Fréttablaðið - 26.11.2010, Side 34

Fréttablaðið - 26.11.2010, Side 34
4 föstudagur 26. nóvember Barbie-sambönd E itt sinn las ég bók um opin sambönd. Þegar ég var tæplega hálfn-uð með lesturinn þá var ég sannfærð um að það væri fáránlegt að skuldbinda sig einum aðila. Betra væri að velja sér einn „uppáhalds“ og vera með honum bróðurpart úr degi en eyða líka innilegum tíma með öðru fólki. Rétt eins og í Bachelorette-þáttunum. Einhleyp kona hittir nokkra karlmenn á sama tíma og á í innilegu ástarævintýri við þá en velur svo þann besta úr hópnum til að vera með í sambandi. Hvert par sér um að semja sínar reglur um hvað má og hvað ekki og allir eru glaðir, frjálsir og fullnægðir. Ég á það til að vera hugmynda- fræðilega hrifnæm og ætli þetta hafi ekki verið dæmi um slíkt. Nýver- ið datt ég inn í umræður um stúlku sem var boðið á stefnumót. Maðurinn var hinn fullkomni karl- maður, en daginn eftir, þegar hún gúgglaði hann, sér hún að hann er skráður í hjónaband. Honum hafði láðst að segja henni frá sambandsstöðu sinni í kossa flensinu kvöldinu áður. Maðurinn ítrekaði boðið um stefnumót en þegar hún neitaði sagð- ist hann vera í opnu hjónabandi. Hann hvatti hana eindregið til að hitta sig enda höfðu þau náð vel saman. Við skeggræddum hvernig slíkt gengi fyrir sig og ef stúlkan myndi þiggja boðið hvort hún væri þá „hin konan“ og þá þátttakandi í opinberu framhjáhaldi. Auk þess yrði tími þeirra takmarkaður við samverustundir utan hans heimilis og fjöl- skyldulífs. Einstaklingar í opnu sambandi hljóta einnig að reyna að að- greina persónulega hluti eftir því með hverjum þeir eru hverju sinni. Rétt eins og Barbie. Það fer kannski eftir því hvaða Barbie þú lendir á – gallabuxna-Barbie eða prinsessu-Barbie – hvaða persónu viðkomandi sýnir? Fólk talar oft um að það sé nánast ógjörningur að finna maka en þegar hann er fundinn þá taki við mikil og stöðug vinna. Ef umrædd stúlka þiggur stefnumótið verður þetta samband sem er fast á stefnu- mótastiginu. Reglurnar um opið samband eru frekar ópraktískar fyrir þá sem eru einhleypir og í leit að alvarlegu sambandi. Í hugum sumra kann það að vera eftirsóknarvert að vera á sífelldum stefnumótum en þó er mannveran þannig gerð að slíkt nægir fæstum og að endingu þróast ástin í traust og skuldbindingu (svo ekki sé minnst á afbrýði- semi og eigingirni). Svo er það stóra spurningin, hefði stúlkan bara átt að fara á stefnumótið og láta örlögin ráða rest? Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur A frakstur samvinnu sænska fatamerkisins H&M og tískuhússins Lanvin var frumsýndur í New York í síðustu viku. Tískusýningin var litrík, tryllt og vægast sagt skrautleg og minnti einna helst á ávöxt ástarævintýris milli pönksins og níunda áratugarins. - sm Afrakstur samvinnu Lanvin og H&M loksins sýndur: FRÍKAÐ OG FLOTT FRÁ LANVIN Flott! Æðislegur svartur kjóll við hlébarða- sokkabuxur. Mynstur á mynstur ofan Hönnuður Lanvin hefur verið óhræddur við að leika sér með ýmis dýra- mynstur í línunni fyrir H&M. Rauðklædd díva Einstaklega fallegur rauður kjóll sem væri fullkominn í áramóta teitið. Prinsessukjóll Þessi kjóll var sá sem flestar stúlkur þráðu að eignast úr Lanvin-línunni fyrir H&M. Herrar mínir og frúr Flott- ur blazer-jakki og yndisleg svört slaufa um hálsinn. Maðurinn var hinn fullkomni karl- maður, en dag- inn eftir, þegar hún googlaði hann, sér hún að hann er skráður í hjónaband. SJÁLFSTYRKING FRAMKOMA OG LÍKAMSBURÐUR INNSÝN Í FYRIRSÆTUSTÖRF FÖRÐUN UMHIRÐA HÚÐAR OG HÁRS MYNDATAKA TÍSKUSÝNINGARGANGA FYRIRSÆTA KEMUR Í HEIMSÓKN FÍKNIEFNAFRÆÐSLA LEIKRÆN TJÁNING Umsjónarkennari námskeiðsins er Edda Björk Pétursdóttir fyrirsæta hjá Eskimo, auk fjölmargra gestakennara. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, snyrtibuddu og mascara frá Maybelline, viðurkenningarskjal og 10 sv/hv myndir. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu. Stúlkurnar eru farðaðar fyrir myndatöku og tískusýningu. SKRÁNING ER HAFIN Í SÍMA 533-4646 EDA ESKIMO@ESKIMO.IS VERD 17.900

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.