býr
aleinn getur maður gert
alls konar skemmti-
lega hluti. Maður getur
gengið um og talað upp-
hátt og jafnvel sung-
ið það sem maður er
að hugsa. Ætli ég sé þó
ekki sú eina sem gerir
það?“ sagði stúlkan
þegar hún var gestur
í spjallþætti Chelsea
Handler. Söngkonan
er þekkt fyrir sitt ljúfa
skap og sakleysi og seg-
ist hún aldrei hafa verið
sérstaklega villt. „Ég er
alltaf mjög hrædd um
að koma mér í vand-
ræði og hljóta skammir
fyrir. Þess vegna held
ég mér á mottunni.“
Swift fagnar 21 árs
afmæli sínu í næsta
mánuði og segist
hlakka til þess að
verða ári eldri. „Þá
kemst ég lokst með á
alla tónleikana sem
vinir mínir sækja.“
Ljúf sveitasöngkona
BLÍÐ OG GÓÐ Taylor Swift
er ekki þekkt fyrir villt
líferni. NORDICPHOTOS/GETTY
Rokkarinn Dave Grohl er ánægður með sam-
starf sitt og upptökustjórans Butch Vig við
gerð nýrrar plötu hljómsveitarinnar Foo
Fighters. Grohl segir endurnýjuð kynni
þeirra vera eins og að sofa aftur hjá
gamalli kærustu.
Dave Grohl vinnur nú með upptöku-
stjóranum í fyrsta sinn síðan hann
var trommari hljómsveitarinnar Nir-
vana og Butch Vig stjórnaði upptökun-
um á plötunni Nevermind. Grohl segist
þó hafa haft efaemdir um að samstarf-
ið myndi ganga. „Að gera plötu með
upptökustjóra sem þú hefur unnið
með áður er ekki ósvipað og að sofa
hjá kærustu sem þú áttir fyrir tuttugu
árum. Það getur verið frábært en það
getur líka verið hræðilegt. En samstarf
okkar er mjög eðlilegt og þægilegt og hann
er sami gaur og fyrir tuttugu árum. Hann
notar rakspíra núna. Ég held að það sé eini
munurinn.“
Platan sem þeir vinna að verður sjöunda
plata Foo Fighters og á henni
verður meira um endurfundi.
Krist Novoselic, bassaleikari
Nirvana, lætur til sín taka í einu
lagi og Grohl segir það hafa verið
tilfinningaríka stund þegar þeir unnu
saman í fyrsta sinn síðan Kurt Cobain,
söngvari Nirvana, skaut sig fyrir 16 árum.
„Þegar við hittumst tengjumst við í gegnum
góðu og slæmu hlutina,“ segir Grohl.
Grohl leitar aftur í ræturnar
NOSTALGÍA Dave Grohl vinnur aftur
með fólki frá Nirvana-árunum.
*Maturinn er 100% transfitulaus. Við höfum hvorki transfitumælt starfsfólkið okkar né viðskiptavini.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
A
F
5
23
89
1
1/
10