Fréttablaðið - 26.11.2010, Side 28
TORG–skákmót Fjölnis verður
haldið í verslunarmiðstöðinni
Torginu, Hverafold 5 í Grafarvogi
á morgun. Mótið hefst klukkan
11 og því lýkur með glæsilegri
verðlaunaafhendingu og happ-
drætti klukkan 13.
Þetta er í fimmta sinn sem mótið
er haldið og að sögn Helga Árna-
sonar, formanns skákdeildar Fjöln-
is, hefur fjöldi þátttakenda aukist
ár frá ári. „Við hreiðrum um okkur
á göngum verslunarmiðstöðvar-
innar,“ segir Helgi. „Þátttakendur
eru krakkar á grunnskólaaldri og
við eigum von á fimmtíu til sextíu
þátttakendum, að minnsta kosti. Í
fyrra voru keppendur 64.“
Helgi er jafnframt skólastjóri
Rimaskóla, en skákmennt stendur
þar með miklum blóma. „Rima-
skóli er í fararbroddi íslenskra
grunnskóla í skákinni,“ segir hann.
„Við eigum bæði núverandi Norð-
urlandameistara og Íslandsmeist-
ara og það eru um 30 krakkar sem
mæta hér á skákæfingar á hverj-
um laugardegi.“ Mótið á morgun
er hraðskákmót, tefldar verða sex
umferðir og umhugsunartíminn er
sjö mínútur. Skráning fer fram á
staðnum.
Skákdeild Fjölnis heldur mótið
en fyrirtækin í Hverafold gefa
vinninga og veitingar. NETTÓ
Hverafold býður öllum þátttak-
endum upp á ókeypis veitingar auk
þess sem verslunin gefur vinninga
og þrjá eignarbikara. Önnur fyrir-
tæki sem gefa vinninga eru Pizz-
an, Foldaskálinn, Arion banki,
Runni–Stúdíóblóm, Hárgreiðslu-
stofan Höfuðlausnir, Bókabúðin
Grafarvogi og Smíðabær.
Teflt á torginu
Hin stórefnilega átta ára gamla skák-
kona Nansý Davíðsdóttir úr Fjölni verður
meðal þátttakenda og kemur án efa til
með að blanda sér í hóp verðlaunahafa.
LJÓSIÐ VERÐUR MEÐ HANDVERKS-
SÖLU Í NEÐRI SAL ÁSKIRKJU Á
SUNNUDAG MILLI KLUKKAN 12 OG
17.
Leirlistaverk, gler, ullarvörur,
þæfðar og prjónaðar; dúkkuföt
og útskurður. Allt þetta og margt
fleira verður til sölu á handverks-
markaði í Áskirkju á sunnudag-
inn milli klukkan 12 og 17. Kaffi
og vöfflur verða líka seldar á
góðu verði. Allur ágóði rennur til
Ljóssins, endurhæfingar- og stuðn-
ingsmiðstöðvar fyrir krabbameins-
greinda og aðstandendur þeirra.
„Hér eru um 30 manns að
vinna hvern dag að handverkinu
og aðstandendur hafa líka verið
duglegir að gefa okkur hluti,“ segir
Erna Magnúsdóttir forstöðukona
og fullyrðir að aldrei hafi úrvalið
verið flottara. „Hús-
næðið okkar er
orðið of lítið fyrir
svona viðburð
og því leituð-
um við á náðir
kirkjunnar
sem aðeins
er í fimm
mínútna akst-
ursfjarlægð
frá Ljósinu og
þar eru næg
bílastæði.“
- gun
Handverks-
sala Ljóssins
„Ég hef verið að drekka engiferdrykkin aada frá
My Secret í 7 mánuði. Glas af drykknum kvölds
og morgna. Ég er mun orkumeiri og hef losnað
við ýmis stoðkerfis vandamál. Ég er hættur að
nota efni eins og liðamín og ýmsir gigtarverkir eru
horfnir. Þá tilheyra meltingar vandamál sögunni
til. Þau voru algeng áður fyrr. Ég get mælt með
þessum öndvegis drykk.”
Jón Gröndal
Kennari
50% magn engifers, kælivara
Engiferdrykkurinn aada
frá My Secret
M y S e c r e t D i g r a n e s v e g i 1 0 , 2 0 0 K ó p a v o g i
S . 5 2 7 2 7 7 7 w w w. m y s e c r e t . i s
Á tilboði fram að jólum
í næstu verslun
Grýlugleði verður haldin á Skriðuklaustri sunnudaginn 27. nóvember klukkan 14. Von
er á sagnaálfum og gaulálfum sem munu segja frá og syngja um Grýlu og hyski henn-
ar sem hefur búið um aldir í Bandsöxlinni ofan við Víðivelli í Fljótsdal. Ef að líkum lætur
munu hin hræðilegu hjón renna á lyktina og reyna að finna sér eitthvað í svanginn.
Á Torg-skákmótinu 2009 var sett þátt-
tökumet og fjölmargir gestir fylgdust
með skemmtilegu móti.